Bandarískur flugmaður elskar keflvíska flatböku

Á ferðalagi | 26. október 2023

Bandarískur flugmaður elskar keflvíska flatböku

Flugmaðurinn Steve Giordano frá New Jersey vakti mikla athygli netverja á samfélagsmiðlinum X, áður þekktum sem Twitter, á dögunum. Hann birti stutt myndskeið um keflvíska pítsu eða flatböku eins og við segjum á góðri íslensku. 

Bandarískur flugmaður elskar keflvíska flatböku

Á ferðalagi | 26. október 2023

Giordano er aðdáandi íslenskrar flatböku.
Giordano er aðdáandi íslenskrar flatböku. Samsett mynd

Flugmaðurinn Steve Giordano frá New Jersey vakti mikla athygli netverja á samfélagsmiðlinum X, áður þekktum sem Twitter, á dögunum. Hann birti stutt myndskeið um keflvíska pítsu eða flatböku eins og við segjum á góðri íslensku. 

Flugmaðurinn Steve Giordano frá New Jersey vakti mikla athygli netverja á samfélagsmiðlinum X, áður þekktum sem Twitter, á dögunum. Hann birti stutt myndskeið um keflvíska pítsu eða flatböku eins og við segjum á góðri íslensku. 

Giordano sýndi fylgjendum sínum hvað Íslendingar fara vel með þennan þjóðarrétt Ítala á meðan hann og áhöfn flugvélarinnar biðu þess að hún fylltist af eldsneyti. Samkvæmt flugmanninum eru keflvískar flatbökur mjög góðar, en hann sýndi klassíska margaritu og tvær flatbökur stútfullar af kjöti og öðru gúmmelaði. 

Myndskeiðið hefur fengið yfir 50.000 áhorf og eru flestir í athugasemdunum bara guðslifandi fegnir að það sé ekki flatbaka með hákarli á boðstólnum.

mbl.is