Björn Ingi á vit nýrra ævintýra með meirapróf í vasanum

Á ferðalagi | 24. október 2023

Björn Ingi á vit nýrra ævintýra með meirapróf í vasanum

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík er kominn með meirapróf. Hann segist hafa tekið meira prófið til að prófa eitthvað nýtt og það hafi komið honum á óvart hvað þetta var skemmtilegt. Hann útilokar ekki að ferðast um landið með hópa og ætlar að sjá hvert þetta leiðir hann. 

Björn Ingi á vit nýrra ævintýra með meirapróf í vasanum

Á ferðalagi | 24. október 2023

Björn Ingi Hrafnsson er kominn með meirapróf.
Björn Ingi Hrafnsson er kominn með meirapróf. Samsett mynd

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík er kominn með meirapróf. Hann segist hafa tekið meira prófið til að prófa eitthvað nýtt og það hafi komið honum á óvart hvað þetta var skemmtilegt. Hann útilokar ekki að ferðast um landið með hópa og ætlar að sjá hvert þetta leiðir hann. 

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík er kominn með meirapróf. Hann segist hafa tekið meira prófið til að prófa eitthvað nýtt og það hafi komið honum á óvart hvað þetta var skemmtilegt. Hann útilokar ekki að ferðast um landið með hópa og ætlar að sjá hvert þetta leiðir hann. 

„Mér fannst það bara skemmtileg hugmynd og opna kannski einhver tækifæri meðfram skrifum til dæmis í ferðaþjónustu. Ég er bara vera opinn fyrir einhverju nýju, en ekkert dýpra en það. Getur verið fín tilbreyting frá skrifum um pólitík að skjótast með lítinn hóp góðra gesta út á land. Eitthvað allt annað en maður gerir venjulega,“ segir Björn Ingi í samtali við mbl.is. 

Björn Ingi myndi án efa taka sig vel út sem …
Björn Ingi myndi án efa taka sig vel út sem bílstjóri og leiðsögumaður enda mikill og góður sögumaður. AFP/Lucas Jackson

Hefur þú verið að ferðast um landið með ferðamenn?

„Nei. Var bara oft formaður sendinefnda erlendis, til dæmis í Afríku, sem formaður stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar og aðstoðarmaður ráðherra. Þetta er bara nýr heimur sem væri áhugavert að kynnast, en ekkert ákveðið enn og kemur bara i ljos. Það er nóg að skrifa um þessa dagana,“ segir Björn Ingi. 

„Ég hef stundum pælt í því að taka meiraprófið en svo ákvað ég að láta vaða. Það kom á óvart hvað þetta var skemmtilegt,“ segir hann og bætir við: 

„Þetta var hörku námskeið í nokkrar vikur og fór fram mörg kvöld í viku. Þetta er bæði lestur og verkleg kennsla sem ég mæti eindregið með. Skelltu þér,“ segir hann. 

Á Íslandi eru margir fallegir staðir sem ferðamenn vilja heimsækja. …
Á Íslandi eru margir fallegir staðir sem ferðamenn vilja heimsækja. Jökulsárlón er einn af þeim. mbl.is/Ásdís
mbl.is