25 milljón króna safaríferð til Afríku

Skoðunarferðir | 11. desember 2023

25 milljón króna safaríferð til Afríku

Ferðaskrifstofan Go2Africa býður ferðalöngum upp á dýrustu safaríferð í heimi. Verðmiðinn er 140.000 pund eða sem svarar tæplega 25 milljónum íslenskra króna.

25 milljón króna safaríferð til Afríku

Skoðunarferðir | 11. desember 2023

Draumur margra er að ferðast til Afríku.
Draumur margra er að ferðast til Afríku. Samsett mynd

Ferðaskrifstofan Go2Africa býður ferðalöngum upp á dýrustu safaríferð í heimi. Verðmiðinn er 140.000 pund eða sem svarar tæplega 25 milljónum íslenskra króna.

Ferðaskrifstofan Go2Africa býður ferðalöngum upp á dýrustu safaríferð í heimi. Verðmiðinn er 140.000 pund eða sem svarar tæplega 25 milljónum íslenskra króna.

Talsmaður Go2Africa segir það hafa tekið ferðasérfræðinga mörg ár að fullkomna upplifunina, sem inniheldur sex lönd í Afríku, og tekur 24 daga. Engu var til sparað og er þetta ferð sem flesta getur aðeins látið sig dreyma um, en lúxusgistingar, hágæða matur, ótrúleg útsýni og dýralíf gera upplifunina ógleymanlega og hverrar krónu virði.

Ævintýrið byrjar í Naíróbí í Keníu en þaðan fljúga gestirnir yfir til Masai Mara friðlandsins og fá að kynnast villtu dýralífi staðarins og Reteti fílaathvarfinu. Gestir heimsækja einnig Zambíu, Höfðaborg, Rúanda og Seychelles á þessu 24 daga ferðalagi um heimsálfuna og ferðast þeir með einkaþyrlu á milli allra þeirra glæsilegra gististaða sem boðið er upp á. 

View this post on Instagram

A post shared by Go2Africa (@go2africa)

View this post on Instagram

A post shared by Go2Africa (@go2africa)

View this post on Instagram

A post shared by Go2Africa (@go2africa)





mbl.is