Bjó til eigið „fyrsta farrými“ með plastrúllu

Furðulegt á ferðalögum | 19. júní 2023

Bjó til eigið „fyrsta farrými“ með plastrúllu

Farþegi nokkur hefur vakið mikla athygli á TikTok eftir að myndskeið af honum fór á flug, en í myndskeiðinu má sjá konu breyta heilli sætaröð í flugvél í eigið „fyrsta farrými“ með plastfilmu. 

Bjó til eigið „fyrsta farrými“ með plastrúllu

Furðulegt á ferðalögum | 19. júní 2023

Samsett mynd

Farþegi nokkur hefur vakið mikla athygli á TikTok eftir að myndskeið af honum fór á flug, en í myndskeiðinu má sjá konu breyta heilli sætaröð í flugvél í eigið „fyrsta farrými“ með plastfilmu. 

Farþegi nokkur hefur vakið mikla athygli á TikTok eftir að myndskeið af honum fór á flug, en í myndskeiðinu má sjá konu breyta heilli sætaröð í flugvél í eigið „fyrsta farrými“ með plastfilmu. 

Konan sem um ræðir segist hafa pantað þrjú sæti fyrir sjálfa sig, en svo virðist sem það hafi ekki verið alveg nóg svo hún ákvað að fara skrefinu lengra til að fá aukið næði í fluginu. Hún byrjaði að vefja sætisröðina með plastfilmu og bjó meira að segja til þak til að loka sig alveg af.

Að lokum kom áhafnameðlimur og lét hana vita að þetta væri ekki leyfilegt, en konan var allt annað en sátt við það og hélt því fram að fyrst hún hefði keypt öll þrjú sætin gæti hún gert hvað sem hún vildi. 

Hins vegar getur plastfilman ógnað öryggi konunnar og verið hindrun ef neyðarástand kæmi upp og því þurfti áhafnameðlimurinn að fjarlægja plastfilmuna hið snarasta. Þá hótaði konan að endurgera virkið og sagðist vera með auka plastrúllu með sér til vonar og varar.

Myndskeiðið hefur þegar fengið yfir 6,8 milljónir áhorfa, en þó nokkrir notendur hafa bent á að hún hefði eins getað keypt sér eitt sæti í fyrsta farrými í stað þess að kaupa þrjú í almennu farrými, svo ekki sé minnst á allar plastrúllurnar.

mbl.is