Ingi ætlar að ferðast hringinn með engan pening

Furðulegt á ferðalögum | 28. júlí 2023

Ingi ætlar að ferðast hringinn með engan pening

Tónlistarmaðurinn Ingi Bauer hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarna daga, en hann er staddur á ferðalagi í kringum landið með ekkert nema bakpoka. Hann þarf því að finna sniðugar lausnir til að redda sér fari á milli staða, mat, gistingu og pening. 

Ingi ætlar að ferðast hringinn með engan pening

Furðulegt á ferðalögum | 28. júlí 2023

Tónlistarmaðurinn Ingi Bauer er staddur á ferðalagi í kringum landið.
Tónlistarmaðurinn Ingi Bauer er staddur á ferðalagi í kringum landið. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Ingi Bauer hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarna daga, en hann er staddur á ferðalagi í kringum landið með ekkert nema bakpoka. Hann þarf því að finna sniðugar lausnir til að redda sér fari á milli staða, mat, gistingu og pening. 

Tónlistarmaðurinn Ingi Bauer hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarna daga, en hann er staddur á ferðalagi í kringum landið með ekkert nema bakpoka. Hann þarf því að finna sniðugar lausnir til að redda sér fari á milli staða, mat, gistingu og pening. 

„Ég ætla fara hringinn í kringum landið á morgun, núll krónur, má ekki kaupa mat, þarf að redda mér gistingu, þarf að vinna í einhverju fyrir pening, í traktor fyrir pening, ég veit það ekki maður,“ útskýrði Ingi í fyrsta TikTok myndbandinu sem birtist fyrir fjórum dögum. 

Síðan þá hefur hann leyft fylgjendum sínum að fylgjast með ferðalaginu sem byrjaði í Norðlingaholti í Reykjavík. Þar datt Ingi í lukkupottinn þar sem TikTok-stjarnan Ólafur Jóhann bauðst til að skutla honum á Selfoss. Þaðan fór hann á puttanum og hefur lent í hinum ýmsu ævintýrum á ferðalagi sínu, en hann virðist vera kominn á Stöðvarfjörð og hefur því ferðast 627 kílómetra á síðustu fjórum dögum.

@ingibauer Dagur 1 - HRINGFERÐIN MIKLA #fyp ♬ Rúlletta - ICEGUYS
@ingibauer Dagur 2 - HRINGFERÐIN MIKLA #fyp ♬ ALLAR STELPURNAR - PATRi!K
@ingibauer

Dagur 3 - HRINGFERÐIN MIKLA

♬ Helgi Björns - Ingi Bauer
mbl.is