Káf undir 10 sekúndum ekki glæpur

Ítalía | 14. júlí 2023

Káf undir 10 sekúndum ekki glæpur

Samfélagsmiðlar loga á Ítalíu eftir að húsvörður á sjötugsaldri, sem viðurkenndi að hafa káfað á sautján ára nemanda við skólann sem hann starfaði hjá, var sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni.

Káf undir 10 sekúndum ekki glæpur

Ítalía | 14. júlí 2023

Fjölda myndskeiða má finna á samfélagsmiðlum þar sem ákvörðun dómara …
Fjölda myndskeiða má finna á samfélagsmiðlum þar sem ákvörðun dómara er mótmælt. Mynd úr safni. AFP/Sergei Gapon

Samfélagsmiðlar loga á Ítalíu eftir að húsvörður á sjötugsaldri, sem viðurkenndi að hafa káfað á sautján ára nemanda við skólann sem hann starfaði hjá, var sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni.

Samfélagsmiðlar loga á Ítalíu eftir að húsvörður á sjötugsaldri, sem viðurkenndi að hafa káfað á sautján ára nemanda við skólann sem hann starfaði hjá, var sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni.

Dómurinn hefur vakið upp mikla reiði meðal Ítala sem hafa látið í sér heyra á samfélagsmiðlum.

BBC greinir frá en í umfjöllun miðilsins segir að atvikið, sem átti sér stað í skóla í Róm í apríl 2022, hefði verið kært til lögreglu. Krafðist saksóknari þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir 66 ára húsvörðinn.

Þegar atvikið átti sér stað var nemandinn, 17 ára stúlka, að ganga upp stiga. Í lýsingu stúlkunnar segir að hún hafi fundið hvernig buxur sínar fóru skyndilega niður og hönd snerti á sér rassinn og greip um nærföt sín. 

Játning húsvarðarins lá fyrir en hann hélt því fram að káfið hefði verið gert í gríni.

Stutt káf ekki glæpur

Í dóminum kemur fram að atvikið gæti ekki talist sem glæpur þar sem káfið stóð yfir skemur en tíu sekúndur.

Sýknan hefur vakið mikla reiði meðal Ítala sem hafa verið óhræddir við að tjá skoðanir sínar á samfélagsmiðlum. Virðist flestum þykja niðurstaðan fráleit og hafa myndskeið verið í dreifingu undir myllumerkinu #10secondi.

mbl.is