Á Portofino með fyrrverandi kærustunni

Ítalía | 29. júní 2023

Á Portofino með fyrrverandi kærustunni

Leikarinn Armie Hammer er kominn aftur í fang fyrrverandi kærustu sinnar, Lisu Perejma. Parið sást njóta lífsins í hinum huggulega sjávarbæ, Portofino á Ítalíu.

Á Portofino með fyrrverandi kærustunni

Ítalía | 29. júní 2023

Leikarinn Armie Hammer hefur fundið ástina í örmum fyrrverandi kærustu …
Leikarinn Armie Hammer hefur fundið ástina í örmum fyrrverandi kærustu sinnar. AFP

Leikarinn Armie Hammer er kominn aftur í fang fyrrverandi kærustu sinnar, Lisu Perejma. Parið sást njóta lífsins í hinum huggulega sjávarbæ, Portofino á Ítalíu.

Leikarinn Armie Hammer er kominn aftur í fang fyrrverandi kærustu sinnar, Lisu Perejma. Parið sást njóta lífsins í hinum huggulega sjávarbæ, Portofino á Ítalíu.

Hammer og Perejma kynntust í ársbyrjun 2021 á Cayman-eyjum, en þangað fluttist Hammer í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Slúðursögur fóru á flug um að hann ynni sem móttökuritari á hóteli á eyjunni. Perejma starfar sem aðstoðarmaður tannlæknis á Cayman-eyjum. Hammer og Perejma slitu sambandi sínu í febrúar 2022, en nú virðist sem ör Amors hafi hitt þau í hjartastað á ný.

Á myndum sem birtust á vefmiðlinum Page Six, virðist parið afar lukkulegt og sést kyssast og leiðast víðs vegar um götur Portofino.

Leikarinn var giftur Elizabeth Chambers, en hún sótti um skilnað árið 2020 eftir tíu ára hjónaband. Fyrrverandi hjónin eiga tvö börn, Harper, átta ára og Ford, sex ára.

mbl.is