Tjullið teppti útgönguleiðina

Ítalía | 1. júlí 2023

Tjullið teppti útgönguleiðina

Kjólar Christian Siriano eru þekktir fyrir það að vekja mikla athygli. Hannanir Siriano eru eftirsóttar af ríka og fræga fólkinu og fær hann oftar en ekki sumar af þekktustu stjörnum í heimi til þess að sitja fyrir í nýjustu hönnunum sínum.

Tjullið teppti útgönguleiðina

Ítalía | 1. júlí 2023

Alicia Silverstone er listagyðja Christian Siriano.
Alicia Silverstone er listagyðja Christian Siriano. Samsett mynd

Kjólar Christian Siriano eru þekktir fyrir það að vekja mikla athygli. Hannanir Siriano eru eftirsóttar af ríka og fræga fólkinu og fær hann oftar en ekki sumar af þekktustu stjörnum í heimi til þess að sitja fyrir í nýjustu hönnunum sínum.

Kjólar Christian Siriano eru þekktir fyrir það að vekja mikla athygli. Hannanir Siriano eru eftirsóttar af ríka og fræga fólkinu og fær hann oftar en ekki sumar af þekktustu stjörnum í heimi til þess að sitja fyrir í nýjustu hönnunum sínum.

Leikkonan Alicia Silverstone, sem margir þekkja sem Cher Horowitz úr kvikmyndinni Clueless, er góðvinkona Siriano, en hún tók þátt í tískumyndatöku fyrir vin sinn við Como-vatn á Ítalíu nú á dögunum.

Silverstone klæddist stórglæsilegum ferskjulituðum kjól sem var það efnismikill að leikkonan átti í stökustu vandræðum með að komast í gegnum dyrnar á glæsivillunni þar sem myndatakan fór fram.

Á miðvikudag birti Siriano myndir af leikkonunni, en þar sést þegar hún reynir að smokra sér inn um dyrnar í þessari heljarstóru hönnun.

Liðsmenn í starfsteymi Siriano mátuðu einnig kjólinn og sátu fyrir á nokkrum myndum. 

mbl.is