Nýtur tímans ásamt góðum vinum á Ítalíu

Ítalía | 19. ágúst 2023

Nýtur tímans ásamt góðum vinum á Ítalíu

Leikkonan Shannen Doherty, sem barist hefur fyrir lífi sínu síðustu ár, sást njóta sumarblíðunnar og samveru góðra vina í verðskulduðu fríi á Ítalíu. 

Nýtur tímans ásamt góðum vinum á Ítalíu

Ítalía | 19. ágúst 2023

Leikkonan Shannen Doherty naut góðra stunda um borð í snekkju …
Leikkonan Shannen Doherty naut góðra stunda um borð í snekkju á Ítalíu. AFP

Leikkonan Shannen Doherty, sem barist hefur fyrir lífi sínu síðustu ár, sást njóta sumarblíðunnar og samveru góðra vina í verðskulduðu fríi á Ítalíu. 

Leikkonan Shannen Doherty, sem barist hefur fyrir lífi sínu síðustu ár, sást njóta sumarblíðunnar og samveru góðra vina í verðskulduðu fríi á Ítalíu. 

Doherty, sem er líklegast hve þekktust fyrir hlutverk sitt í unglingaþáttunum Beverly Hills, 90210, er stödd í hinu yndislega og sögulega sjávarþorpi Nerano á Ítalíu. Leikkonan var mynduð um borð í snekkju og virtist hún afslöppuð og í góðu skapi. Doherty sást dansa og sötra ljúffenga kokteila um borð ásamt vinum sínum á mánudag. 

Leikkonan hefur undanfarin ár háð erfiða baráttu við fjórða stigs brjóstakrabbamein. Doherty hefur verið afar opinská um veikindi sín og deilt sögu sinni í viðtölum og með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. 

Doherty er þrískilin, en hún skildi við Kurt Iswarienko eftir 11 ára hjónaband fyrr á þessu ári. 

mbl.is