Tara Sif og Elfar gifta sig á Ítalíu

Ítalía | 11. ágúst 2023

Tara Sif og Elfar gifta sig á Ítalíu

Tara Sif Birgisdóttir, löggiltur fasteignasali og dansari, mun ganga að eiga unnusta sinn, lögfræðinginn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, í annað sinn á morgun. Vinir, vandamenn og þekktir íslenskir áhrifavaldar eru samankomnir á Ítalíu til þess að gleðjast með parinu. 

Tara Sif og Elfar gifta sig á Ítalíu

Ítalía | 11. ágúst 2023

Veisluhöldin eru þegar hafin hjá brúðhjónunum og gestum þeirra.
Veisluhöldin eru þegar hafin hjá brúðhjónunum og gestum þeirra. Samsett mynd

Tara Sif Birgisdóttir, löggiltur fasteignasali og dansari, mun ganga að eiga unnusta sinn, lögfræðinginn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, í annað sinn á morgun. Vinir, vandamenn og þekktir íslenskir áhrifavaldar eru samankomnir á Ítalíu til þess að gleðjast með parinu. 

Tara Sif Birgisdóttir, löggiltur fasteignasali og dansari, mun ganga að eiga unnusta sinn, lögfræðinginn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, í annað sinn á morgun. Vinir, vandamenn og þekktir íslenskir áhrifavaldar eru samankomnir á Ítalíu til þess að gleðjast með parinu. 

Brúðkaupið fer fram í smábænum Castel Gandolfo, en bærinn er þekktur sem einn af fallegustu bæjum á Ítalíu og má því segja að hann sé fullkomin umgjörð fyrir brúðkaup. 

Meðal gesta eru þær Birgitta Líf Björnsdóttir og besta vinkona brúðarinnar, Sandra Björg Helgadóttir. Báðar hafa þær deilt myndum frá Ítalíu og sýndu meðal annars frá vínsmökkun sem brúðhjónin buðu gestum sínum upp á í fögrum garði undir björtum himni. 

Tara Sif og Elfar trúlofuðu sig í ársbyrjun 2022 eftir tæplega tíu ára samband þegar Elfar fór á skeljarnar á Kistufelli.

Parið tók skyndiákvörðun í Bandaríkjaferð nokkrum mánuðum síðar og gekk í hjónaband í lítilli kapellu í Las Vegas, en þá settu þau upp litríka sælgætishringa. Nýbökuðu hjónin tilkynntu þó fjölskyldu og vinum að alvöru brúðkaup og fögnuður væri í vændum á Ítalíu. 

mbl.is