Þurfti að smala ferðamönnum daglega

Á myndinni til vinstri má sjá hvernig svæðið leit út ...
Á myndinni til vinstri má sjá hvernig svæðið leit út snemma í vor er ákveðið var að loka því. Á þeirri til hægri má sjá hverju friðunin hefur skilað og lagfæringar á stígum sem enn standa yfir. Ljósmyndir/Umhverfisstofnun

Landvörður í Fjaðrárgljúfrum hefur bókstaflega þurft að smala ferðamönnum út af svæðinu á hverjum morgni síðustu vikur. Umhverfisstofnun þurfti að grípa til þess ráðs um miðjan mars að loka því vegna gróðurskemmda. Á morgun verður það opnað að nýju og geta því ferðamennirnir með góðri samvisku skoðað þessa mögnuðu náttúrusmíð. Á morgun verður gönguleiðin um Skógaheiði, ofan Skógafoss, einnig opnuð á nýjan leik. Þar með geta göngugarpar nú notið þess að skoða fossaröðina í Skógá á leið sinni yfir Fimmvörðuháls.

„Það hefur unnist heilmikið með því að loka Fjaðrárgljúfrum,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is. Gróðurskemmdir hafi verið orðnar töluverðar í vor og í óefni hefði stefnt ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða. „Svæðið hefur fengið þann frið sem það þurfti til að jafna sig. En þetta hefur verið mjög mikil vinna hjá landverði á svæðinu. Hann hefur byrjað á því á hverjum einasta morgni að reka fólk út af því. Það er því miður þannig að ef ekki er starfsmaður á svæðinu, eins og á kvöldin og nóttunni, þá hafa margir hiklaust farið um það.“

Hvenær fer landvörðurinn heim?

Segir Ólafur ferðamenn m.a. bera því við að þeir séu komnir langt að og hafi m.a. komið hingað í þeim tilgangi að berja Fjaðrárgljúfur augum. „Oft veit þetta fólk alveg upp á sig skömmina. Það hefur þurft að fara yfir keðju og fram hjá stóru skilti með upplýsingum um lokunina. Það hefur jafnvel spurt landvörðinn hvenær hann fari. En sjálfsagt eru líka einhverjir í þessum hópi sem ekki hafa vitað betur. En það er því miður þannig að allt of margir virða ekki þessar lokanir.“

Fjaðrárgljúfur eru einstök náttúrusmíð.
Fjaðrárgljúfur eru einstök náttúrusmíð. Af Wikipedia

Ólafur segir að nú sé unnið að bráðabirgðalagfæringum á innviðum á svæðinu. Þannig sé verið að bera í göngustíga og laga úrrennsli. En betur má ef duga skal og segir Ólafur fullljóst að fara þurfi í frekari uppbyggingu ef tryggja á að ekki þurfi að loka svæðinu aftur næsta vor. „Það er stefnt að því að fara í meiri viðgerðir á efra svæðinu fljótlega. Þar liggur göngustígur að gljúfrinu frá bílastæði. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir algjörlega lokun á næsta ári. En Umhverfisstofnun hefur ekki fengið fjármagn til að fara í uppbyggingu á innviðum á svæðinu í heild svo að hægt verði að halda því öllu opnu ef aðstæður eins og þær sem urðu í vor, er klaki var að fara úr jörðu, myndast aftur.“

Forn og falleg gljúfur

Gríðarlegur áhugi er meðal ferðamanna á Fjaðrárgljúfrum sem eru í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs. Að hluta til skýrist hann af því að kanadíska poppstjarnan Justin Bieber fór þar um, birti af sér myndir og tók upp myndband að hluta. Ekki er ósennilegt að um hálf milljón manna hafi barið gljúfrið augum á síðasta ári.

Fjaðrárgljúfur er um 100 metra djúpt og um tveggja kílómetra langt. Á botni þess má finna um tveggja milljóna ára gamalt berg frá kuldaskeiðum ísaldar. Gljúfrið sjálft er talið hafa myndast fyrir um 9.000 árum.

Fjaðrá, sem rennur um gljúfrið, á upptök sín í Geirlandshrauni. Hún fellur að lokum í Skaftá.

mbl.is

Innlent »

Skákmenn þjálfa hugann vikulega í TR

22:25 Atskákmót hafa verið fátíð hér á landi undanfarin ár og því fór Taflfélag Reykjavíkur að efna til vikulegra atskákmóta í húsakynnum félagsins. Mótin byrjuðu í mars sl. og hafa fengið mjög góðar viðtökur. Meira »

Meiriháttar vegaframkvæmdir á Akureyri

21:45 Miklar framkvæmdir standa yfir á þungum umferðaræðum á Akureyri, bæði við Glerárgötu og Þórunnarstræti. Framkvæmdirnar hófust um mánaðamótin. Meira »

Nálgunarbann vegna dreifingar nektarmynda

21:40 Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þegar konan vísaði manninum af heimilinu sparkaði hann í hana, hellti yfir hana mjólk og sendi nektarmyndir af henni á yfir 200 netföng. Meira »

Konur með alvarlegri þrengsl í ósæðarloku

21:01 Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsl í ósæðarloku hjartans en karlar er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna og nemenda við HÍ. Meira »

90% með hjálm á hjóli

20:33 90% hjólreiðafólks hjólar með hjálm á höfði. Þriðjungur klæðist sýnileikafatnaði sérstökum, eins og endurskinsflíkum.  Meira »

Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði

20:17 Lilja Dögg mennta- og menningarmálaráðherra mælir senn fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi. Hún segir að til greina komi að taka RÚV af auglýsingamarkaði og bæta tekjutapið með öðrum hætti. Meira »

Fögnuðu 25 ára afmæli EES-samningsins

19:39 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undirstrikaði sameiginlegan skilning á upptöku þriðja orkupakkans á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag og skoraði á ESB að fella niður tolla á íslenskar sjávarafurðir. Meira »

Menn vilja fara með löndum

19:12 Forsætisnefnd Alþingis mun gefa sér góðan tíma til að kanna hvaða afstaða verði tekin til álits siðanefndar um að Þórhildur Sunna hafi brotið gegn siðareglum þingsins. Greinargerð Þórhildar var lögð fyrir á fundi forsætisnefndar í morgun. Meira »

Losunin frá flugi allt að þrefalt meiri

18:59 Heildarlosun hjá íslenskum flugrekendum er líklega tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau rúm 820 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem gerð hafa verið upp fyrir flug innan EES ríkja á síðasta ári. Þetta segir Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Meira »

Plast á víð og dreif um urðunarstöð

18:40 Í myndskeiði af urðunarstöð í Fíflholti á Mýrum má sjá plast á víð og dreif. Framkvæmdastjóri urðunarstöðvarinnar segir að það sé vanalegt en að það sé engu að síður vandamál. Meira »

14.500 tonna aukning verði í áföngum

18:29 Skipulagsstofnun telur að efni séu til að kveða á um að framleiðsluaukning laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði verði gerð í áföngum. Framleiðslan verði þannig aukin í skrefum og að reynsla af starfseminni og niðurstöður vöktunar stýri ákvörðunum um að auka framleiðslu frekar. Meira »

Spyr hvort þvinga eigi orkupakkann í gegn

18:21 Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar furðuðu sig á því að umræða um útlendinga og lagafrumvarp dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd og brottvísunartilskipun hafi verið tekið af dagskrá þingfundar, einungis rúmum klukkutíma eftir að greidd voru atkvæði um dagskrá þingfundar. Meira »

„Allir bestu vinir á Múlalundi“

17:52 „Það eru allir bestu vinir á Múlalundi, þetta er svo góður félagsskapur,“ segir Þórir Gunnarsson, starfsmaður á Múlalundi en vinnustofan fagnar nú 60 ára afmæli. Vinnustaðurinn leikur stórt hlutverk í lífi margra og fjölmargir gestir mættu í afmælisveislu sem haldin var í dag. Meira »

Endurupptökubeiðnin hefur verið send

17:04 Íslenska ríkið hefur sent yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu beiðni um að Landsréttarmálið svokallaða verði endurskoðað. Ekki verður gripið til frekari aðgerða í málinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort yfirdeild MDE taki málið upp að nýju. Meira »

Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra

16:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur að því, í óundirbúnum fyrirspurnatíma, hvernig Katrín ætlaði að beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar fyrir því að „úrtöluraddir um þátttöku Íslands í dýrmætu alþjóðasamstarfi“ næðu ekki yfirhöndinni með „vafasömum áróðri“. Meira »

Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

16:24 Efnahagshrunið hafði áhrif á hjartaheilsu Íslendinga. Bæði hjá körlum og konum en meiri hjá körlum. Áhrifin voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveimur árum eftir hrun. Meira »

Halldór Blöndal endurkjörinn formaður SES

16:11 Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, var endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna á aðalfundur SES sem fram fór 8. maí síðastliðinn. Halldór hefur setið sem formaður SES síðan árið 2009. Meira »

Ein málsástæðna Sigurjóns nóg

15:55 Einungis er tekin afstaða til einnar af mörgum málsástæðum sem endurupptökubeiðandinn Sigurjón Þorvaldur Árnason teflir fram í beiðnum hans um endurupptöku vegna hæstaréttarmála sem hann var dæmdur í í október 2015 og febrúar 2016. Meira »

Breytt fjölmiðlafrumvarp lagt fram

15:35 Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur verið lagt fram á Alþingi. Ráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að nokkru frábrugðið frumdrögum þess á fyrri stigum málsins. Meira »
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 210.000 km...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Smart sumarföt, fyrir smart konur
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...