5 heillandi eignir í Reykjavík sem kosta undir 90 milljónir

Heimili | 28. apríl 2024

5 heillandi eignir í Reykjavík sem kosta undir 90 milljónir

Á fasteignavef mbl.is eru á sölu fjölbreyttar eignir í Reykjavík, allt frá minni stúdíóíbúðum yfir í gríðarstór einbýlishús. Smartland tók saman lista yfir fimm fantaflottar eignir sem kosta undir 90 milljónir og eru staðsettar í Reykjavík, en þær eiga það allar sameiginlegt að búa yfir miklum sjarma.

5 heillandi eignir í Reykjavík sem kosta undir 90 milljónir

Heimili | 28. apríl 2024

Á listanum finnur þú fimm sjarmerandi eignir í Reykjavík sem …
Á listanum finnur þú fimm sjarmerandi eignir í Reykjavík sem kosta undir 90.000.000 krónur. Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is eru á sölu fjölbreyttar eignir í Reykjavík, allt frá minni stúdíóíbúðum yfir í gríðarstór einbýlishús. Smartland tók saman lista yfir fimm fantaflottar eignir sem kosta undir 90 milljónir og eru staðsettar í Reykjavík, en þær eiga það allar sameiginlegt að búa yfir miklum sjarma.

Á fasteignavef mbl.is eru á sölu fjölbreyttar eignir í Reykjavík, allt frá minni stúdíóíbúðum yfir í gríðarstór einbýlishús. Smartland tók saman lista yfir fimm fantaflottar eignir sem kosta undir 90 milljónir og eru staðsettar í Reykjavík, en þær eiga það allar sameiginlegt að búa yfir miklum sjarma.

Ægisgata 10

Við Ægisgötu í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu glæsileg 94 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1954. Eignin hefur verið innréttuð á sjarmerandi máta og státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Ásett verð er 79.500.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Ægisgata 10

Eignin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta.
Eignin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta. Samsett mynd

Sörlaskjól 58

Við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu skemmtileg 106 fm hæð í húsi sem reist var árið 1947, en með hæðinni fylgir bílskúr sem breytt hefur verið í stúdíóíbúð. Eignin státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Frá húsinu er fallegt óhindrað útsýni til sjávar og suður yfir Álftanes. 

Ásett verð er 85.900.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Sörlaskjól 58

Íbúðin er björt og opin með fallegum húsmunum.
Íbúðin er björt og opin með fallegum húsmunum. Samsett mynd

Njálsgata 4A

Við Njálsgötu í Miðbæ Reykjavíkur er til sölu falleg 78 fm íbúð með sérinngangi í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1925. Íbúðin ert björt og opin með skandinavísku yfirbragði, en þar eru eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. 

Ásett verð er 69.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Njálsgata 4A

Ljósir tónar eru í forgrunni í íbúðinni sem er með …
Ljósir tónar eru í forgrunni í íbúðinni sem er með skandinavískum blæ. Samsett mynd

Háaleitisbraut 50

Við Háaleitisbraut í Reykjavík er til sölu björt 99 fm íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1963. Íbúðin er með retró-stemningu og nútímalegu yfirbragði, en hún státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Ásett verð er 74.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Háaleitisbraut 50

Það er retró-stemning í íbúðinni sem er björt og opin.
Það er retró-stemning í íbúðinni sem er björt og opin. Samsett mynd

Njálsgata 20

Við Njálsgötu í miðbæ Reykjavíkur er til sölu heillandi 74 fm hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1952. Aukin lofthæð og flotuð gólf gefa eigninni mikinn sjarma, en frá henni er einnig glæsilegt útsýni til sjávar og fjalla. Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi eru á hæðinni. 

Ásett verð er 74.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Njálsgata 20

Íbúðin hefur verið innréttuð í skemmtilegum og fallegum stíl.
Íbúðin hefur verið innréttuð í skemmtilegum og fallegum stíl. Samsett mynd
mbl.is