Brynja og Þórhallur selja eitt sætasta húsið í bænum

Heimili | 28. apríl 2024

Brynja og Þórhallur selja eitt sætasta húsið í bænum

Brynja Nordquist, fyrirsæta og fyrrverandi flugfreyja hjá Icelandair, og Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og ráðgjafi, hafa sett sitt sæta hús á sölu. Um er að ræða bárujárnsklætt hús við Nýlendugötu í Reykjavík sem býr yfir ríkulegri sögu. 

Brynja og Þórhallur selja eitt sætasta húsið í bænum

Heimili | 28. apríl 2024

Brynja Nordquist og Þórhallur Gunnarsson hafa sett sæta húsið sitt …
Brynja Nordquist og Þórhallur Gunnarsson hafa sett sæta húsið sitt á sölu. Samsett mynd

Brynja Nordquist, fyrirsæta og fyrrverandi flugfreyja hjá Icelandair, og Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og ráðgjafi, hafa sett sitt sæta hús á sölu. Um er að ræða bárujárnsklætt hús við Nýlendugötu í Reykjavík sem býr yfir ríkulegri sögu. 

Brynja Nordquist, fyrirsæta og fyrrverandi flugfreyja hjá Icelandair, og Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og ráðgjafi, hafa sett sitt sæta hús á sölu. Um er að ræða bárujárnsklætt hús við Nýlendugötu í Reykjavík sem býr yfir ríkulegri sögu. 

Húsið er á þremur hæðum og inniheldur kjallara, hæð og ris og hafa hjónin nostrað við húsið á sinn smekklega hátt. Hvíti liturinn er áberandi í húsinu sem er panelklætt að innan að töluverðu leiti. Búið er að mála allt tréverkið hvítt og svo eru ljós húsgögn áberandi á heimilinu. 

Húsið við Nýlendugötu var reist 1906.
Húsið við Nýlendugötu var reist 1906.

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting og nettur tangi sem eykur vinnupláss í eldhúsinu. 

Húsið er 145 fm að stærð og var reist 1906. Fyrsti eigandi þess var Jóhannes Guðmundsson skipstjóri. Húsið er hluti af þeirri byggð sem reis norðan Vesturgötu í kringum aldamótin 1900. Þótt húsið hafi verið gert upp og endurnýjað þá fellur það vel að götumynd Nýlendugötunnar og er ekkert sem stingur í stúf. Það hefur haldið upphaflegri gerð og þess gætt að eyðileggja ekki sjarmann þótt það hafi verið lagað. 

Veggirnir eru hvítmálaðir með mismunandi áferð. Sumir eru hlaðnir en …
Veggirnir eru hvítmálaðir með mismunandi áferð. Sumir eru hlaðnir en aðrir panelklæddir.
Horft úr stofu inn í eldhúsið.
Horft úr stofu inn í eldhúsið.

Í kringum húsið er fallegur garður sem hjónin hafa hugsað vel um og má þá nefna verönd sem er fallega smíðuð. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Nýlendugata 24

mbl.is