10 hlutir sem fríska upp á heimilið

Heimili | 25. janúar 2024

10 hlutir sem fríska upp á heimilið

Nú styttist í annan endann á janúar og dagarnir eru blessunarlega farnir að lengjast. Það þurfti ekki nema nokkra sólargeisla í byrjun vikunnar til að færa aukinn kraft og gleði í landann, enda eru það oft litlu hlutirnir sem gefa lífinu lit. 

10 hlutir sem fríska upp á heimilið

Heimili | 25. janúar 2024

Óskalisti vikunnar ætti að hitta beint í mark hjá fagurkerum!
Óskalisti vikunnar ætti að hitta beint í mark hjá fagurkerum! Samsett mynd

Nú styttist í annan endann á janúar og dagarnir eru blessunarlega farnir að lengjast. Það þurfti ekki nema nokkra sólargeisla í byrjun vikunnar til að færa aukinn kraft og gleði í landann, enda eru það oft litlu hlutirnir sem gefa lífinu lit. 

Nú styttist í annan endann á janúar og dagarnir eru blessunarlega farnir að lengjast. Það þurfti ekki nema nokkra sólargeisla í byrjun vikunnar til að færa aukinn kraft og gleði í landann, enda eru það oft litlu hlutirnir sem gefa lífinu lit. 

Það sama má segja þegar kemur að heimilinu, en það eru oftar en ekki smáatriðin sem gera gæfumuninn og skapa skemmtilega stemningu. Það er því tilvalið að nýta kraftinn frá sólargeislum vikunnar í að fríska upp á heimilið, en á óskalista vikunnar finnur þú tíu vel valda hluti sem hjálpa þér við það!

Vasi eða listaverk?

Þessi fallegi vasi eftir Anissu Kermiche er á óskalista margra fagurkera, enda einstakur og formfagur vasi sem fegrar hvaða rými sem er. 

Loce Handles vasinn eftir Anissu Kermiche fæst í Norr11 og …
Loce Handles vasinn eftir Anissu Kermiche fæst í Norr11 og kostar 66.490 kr. Ljósmynd/Norr11.is

Augnakonfekt!

Þó svo dagarnir séu farnir að lengjast getum við enn búist við köldum tölum í veðurkortunum. Þá er fátt betra en að hella sér upp á gott te og að sjálfsögðu skemmir ekki að hella því úr svona fallegum tekatli!

Teketill með síu fæst í Hringur Verzlun og kostar 19.900 …
Teketill með síu fæst í Hringur Verzlun og kostar 19.900 kr. Ljósmynd/Overzlun.is

Litagleði!

Það er auðvelt að gefa baðherberginu ferskan blæ með þessum litríku handklæðum frá Naram. 

Litrík gestahandklæði frá Naram fást hjá Purkhús og kosta 3.690 …
Litrík gestahandklæði frá Naram fást hjá Purkhús og kosta 3.690 kr. Ljósmynd/Purkhus.is

Fjölhæf mubla!

Fagurfræði og notagildi mætast í þessum skemmtilega hægindastól frá Karup Design. Hann býður upp á þrjú form – hægindastóll með pullu fyrir fætur, dýnu þegar hann er tekinn í sundur eða háa sessu þegar hann er brotinn saman. 

Hægindastóll frá Karup Design fæst hjá Rokyo og kostar 119.990 …
Hægindastóll frá Karup Design fæst hjá Rokyo og kostar 119.990 kr. Ljósmynd/Rokyo.is

Kósí!

Notaleg motta getur breytt stemningunni úr því að vera köld yfir í að vera hlýleg og notaleg í hvaða rými sem er. Svo er extra notalegt að stíga niður á mjúka mottu á veturna þegar það er kuldi í manni!

Gólfmotta frá Jotex fæst hjá Myrk Store og kostar frá …
Gólfmotta frá Jotex fæst hjá Myrk Store og kostar frá 79.992 - 119.992 kr. Ljósmynd/Myrkstore.is

Íslenskur ilmur!

Janúar er mánuður kertaljósa, enda fátt sem toppar það að kveikja á góðum ilmkertum í gulri viðvörun. Þessi ilmur er handgerður á Íslandi með grunntónum af melgresi, mosa, krækiberjalyngi og þangi.

Ilmkerti frá Hvammsvík fæst í Mikado og kostar 8.890 kr.
Ilmkerti frá Hvammsvík fæst í Mikado og kostar 8.890 kr. Ljósmynd/Mikado.is

Tímalaust efni!

Fallegur borðdúkur er ómissandi á öll heimili, en hör-áferðin á þessum fallega dúk skapar afar hlýlega stemningu og er tímalaust.

Hör borðdúkur frá Tell me more fæst hjá Dimm og …
Hör borðdúkur frá Tell me more fæst hjá Dimm og kostar 22.990 kr. Ljósmynd/Dimm.is

Hvernig standa ruslamálin?

Ruslamálin voru á brennidepli árið 2023 þegar flokkunartunnum fjölgaði á heimilum. Ert þú búin að fresta ruslamálunum aðeins of lengi? Þá er tilvalið að nýta kraftinn frá sólargeislum vikunnar í að græja flokkunarmálin á heimilinu – til dæmis með þessari flottu tunnu frá House Doctor!

Ruslafata frá House Doctor fæst í Fakó og kostar 17.895 …
Ruslafata frá House Doctor fæst í Fakó og kostar 17.895 kr. Ljósmynd/Fako.is

Karakter!

Málning getur gert kraftaverk fyrir rými! Ekki síður ef hún er með skemmtilegri áferð eins og kalkmálningin.

Kalkmálning fæst í Sérefni.
Kalkmálning fæst í Sérefni. Ljósmynd/Serefni.is

Bókaást!

Fagurkerar virðast heillast meira að ákveðinni tegund af bókum en annarri – en það eru bækur sem eru með góðu innihaldi og eru fallegar. Þessi ætti því að hitta beint í mark!

Bókin fæst í Epal og kostar 8.800 kr.
Bókin fæst í Epal og kostar 8.800 kr. Ljósmynd/Epal.is
mbl.is