10 hlutir sem hjálpa þér að bæta heilsuna á nýju ári

Heimili | 4. janúar 2024

10 hlutir sem hjálpa þér að bæta heilsuna á nýju ári

Árið 2024 er gengið í garð og hafa eflaust margir sett sér háleit markmið fyrir árið. Þótt það séu ekki allir sem strengja áramótaheit þá eru margir sem nýta þessi kaflaskipti í að skerpa á því sem betur má fara, ekki síst þegar kemur að heilsunni og lífsstílnum.

10 hlutir sem hjálpa þér að bæta heilsuna á nýju ári

Heimili | 4. janúar 2024

Samsett mynd

Árið 2024 er gengið í garð og hafa eflaust margir sett sér háleit markmið fyrir árið. Þótt það séu ekki allir sem strengja áramótaheit þá eru margir sem nýta þessi kaflaskipti í að skerpa á því sem betur má fara, ekki síst þegar kemur að heilsunni og lífsstílnum.

Árið 2024 er gengið í garð og hafa eflaust margir sett sér háleit markmið fyrir árið. Þótt það séu ekki allir sem strengja áramótaheit þá eru margir sem nýta þessi kaflaskipti í að skerpa á því sem betur má fara, ekki síst þegar kemur að heilsunni og lífsstílnum.

Fyrsti óskalisti ársins inniheldur tíu vörur sem munu hjálpa þér að setja heilsuna í fyrsta sæti go ná markmiðum þínum í ár, hvort sem það er að hreyfa þig meira, vera duglegri að elda heima eða huga að andlegu hliðinni.

Meiri hreyfing!

Það er algengt að líkamsræktarstöðvarnar fyllist í janúar af metnaðarfullu fólki sem ætlar að taka heilsuna í gegn á nýju ári. Þá er mikilvægt að eiga góðar buxur til að hreyfa sig í, en þessar buxur frá On henta líka fyrir þá sem ætla að hreyfa sig úti þar sem þær eru extra hlýjar!

Performance Winter íþróttabuxur frá On fást í Sportvörum og kosta …
Performance Winter íþróttabuxur frá On fást í Sportvörum og kosta 19.990 kr. Ljósmynd/Sportvorur.is

Skipulag númer eitt, tvö og þrjú!

Lykillinn að árangri leynist oft í skipulaginu, en það virðist hreinlega vera auðveldara að gera hlutina ef maður er búinn að skrifa þá niður. Þá er gott að eiga góða skipulagsbók, en þessi er ekki bara meðfærileg heldur líka hrikalega falleg!

Skipulagsbók frá Notem Studio fæst hjá La Boutique Design og …
Skipulagsbók frá Notem Studio fæst hjá La Boutique Design og kostar 2.990 kr. Ljósmynd/Laboutiquedesign.is

Fyrir veskið og heilsuna!

Það er algengt markmið að elda meira heima á nýju ári, enda getur það verið gott bæði fyrir peningaveskið og heilsuna. Þá er ómissandi að eiga góðar pönnur!

Stálpönnur frá Combekk fást hjá Verma og kosta frá 9.900 …
Stálpönnur frá Combekk fást hjá Verma og kosta frá 9.900 - 14.900 kr. Ljósmynd/Verma.is

Uppáhald Íslendinga!

Sundlaugar eru í miklu uppáhaldi hjá okkur Íslendingum, enda er það mikil heilsubót að skella sér í sund. Þú færð útiveru út úr því, getur synt og fengið þannig hreyfingu út úr því og farið í gufu fyrir hjarta- og æðakerfið! Er þá ekki tilvalið að fá sér trylltan sundbol?

Sundbolur frá Wagtail kostar 14.990 kr.
Sundbolur frá Wagtail kostar 14.990 kr. Ljósmynd/Wagtail.is

Poppaði upp vatnsdrykkjuna!

Margir ætla að drekka meira vatn á nýju ári eða minnka það að fá sér gos með sykri eða gervisætu. Sódavatnstæki getur hjálpað í báðum tilvikum – svo skemmir ekki fyrir að hafa tækið fallegt, en Aarke-sódavatnstækið er mikið heimilisprýði!

Sódatæki frá Aarke fæst hjá Kúnígúnd og kostar 29.995 kr.
Sódatæki frá Aarke fæst hjá Kúnígúnd og kostar 29.995 kr. Ljósmynd/Aarke.com

Hlýtt og smart fyrir útivistina!

Útivera getur gert kraftaverk fyrir heilsuna, enda fátt jafn nærandi og að anda að sér frísku lofti í náttúrunni. Þessi hlýji langermabolur er ómissandi fyrir útivistina, en hann er bæði hlýr og smart!

Ribbed Wool langermapeysa frá Aim'n fæst hjá Wodbúð og kostar …
Ribbed Wool langermapeysa frá Aim'n fæst hjá Wodbúð og kostar 11.990 kr. Ljósmynd/Wodbud.is

Auðveldaðu morgnana!

Það getur verið erfitt að koma sér í rútínu eftir hátíðirnar. Flott og hagnýt vekjaraklukka getur þó hjálpað til!

Vekjaraklukka frá Lexon fæst hjá Ormsson og kostar 6.990 kr.
Vekjaraklukka frá Lexon fæst hjá Ormsson og kostar 6.990 kr. Ljósmynd/Ormsson.is

Fyrir nestið!

Það er algjör snilld að útbúa nesti fyrir skólann eða vinnuna, en rétt eins og með eldamennskuna þá er það bæði gott fyrir veskið og heilsuna!

Nestisbox frá W&P fæst hjá Akkúrat og kostar 3.290 kr.
Nestisbox frá W&P fæst hjá Akkúrat og kostar 3.290 kr. Ljósmynd/Akkurat.store

Settu andlegu heilsuna í fyrsta sæti!

Það er ekki síður mikilvægt að huga að andlegu heilsunni á nýju ári, en hugleiðsla getur verið frábært tól til að minnka streitu og bæta líðan. Þá er tilvalið að næla sér í góðan hugleiðslupúða til að gera hugleiðsluna enn notalegri!

Hugleiðslupúði frá Asanas fæst hjá Systrasamlaginu og kostar 18.500 kr.
Hugleiðslupúði frá Asanas fæst hjá Systrasamlaginu og kostar 18.500 kr. Ljósmynd/The-asanas.com

Fyrir hlaupin!

Það er eitthvað svo heillandi við þá tilhugsun að fara út að hlaupa þegar fer að hlýna, en það er hins vegar erfitt að koma sér af stað. Það er því tilvalið að byrja að æfa sig núna til að geta átt gott hlaupasumar!

Hlaupaskór frá Hoka fást í Sportís og kosta 31.990 kr.
Hlaupaskór frá Hoka fást í Sportís og kosta 31.990 kr. Ljósmynd/Sportis.is
mbl.is