23 fm krúttbústaður í Húsafelli

Heimili | 24. mars 2024

23 fm krúttbústaður í Húsafelli

Við Kiðárbotna í landi Húsafells stendur snotur 23 fm sumarbústaður sem reistur var árið 1980. Húsafell er eftirsótt svæði með fallegum gönguleiðum og stutt í náttúruperlur á borð við Langjökul, Arnarvatnsheiði og Hraunfossa. 

23 fm krúttbústaður í Húsafelli

Heimili | 24. mars 2024

Ásett verð er 17,9 milljónir.
Ásett verð er 17,9 milljónir. Samsett mynd

Við Kiðárbotna í landi Húsafells stendur snotur 23 fm sumarbústaður sem reistur var árið 1980. Húsafell er eftirsótt svæði með fallegum gönguleiðum og stutt í náttúruperlur á borð við Langjökul, Arnarvatnsheiði og Hraunfossa. 

Við Kiðárbotna í landi Húsafells stendur snotur 23 fm sumarbústaður sem reistur var árið 1980. Húsafell er eftirsótt svæði með fallegum gönguleiðum og stutt í náttúruperlur á borð við Langjökul, Arnarvatnsheiði og Hraunfossa. 

Sumarbústaðurinn stendur á 1.200 fm gróinni leigulóð og er aðkoman að honum afar sjarmerandi, en bústaðurinn sjálfur er svartmálaður með hvítum gluggakörmum og þakkanti.

Við húsið er snyrtilegur pallur með notalegri aðstöðu til að sitja á og heitum potti, en við húsið er einnig að finna geymsluskúr.

Bústaðurinn er afar sjarmerandi með snyrtilegum palli og heitum potti.
Bústaðurinn er afar sjarmerandi með snyrtilegum palli og heitum potti. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Húsafell er sannkölluð paradís!
Húsafell er sannkölluð paradís! Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Stórir gluggar og aukin lofthæð 

Gengið er inn í bjart og opið alrými í bústaðnum, en þar er stofa, lítið eldhús og borðkrókur. Stórir gluggar prýða rýmið og aukin lofthæð setur punktinn yfir i-ið.

Panill á veggjum hefur verið málaður í fallegum gráum lit og loftið í hvítum lit sem gefur bústaðnum stílhreint yfirbragð. Í húsinu eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi, þar af er svefnloft.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kiðárbotnar 14

Alrýmið er bjart með góðum gluggum og aukinni lofthæð.
Alrýmið er bjart með góðum gluggum og aukinni lofthæð. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is