„Þessar æfingar gera það að verkum að ég er léttari á mér“

Heilsurækt | 29. janúar 2024

„Þessar æfingar gera það að verkum að ég er léttari á mér“

Bára Guðmundsdóttir er 79 ára gömul og í fantaformi. Hún mætir alltaf í leikfimi í Kramhúsinu þar sem hún æfir undir styrkri handleiðslu Ásdísar Halldórsdóttur. Hópurinn heitir Bein í baki og er fyrir eldri konur.

„Þessar æfingar gera það að verkum að ég er léttari á mér“

Heilsurækt | 29. janúar 2024

Bára Magnúsdóttir æfir leikfimi í Kramhúsinu.
Bára Magnúsdóttir æfir leikfimi í Kramhúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bára Guðmundsdóttir er 79 ára gömul og í fantaformi. Hún mætir alltaf í leikfimi í Kramhúsinu þar sem hún æfir undir styrkri handleiðslu Ásdísar Halldórsdóttur. Hópurinn heitir Bein í baki og er fyrir eldri konur.

Bára Guðmundsdóttir er 79 ára gömul og í fantaformi. Hún mætir alltaf í leikfimi í Kramhúsinu þar sem hún æfir undir styrkri handleiðslu Ásdísar Halldórsdóttur. Hópurinn heitir Bein í baki og er fyrir eldri konur.

„Mér finnst gott að hafa nóg að gera, það fleytir manni áfram,“ segir Bára.

„Ég hef alla tíð hreyft mig, alltaf synt og gengið og svo stunda ég golf á sumrin. Að bæta við leikfiminni í Kramhúsinu er mjög góð viðbót, þessar styrkjandi æfingar og jafnvægisæfingar eru veruleg bót fyrir líkamlega heilsu. Eftir tímana líður mér mjög vel, ég er laus og liðug í líkamanum, það léttir yfir manni og ég hef meiri orku. Skemmtilegasta við leikfimina er að þetta er svo góð blanda, mér finnst upphitunin góð, gólfæfingarnar erfiðar en fínar og reynir passlega á. Bæði styrkir og liðkar, eykur þolið líka, bara alveg frábærar æfingar í alla staði,“ segir Bára sem passar líka upp á mataræðið.

„Það sem hefur komið kannski smá á óvart með aldrinum er að jafnvægið hrapar, en þá er einmitt mjög gott að gera jafnvægisæfingar og maður verður að vera duglegur að gera þær. Þessar æfingar gera það að verkum að ég er léttari á mér, það er auðveldara að fara upp stiga og þær eru góðar fyrir göngurnar mínar. Ég finn minni verki við að hreyfa mig, en verst er hreyfingarleysið þegar maður er með verki, þá er einmitt nauðsynlegt að hreyfa sig. Hreyfingin hefur sannarlega jákvæð áhrif á heilsuna, bæði líkamlega og andlega heilsu, það helst í hendur,“ segir Bára.

Bára segir ekki síður mikilvægt að rækta félagslega þáttinn. „Félagsskapurinn skiptir máli samhliða æfingunum, mér finnst hópurinn rosalega góður, við spjöllum fyrir tímann og einstaka sinnum fáum við okkur kaffi eftir tímann. Hópurinn hefur farið út að borða og við stefnum á að gera það aftur fljótlega, það er skemmtilegt og við kynnumst betur.“

Hluti af hópnum í andyri Kramhussins með Halldóru Björns sem …
Hluti af hópnum í andyri Kramhussins með Halldóru Björns sem var með fræðslufyrirlestur. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is