Fögur 72 fm útsýnisíbúð í 101 vekur athygli

Heimili | 25. mars 2024

Fögur 72 fm útsýnisíbúð í 101 vekur athygli

Við Vatnsstíg í Reykjavík er að finna 72 fm íbúð sem státar af eftirsóknarverðum eiginleikum. Hún er ekki bara björt og fallega innréttuð heldur býr hún yfir sjaldséðum töfrum sem er útsýni yfir hálfa Reykjavík. Húsið sjálft var reist 1965 og hefur íbúðin verið mikið endurnýjuð. 

Fögur 72 fm útsýnisíbúð í 101 vekur athygli

Heimili | 25. mars 2024

Íbúðin er á efstu hæð og eru gluggar meðfram öllu …
Íbúðin er á efstu hæð og eru gluggar meðfram öllu alrýminu sem gerir íbúðina heillandi. Samsett mynd

Við Vatnsstíg í Reykjavík er að finna 72 fm íbúð sem státar af eftirsóknarverðum eiginleikum. Hún er ekki bara björt og fallega innréttuð heldur býr hún yfir sjaldséðum töfrum sem er útsýni yfir hálfa Reykjavík. Húsið sjálft var reist 1965 og hefur íbúðin verið mikið endurnýjuð. 

Við Vatnsstíg í Reykjavík er að finna 72 fm íbúð sem státar af eftirsóknarverðum eiginleikum. Hún er ekki bara björt og fallega innréttuð heldur býr hún yfir sjaldséðum töfrum sem er útsýni yfir hálfa Reykjavík. Húsið sjálft var reist 1965 og hefur íbúðin verið mikið endurnýjuð. 

Eldhús, stofa og borðstofa renna saman í eitt í fallegu og björtu rými. Á einum veggnum eru gluggar meðfram öllu alrýminu. Fyrir utan gluggavegginn eru svalir sem ná þvert yfir íbúðina. Þegar úr rýminu er hægt að sjá Reykjavík með öðru sjónarhorni sem fólki gefst ekki mikill kostur á þar sem byggð er að þéttast.


Allt hvítt og í stíl

Í eldhúsinu er hvít háglansandi innrétting með hvítum höldum. Innbyggður ísskápur er í eldhúsinnréttingunni og er eyja fyrir framan innréttinguna. Á milli skápa eru hvítar glansandi flísar í frönskum stíl. 

Fyrir framan eldhúsið er borðstofuborð úr við með nokkrum tegundum af stólum og í stofunni er ljós sófi sem rímar við annað í íbúðinni. 

Gluggaveggurinn er ekki það eina í íbúðinni sem býr til töfra heldur er aukin lofthæð í íbúðinni. Hvítir lakkaðir bitar eru í loftinu sem fara vel við innréttingar og glugga. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Vatnsstígur 5

mbl.is