Sigríður Andersen lyfti 250 kg en fór ekki út fyrir þægindarammann

Heilsurækt | 5. febrúar 2024

Sigríður Andersen lyfti 250 kg en fór ekki út fyrir þægindarammann

Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, gerði sér lítið fyrir og keppti á kraflyftingamóti um helgina. Sigríður lyfti samtals 250 kílóum. Í réttstöðulyftu bætti hún eigið met og lyfti 100 kílóum. 

Sigríður Andersen lyfti 250 kg en fór ekki út fyrir þægindarammann

Heilsurækt | 5. febrúar 2024

Sigríður Á. Andersen stundar kraftlyftingar.
Sigríður Á. Andersen stundar kraftlyftingar. mbl.is/Arnþór

Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, gerði sér lítið fyrir og keppti á kraflyftingamóti um helgina. Sigríður lyfti samtals 250 kílóum. Í réttstöðulyftu bætti hún eigið met og lyfti 100 kílóum. 

Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, gerði sér lítið fyrir og keppti á kraflyftingamóti um helgina. Sigríður lyfti samtals 250 kílóum. Í réttstöðulyftu bætti hún eigið met og lyfti 100 kílóum. 

„Ég fer út úr þessari helgi aðeins sterkari en fyrir hana. Lét verða af því að skjalfesta morgunrútínuna og aðeins gott betur með persónulegu meti í réttstöðulyftu,“ skrifar Sigríður meðal annars á Facebook-síðu sína. Segir hún að um mót fyrir byrjendur hafi verið að ræða á vegum Kraftlyftingasambands Íslands. Hún keppti fyrir hönd Kraftlyftingafélags Reykjavíkur.

„Mér tókst að gera allar lyftur gildar (það er nú ekki sjálfgefið ef þið skylduð halda það). Lyfti samtals 250 kg sem skiptust þannig (fyrir áhugasama um þessi fræði): Hnébeygja 95 kg. Bekkpressa 55 kg. Réttstöðulyfta 100 kg.“

Sigríður er þekkt fyrir hreinskilni sína og tók hún fram að hún hafi ekki verið að ögra sjálfri sér með þátttökunni á mótinu. 

„Svo því sé haldið til haga þá var ég hvorki að „fara út fyrir þægindarammann“ né að „skora á sjálfa mig“. Það hafði ekki hvarflað annað að mér en að þetta væri mjög þægilegt allt saman. Sem það svo var. Og gaman auðvitað.“



mbl.is