10 hlutir sem gera þig flottasta á áramótunum

Snyrtibuddan | 28. desember 2023

10 hlutir sem gera þig flottasta á áramótunum

Þá er komið að síðasta óskalista ársins og því vel við hæfi að hann innihaldi nóg af glamúr og glimmeri. Eftir aðeins örfáa daga tökum við á móti árinu 2024 og þar af leiðandi inniheldur óskalisti vikunnar vörur sem eru ómissandi á áramótunum – að minnsta kosti ef þú ætlar að taka á móti nýja árinu með stæl!

10 hlutir sem gera þig flottasta á áramótunum

Snyrtibuddan | 28. desember 2023

Óskalisti vikunnar inniheldur nóg af glamúr og glimmeri!
Óskalisti vikunnar inniheldur nóg af glamúr og glimmeri! Samsett mynd

Þá er komið að síðasta óskalista ársins og því vel við hæfi að hann innihaldi nóg af glamúr og glimmeri. Eftir aðeins örfáa daga tökum við á móti árinu 2024 og þar af leiðandi inniheldur óskalisti vikunnar vörur sem eru ómissandi á áramótunum – að minnsta kosti ef þú ætlar að taka á móti nýja árinu með stæl!

Þá er komið að síðasta óskalista ársins og því vel við hæfi að hann innihaldi nóg af glamúr og glimmeri. Eftir aðeins örfáa daga tökum við á móti árinu 2024 og þar af leiðandi inniheldur óskalisti vikunnar vörur sem eru ómissandi á áramótunum – að minnsta kosti ef þú ætlar að taka á móti nýja árinu með stæl!

Taktu á móti árinu í íslenskri hönnun!

Að undanförnu hafa flíkur í „off-shoulder“ sniði verið að gera allt vitlaust og því engin furða að slík flík endi á óskalistanum. Þennan fallega kjól hannaði fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir, en hann er klassískur og tímalaus með þessu fallega sniði sem alla dreymir um þessa dagana.

Kjóll fæst hjá Andrea by Andrea og kostar 26.900 kr.
Kjóll fæst hjá Andrea by Andrea og kostar 26.900 kr. Ljósmynd/Andrea.is

Litlu hlutirnir sem gera lúkkið!

Stundum þarf ekki meira en skemmtilegt hálsmen til að poppa lúkkið upp. Það er hægt að fá rósir í hinum ýmsu litum og efnum, en þessi er stílhrein og hentar vel fyrir áramótin.

Band með rós fæst hjá Gina Tricot og kostar 1.895 …
Band með rós fæst hjá Gina Tricot og kostar 1.895 kr. Ljósmynd/Ginatricot.is

Tryllt sett!

Þetta tryllta sett er eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman og er fullkomið fyrir áramótin. Sniðið er skemmtilegt með flottum smáatriðum sem fanga augað!

Sett eftir Hildi Yeoman. Toppurinn kostar 39.900 kr. og buxurnar …
Sett eftir Hildi Yeoman. Toppurinn kostar 39.900 kr. og buxurnar kosta 44.900 kr. Ljósmynd/Hilduryeoman.com

Áramótaeyrnalokkarnir!

Þessir eyrnalokkar gefa hvaða lúkki sem er nóg af glamúr og eru því ómissandi í skartgripaboxið. Hvort sem þú ætlar að fara alla leið í pallíettukjól og glimmerskóm eða vera í látlausari og klassískari flík þá munu þessir lokkar ekki valda vonbrigðum!

Eyrnalokkar frá Deepa Gurnani fást hjá Maia og kosta 18.990 …
Eyrnalokkar frá Deepa Gurnani fást hjá Maia og kosta 18.990 kr. Ljósmynd/Maia.is

Með bert í bakið!

Þessi fallegi svarti kjóll er fullkomin fyrir hin ýmsu tilefni, þar á meðal áramótin! Það er óþarfi að vera að flækja hlutina – svo er hægt að dressa hann upp og niður að vild.

Kjóllinn fæst hjá Zara og kostar 17.995 kr.
Kjóllinn fæst hjá Zara og kostar 17.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Ekki láta þér verða kalt!

Það er spáð fremur köldu lofti á landinu yfir áramótin og því mikilvægt að huga að hlýjum og góðum fatnaði svo þú getir tekið á móti nýja árinu alsæl. Það er einfalt að hoppa úr hælunum yfir í þessa flottu kuldaskó sem eru það allra heitasta þessa dagana.

Lág Moon Boots fást í Andrá og kosta 36.900 kr.
Lág Moon Boots fást í Andrá og kosta 36.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.is

Partítoppurinn!

Það þurfa allir einn partítopp í fataskápinn, en þessi er með flottum silfurlituðum pallíettum sem ættu að koma öllum í partígírinn!

Toppur frá Loavies fæst í Gallerí 17 og kostar 8.995 …
Toppur frá Loavies fæst í Gallerí 17 og kostar 8.995 kr. Ljósmynd/Ntc.is

Glamúrtaskan sem þig dreymir um!

Eins og fram hefur komið er oft hægt að dressa flíkur upp og niður með fylgihlutum eins og skartgripum, skóm eða töskum. Þessi taska er því tilvalin í fataskápinn, en hún tekur hvaða lúkk sem er upp á næsta level.

Taska frá Stine Goya fæst hjá Andrá og kostar 31.900 …
Taska frá Stine Goya fæst hjá Andrá og kostar 31.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

Þessi sem setur punktinn yfir i-ið!

Ertu búin að ákveða hvernig þú ætlar að farða þig um áramótin? Glimmer er ómissandi partur af áramótaförðuninni. Bættu smá glamúr á augnlokin með þessum fallega augnskugga frá Sisheido. Hann er í senn silkimjúkur og litsterkur, en það besta er hve auðveldlega hann blandast!

Augnskuggi frá Shiseido fæst í Hagkaup og kostar 4.499 kr.
Augnskuggi frá Shiseido fæst í Hagkaup og kostar 4.499 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Draumakápan!

Það getur verið snúið að finna hina fullkomnu yfirhöfn yfir sparifötin, en þessi kápa slær alltaf í gegn!

Loðkápa fæst hjá Feldur verkstæði og kostar 175.000 kr.
Loðkápa fæst hjá Feldur verkstæði og kostar 175.000 kr. Ljósmynd/Feldur.is
mbl.is