Fékk að heyra að hann væri of horaður

Heilsurækt | 17. janúar 2024

Fékk að heyra að hann væri of horaður

Logi Gunnarsson flugþjónn stundar lyftingar og styrktarþjálfun af krafti. Æfingarnar gerir hann til þess að styrkja og móta líkamann en fyrir árið er hann með það markmið að þyngjast og styrkjast. 

Fékk að heyra að hann væri of horaður

Heilsurækt | 17. janúar 2024

Logi Gunnarsson æfir af krafti.
Logi Gunnarsson æfir af krafti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Gunnarsson flugþjónn stundar lyftingar og styrktarþjálfun af krafti. Æfingarnar gerir hann til þess að styrkja og móta líkamann en fyrir árið er hann með það markmið að þyngjast og styrkjast. 

Logi Gunnarsson flugþjónn stundar lyftingar og styrktarþjálfun af krafti. Æfingarnar gerir hann til þess að styrkja og móta líkamann en fyrir árið er hann með það markmið að þyngjast og styrkjast. 

„Ég spilaði körfubolta fyrir Stjörnuna og var mjög góður á mínum yngri árum, en ég fékk stanslaust að heyra það frá fólki hversu horaður og grannur ég væri. Þá ákvað ég að taka mig á og byrjaði að stunda líkamsrækt með körfuboltanum og fann ástríðuna mína þar. Ári seinna tók ég þá ákvörðun að hætta að spila körfubolta og einbeita mér einungis að líkamsrækt og lyftingum,“ segir Logi um hvernig ástríðan fyrir lyftingum hófst.

Að vera í góðu formi gefur Loga mikið. „Mér líður mun betur með sjálfan mig, ég er öruggari í fari og það er mikil orka sem kemur með því. Maður sér sig samt alltaf sem sama litla karlinn í speglinum en það ýtir manni til að fara lengra og gera betur,“ segir hann.

Logi vinnur markvisst að því að stækka vöðvana.
Logi vinnur markvisst að því að stækka vöðvana. mbl.is/Jóhannesson

Setur sér raunhæf markmið

Ertu mjög agaður?

„Ég myndi segja að ég væri með mikinn aga almennt í lífinu og þá sérstaklega þegar kemur að hreyfingu og lífsstíl. Aðallega vegna þess að þetta er mitt helsta áhugamál. Þegar ég mæti í ræktina og næ markmiðum mínum þá líður mér almennt betur andlega og líkamlega. Þetta snýst allt um góða og þægilega rútínu, þá gengur allt mikið betur.

Það hefur í raun aldrei komið sá tími sem ég hef dottið úr rútínu eða formi. Það hafa komið tímabil þar sem metnaðurinn er minni, en þegar það gerist reyni ég að minna mig á hvert ég stefni og af hverju ég byrjaði í þessu öllu. Þess vegna er mikilvægt að setja sér skýr og raunhæf markmið.

Markmiðasetning er eitt af mikilvægari atriðunum til að komast eitthvað áfram í lífinu. Ég set mér reglulega raunhæf markmið og er alltaf best að skrifa þau niður á blað. Mín helstu markmið næsta árs eru að koma mér upp í ákveðna líkamsþyngd sem ég hef ekki náð áður og einnig að byggja upp líkamsræktarvörufyrirtækið mitt Prvorur.“

Loga líður best í rútínunni sinni.
Loga líður best í rútínunni sinni. Eggert Jóhannesson

Haga sér eins og hundur

Aðspurður segist Logi ekki vera á sérstöku mataræði en hann leggur ósjálfrátt áherslu á hollt fæði.

„Mataræði, eða að borða hollt, skiptir mig miklu máli, en á sama tíma hef ég engar reglur og borða í raun það sem ég vil. Það þýðir samt ekki að ég hámi í mig óhollan morgunmat eða fái mér pitsu í öll mál, því ég veit að ef ég fæ mér hollan og næringarríkan mat þá stend ég mig vel í ræktinni og mér líður betur, þannig að löngunin í skyndibita og súkkulaði hverfur smátt og smátt. Að lifa eins og hundur er gott dæmi um mína rútínu. Borða oftast alltaf sama matinn, á sama tíma og fæ nammi af og til þegar ég á það skilið.“ 

Pælir þú eitthvað í andlegri heilsu?

„Andleg heilsa er gríðarlega mikilvæg fyrir mér, en ég hef gengið í gegnum mikið, þar á meðal þunglyndi og kvíða. Ég nota mikið hugleiðslu og skrifa niður hvernig mér líður. Einnig fer ég oft í sánu og kalda pottinn, en ég tel það lykilvopnið að heilbrigðum lífsstíl og andlegri heilsu. Byggir upp ákveðinn aga og maður er alltaf vel endurnýjaður eftir á.“

Það kemur ekki til greina að sleppa æfingu og þá …
Það kemur ekki til greina að sleppa æfingu og þá skipta ferðalög engu máli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elskar að prófa líkamsræktarstöðvar erlendis

Óreglulegur vinnutími fylgir starfi flugþjónsins en Logi lætur það ekki koma í veg fyrir að hann mæti í ræktina.

„Að fljúga og stunda líkamsrækt getur oft verið krefjandi, en þar kemur gott skipulag og góð rútína inn. Til dæmis þegar ég flýg morgunflug, þá þarf ég oftast að vakna á milli kl. 3-4 um nóttina og er þá að lenda heima um 13-15-leytið. Á þessum tíma hugsa ég um að næra mig vel í fluginu og að drekka nóg af vatni. Við fáum hollan og næringarríkan mat um borð sem samanstendur oftast af kjúklingi og hrísgrjónum, ég kem líka stundum með nesti. Þegar fluginu er svo lokið tekur það mig um klukkustund að keyra heim en þá á ég eftir að borða aðra máltíð og svo fer ég í ræktina. Þetta getur verið langur og krefjandi dagur sem samanstendur af því að borða, vinna, borða, ræktin, borða og sofa. Spennandi líf! Það er sérrútína fyrir hvert flug og hvern dag. Mér myndi til dæmis ekki detta í hug að fara í ræktina sama dag og ég flýg til Tenerife.“

Æfir þú þegar þú ert erlendis og þá hvernig?

„Að mæta í ræktina í Bandaríkjastoppi er eitt af því skemmtilegra sem ég geri, og þá meina ég ekki að fara í týpísku hótelræktina með einu hlaupabretti og handlóðum. Það eru nokkrar gríðarlega flottar og stórar líkamsræktarstöðvar nálægt hótelunum sem við gistum á, en þangað fer ég oftast og kaupi mér dagspassa. Ég verð eins og barn á jólunum, glæný og flott lyftingatæki sem oft er ekki hægt að finna hérna heima,“ segir Logi.

Logi æfir í World Class þegar hann æfir á Íslandi.
Logi æfir í World Class þegar hann æfir á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is