Borgarlind keypti 135 milljóna lúxusíbúð

Heimili | 4. apríl 2024

Borgarlind keypti 135 milljóna lúxusíbúð

Félagið Borgarlind ehf. hefur fest kaup á glæsiíbúð við Kolagötu 3 í Reykjavík. Félagið keypti íbúðina af Húsvaki ehf. og greiddi 135.000.000 kr. fyrir íbúðina. Um er að ræða vandaða lúxusíbúð sem er í einu af húsunum á Hafnartorgi sem reist voru 2018. Sjálf íbúðin er 116,5 fm að stærð og búin lúxusinnréttingum. 

Borgarlind keypti 135 milljóna lúxusíbúð

Heimili | 4. apríl 2024

Við Kolagötu 3 í Reykjavík er að finna glæsilegar lúxusíbúðir.
Við Kolagötu 3 í Reykjavík er að finna glæsilegar lúxusíbúðir.

Félagið Borgarlind ehf. hefur fest kaup á glæsiíbúð við Kolagötu 3 í Reykjavík. Félagið keypti íbúðina af Húsvaki ehf. og greiddi 135.000.000 kr. fyrir íbúðina. Um er að ræða vandaða lúxusíbúð sem er í einu af húsunum á Hafnartorgi sem reist voru 2018. Sjálf íbúðin er 116,5 fm að stærð og búin lúxusinnréttingum. 

Félagið Borgarlind ehf. hefur fest kaup á glæsiíbúð við Kolagötu 3 í Reykjavík. Félagið keypti íbúðina af Húsvaki ehf. og greiddi 135.000.000 kr. fyrir íbúðina. Um er að ræða vandaða lúxusíbúð sem er í einu af húsunum á Hafnartorgi sem reist voru 2018. Sjálf íbúðin er 116,5 fm að stærð og búin lúxusinnréttingum. 

Íbúðirnar við Kolagötu hafa verið töluvert í fréttum og gengið kaupum og sölum. Sumir hafa gengið svo langt að flytja bara á milli hæða eins og Högni Egilsson tónlistarmaður og kærasta hans, Snæfríður Ingvarsdóttir. Högni festi kaup á íbúð við Kolagötu 3 2021 og kunni greinilega svo vel við sig að hann keypti aðra íbúð í sama húsi eins og kom fram í fréttum á dögunum. 

Framkvæmdastjóri Borgarlindar er Stefán Már Stefánsson en hann komst í fréttir þegar hann festi kaup á einbýlishúsi við Blikanes 22 í Garðabæ ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Elínu Gunnlaugsdóttur. 

Eins og stendur er bara ein íbúð til sölu í húsinu við Kolagötu 3. Hún er í eigu Elíasar Guðmundssonar framkvæmdastjóri Krýsuvíkur og Aþenu Elíasdóttur, dóttur hans og skráð á félag í þeirra eigu. Íbúðin er sérlega eiguleg og smart með vönduðum innréttingum og fallegu gólfefni. 

mbl.is