Útsýnisperla við eina dýrustu götu Seltjarnarness

Heimili | 15. mars 2024

Útsýnisperla við eina dýrustu götu Seltjarnarness

Á sjávarlóð við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi stendur tignarlegt 316 fm einbýli á tveimur hæðum sem reist var árið 1981.

Útsýnisperla við eina dýrustu götu Seltjarnarness

Heimili | 15. mars 2024

Eignin stendur á fallegri sjávarlóð á Sletjarnarnesi.
Eignin stendur á fallegri sjávarlóð á Sletjarnarnesi. Samsett mynd

Á sjávarlóð við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi stendur tignarlegt 316 fm einbýli á tveimur hæðum sem reist var árið 1981.

Á sjávarlóð við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi stendur tignarlegt 316 fm einbýli á tveimur hæðum sem reist var árið 1981.

Hrólfsskálavör er ein af dýrustu götum Seltjarnarness og hefur verið áberandi í fréttum síðustu ár enda hafa þar búið ríkir og frægir Íslendingar. Um tíma bjó Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri Wow air, til að mynda í götunni en Davíð Helgason fjárfestir keypti húsið af honum. 

Glæsileg sólstofa setur punktinn yfir i-ið

Húsið er bjart og opið með góðum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn og veita glæsilegt útsýni til sjávar. Þegar kemur að húsgögnum má sjá nýtt í bland við gamalt í húsinu sem býr til skemmtilega stemningu. 

Það er óhætt að segja að hvert rými í húsinu hafi sinn sjarma,en það er þó sólstofan sem setur punktinn yfir i-ið. Þar er mikil lofthæð og gríðarstór gluggi ásamt fallegum húsgögnum á borð við Eames-hægindastólinn sem er ein þekktasta hönnun Eames hjónanna frá árinu 1956. 

Húsið hefur verið innréttað á sjarmerandi máta.
Húsið hefur verið innréttað á sjarmerandi máta. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Sólstofan fangar augað samstundis, en þar má til dæmis sjá …
Sólstofan fangar augað samstundis, en þar má til dæmis sjá flottan steyptan bekk og fallega húsmuni. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Frá sólstofunni er útgengt á nýlegan pall með heitum potti og einstöku útsýni, en lóðin liggur beint að fjöru og er því sannkölluð paradís fyrir þá sem stunda sjósund eða einfaldlega hafa gaman að því dást að útsýninu. 

Óskað er eftir tilboði í eignina, en fasteignamatið er 196.250.000 kr. og brunabótamatið er 135.650.000 kr. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hrólfsskálavör 14

Frá pallinum er fimm stjörnu útsýni!
Frá pallinum er fimm stjörnu útsýni! Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Húsið stendur innst í botlanga götunnar.
Húsið stendur innst í botlanga götunnar. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is