Töfrandi raðhús í Fossvogi með palesander

Heimili | 31. mars 2024

Töfrandi raðhús í Fossvogi með palesander

Við Brúnaland í Fossvoginum er að finna einstakt raðhús sem hefur að geyma helstu þá töfra sem einkennt geta slík híbýli. Um er að ræða 229 fm endaraðhús sem byggt var 1972. Endaraðhúsið er í hásuður og er á fjórum pöllum. 

Töfrandi raðhús í Fossvogi með palesander

Heimili | 31. mars 2024

Hér má sjá endaraðhúsið við Brúnaland 30.
Hér má sjá endaraðhúsið við Brúnaland 30.

Við Brúnaland í Fossvoginum er að finna einstakt raðhús sem hefur að geyma helstu þá töfra sem einkennt geta slík híbýli. Um er að ræða 229 fm endaraðhús sem byggt var 1972. Endaraðhúsið er í hásuður og er á fjórum pöllum. 

Við Brúnaland í Fossvoginum er að finna einstakt raðhús sem hefur að geyma helstu þá töfra sem einkennt geta slík híbýli. Um er að ræða 229 fm endaraðhús sem byggt var 1972. Endaraðhúsið er í hásuður og er á fjórum pöllum. 

Gengið er inn í húsið í norður og er eldhús og salerni og borðstofa á miðpallinum. Eldhúsgluggarnir snúa í norður á meðan stofan er í hásuður. Nokkrar tröppur liggja upp í stofu en þar er risastór gluggaveggur en fyrir framan þær, að utan til, eru svalir. Arinn er í stofunni sem er smekklega hannaður. 

Risastór gluggaveggur prýðir stofuna.
Risastór gluggaveggur prýðir stofuna.
Arininn í stofunni brýtur upp rýmið en hönnun hans er …
Arininn í stofunni brýtur upp rýmið en hönnun hans er smekkleg.

Í eldhúsinu er innrétting úr palesander sem er sérlega heillandi. Hún er U-laga með áföstu eldhúsborði. Slíkir gripur eru sjaldgæf sjón og mikið dýrindi. Á gólfunum eru sænskar  Höganäs-flísar sem voru vinsælar á því tímabili sem húsið var byggt og þykja ennþá fallegar. 

Á miðpallinum er veggirnir klæddir í stíl við eldhúsinnréttinguna og eru innihurðar í í sama stíl, nema á neðsta pallinum eða þeim fjórða. Þar eru örlítið nýrri innihurðar. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Brúnaland 30

Hér má sjá svalirnar sem eru fyrir framan stofugluggann.
Hér má sjá svalirnar sem eru fyrir framan stofugluggann.
Hér má sjá palesander-veggklæðningu og Höganäs-flísar á gólfum.
Hér má sjá palesander-veggklæðningu og Höganäs-flísar á gólfum.
Eldhúsinnréttingin er U-laga.
Eldhúsinnréttingin er U-laga.
mbl.is