Fimm ódýrustu íbúðirnar í Reykjavík

Heimili | 14. apríl 2024

Fimm ódýrustu íbúðirnar í Reykjavík

Á fasteignavef mbl.is má finna fjölbreyttar íbúðir til sölu í Reykjavík sem kosta allt frá 21,9 milljónum og upp í 380 milljónir.

Fimm ódýrustu íbúðirnar í Reykjavík

Heimili | 14. apríl 2024

Ert þú í leit að ódýrri eign í Reykjavík?
Ert þú í leit að ódýrri eign í Reykjavík? Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is má finna fjölbreyttar íbúðir til sölu í Reykjavík sem kosta allt frá 21,9 milljónum og upp í 380 milljónir.

Á fasteignavef mbl.is má finna fjölbreyttar íbúðir til sölu í Reykjavík sem kosta allt frá 21,9 milljónum og upp í 380 milljónir.

Um þessar mundir virðast ódýrari og minni eignir vera sérstaklega eftirsóttar og því tók Smartland saman lista yfir fimm ódýrustu íbúðirnar sem eru til sölu í Reykjavík. 

Birkimelur 10

Við Birkimel í Reykjavík eru til sölu tvö samliggjandi íbúðarherbergi sem telja samtals 16 fm. Eignin er staðsett í kjallara í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1958. 

Ásett verð er 21,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Birkimelur 10

Herbergin eru staðsett í kjallara hússins.
Herbergin eru staðsett í kjallara hússins. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Vesturgata 22

Við Vesturgötu í Reykjavík er til sölu 21 fm íbúð á fyrstu hæð í fallegu timburhúsi sem reist var árið 1923. Í íbúðinni er baðherbergi, stofa með svefnrými og eldhús ásamt lítilli geymslu í kjallara og sameiginlegu þvottahúsi. 

Ásett verð er 24,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Vesturgata 22

Íbúðin er staðsett í sérlega sjarmerandi húsi.
Íbúðin er staðsett í sérlega sjarmerandi húsi. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Ránargata 4

Við Ránargötu í Reykjavík er til sölu 21 fm stúdíóíbúð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 1947. Íbúðin samanstendur af eldhúsi, baðherbergi og stofu með svefnrými ásamt sameiginlegu þvottahúsi.

Ásett verð er 26,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Ránargata 4

Íbúðin telur 21 fm og selst með leigusamningni til ársloka …
Íbúðin telur 21 fm og selst með leigusamningni til ársloka 2024. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Rauðarárstígur 11

Við Rauðarárstíg í Reykjavík er til sölu 27 fm íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1942. Í íbúðinni er að finna eldhús, stofu, baðherbergi og svefnherbergi. 

Ásett verð er 27,5 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Rauðarárstígur 11

Í íbúðinni er snoturt eldhús.
Í íbúðinni er snoturt eldhús. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Karfavogur 21

Við Karfavog í Reykjavík er til sölu 66 fm íbúð í kjallara með sérinngangi í þriggja hæða húsi sem reist var árið 1949. Íbúðin samanstendur af forstofu, svefnherbergi, baðherbergi, eldhúsi og stofu. 

Ásett verð er 34,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Karfavogur 21

Sérinngangur er í íbúðina.
Sérinngangur er í íbúðina. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is