169,9 milljóna glæsihús með trylltri líkamsrækt

Heimili | 16. mars 2024

169,9 milljóna glæsihús með trylltri líkamsrækt

Við Laxalind í Kópavogi er að finna fallega hannað 242 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2000. Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta, en allar innréttingar eru sérsmíðaðar og hannaðar af innanhússarkitektunum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnadóttur. 

169,9 milljóna glæsihús með trylltri líkamsrækt

Heimili | 16. mars 2024

Ásett verð er 169,9 milljónir.
Ásett verð er 169,9 milljónir. Samsett mynd

Við Laxalind í Kópavogi er að finna fallega hannað 242 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2000. Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta, en allar innréttingar eru sérsmíðaðar og hannaðar af innanhússarkitektunum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnadóttur. 

Við Laxalind í Kópavogi er að finna fallega hannað 242 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2000. Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta, en allar innréttingar eru sérsmíðaðar og hannaðar af innanhússarkitektunum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnadóttur. 

Efri hæðin er björt og opin með góðri lofthæð og stórum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn. Þar er að finna rúmgott eldhús með svörtum innréttingum og stórri eldhúseyju með þykkum granítstein. Falleg parket er á alrýminu sem tónar vel við dökkar innréttingar og húsmuni. 

Stofa og borðstofa eru samliggjandi, en þar má sjá flotta innbyggða skápaeiningu með þrýstiopnun sem gefur rýminu fágað yfirbragð. Frá stofunni er svo útgengt á 20 fm svalir. 

Í eldhúsinu eru glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar með veglegum granítstein.
Í eldhúsinu eru glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar með veglegum granítstein. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Stofan er björt og opin með góðri lofthæð og stórum …
Stofan er björt og opin með góðri lofthæð og stórum gluggum. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Glæsileg líkamsrækt í bílskúrnum

Rúmgóður bílskúr er í húsinu sem hefur verið breytt í glæsilega líkamsrækt með öllu sem þarf til að taka góða æfingu. Þar má til dæmis sjá gott úrval af handlóðum, ketilbjöllum og boltum ásamt flottum lyftingarekka og nóg af lóðaplötum. Í rýminu eru einnig hjól, hlaupabretti og stigavél.

Frá neðri hæðinni er gengið út í flottan garð sem er að mestu steyptur. Þar má sjá heitan pott, útisturtu og sérsmíðað garðhúsi sem setur án efa punktinn yfir i-ið. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Laxalind 15

Í bílskúrnum finnur þú allt sem þú þarft til að …
Í bílskúrnum finnur þú allt sem þú þarft til að taka góða æfingu! Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Aðkoman að húsinu er afar snyrtileg.
Aðkoman að húsinu er afar snyrtileg. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is