Harpa Karls og Gunnar selja útsýnisíbúð í 101

Heimili | 4. apríl 2024

Harpa Karls og Gunnar selja útsýnisíbúð í 101

Harpa Karlsdóttir, skrifstofustjóri hjá Heilsugæslunni, og Gunnar Gunnarsson ljósmyndari hafa sett íbúð sína við Rauðarárstíg á sölu. Harpa var fyrirsæta og plötusnúður á sínum yngri árum en Gunnar er þekktur tískuljósmyndari. Harpa var mikið í sviðsljósinu fyrir mörgum árum þegar hún var kærasta Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda en svo fann hún ástina og giftist Gunnari sínum 2019 en þá voru þau búin að vera par í 18 ár. 

Harpa Karls og Gunnar selja útsýnisíbúð í 101

Heimili | 4. apríl 2024

Harpa Karlsdóttir og Gunnar Gunnarsson hafa sett íbúð sína í …
Harpa Karlsdóttir og Gunnar Gunnarsson hafa sett íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Harpa Karlsdóttir, skrifstofustjóri hjá Heilsugæslunni, og Gunnar Gunnarsson ljósmyndari hafa sett íbúð sína við Rauðarárstíg á sölu. Harpa var fyrirsæta og plötusnúður á sínum yngri árum en Gunnar er þekktur tískuljósmyndari. Harpa var mikið í sviðsljósinu fyrir mörgum árum þegar hún var kærasta Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda en svo fann hún ástina og giftist Gunnari sínum 2019 en þá voru þau búin að vera par í 18 ár. 

Harpa Karlsdóttir, skrifstofustjóri hjá Heilsugæslunni, og Gunnar Gunnarsson ljósmyndari hafa sett íbúð sína við Rauðarárstíg á sölu. Harpa var fyrirsæta og plötusnúður á sínum yngri árum en Gunnar er þekktur tískuljósmyndari. Harpa var mikið í sviðsljósinu fyrir mörgum árum þegar hún var kærasta Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda en svo fann hún ástina og giftist Gunnari sínum 2019 en þá voru þau búin að vera par í 18 ár. 

„Við Gunni kynnt­umst gegn­um Séð og Heyrt, það ágæta blað sem fæst­ir könnuðust við en all­ir lásu á sín­um tíma,“ sagði Harpa í samtali við Smartland 2019. 

Gunni var ljós­mynd­ari á blaðinu og Harpa var tíður gest­ur á síðum þess. Sem er ekk­ert skrýtið. Harpa hef­ur alltaf skorið sig úr hópn­um og þannig var það líka á brúðkaups­dag­inn þegar hún gekk að eiga Gunna sinn í hlé­b­arðabux­um og Guns´n Roses jakka. Það er varla hægt að toppa það. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hana út í jakk­ann. 

„Ég keypti þenn­an jakka í Zöru á Tene fyr­ir um fjór­um árum síðan en keypti svo merkið á Ebay og saumaði á frakk­ann fyr­ir tón­leik­ana með Guns´n Roses á Laug­ar­dals­vell­in­um,“ seg­ir hún og hlær. 

Harpa og Gunnar festu kaup á íbúðinni 2007 sem nú er hún komin á sölu. Um er að ræða 129 fm íbúð sem er á efstu hæð í húsi sem reist var 1991. Í íbúðinni má koma auga á tískustrauma þess tíma, sem þykja móðins í dag, eins og hleðslugler og munstraðar flísar. 

Stórir gluggar prýða íbúðina sem státar af útsýni yfir Reykjavík og til fjalla. Hallgrímskirkja sést til dæmis vel út um gluggana í stofunni.  

Úr stofunni er gott útsýni yfir Reykjavík.
Úr stofunni er gott útsýni yfir Reykjavík.
Glerhleðsla er á milli forstofu og stofu. Slíkt var vinsælt …
Glerhleðsla er á milli forstofu og stofu. Slíkt var vinsælt í kringum 1991 þegar húsið var reist og er orðið móðins á ný.

Eldhús, stofa og borðstofa renna saman þótt rýmið sé ekki galopið. Í eldhúsinu er innrétting með svörtum hurðum og svörtum borðplötum. Lítil eyja stúkar eldhúsið af inn í borðstofuna en útgengi er úr borðstofunni út á svalir. 

Svört innrétting prýðir eldhúsið ásamt svörtum borðplötum.
Svört innrétting prýðir eldhúsið ásamt svörtum borðplötum.

Hátt er til lofts í íbúðinni og mikil birta og er íbúðin á tveimur hæðum. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Rauðarárstígur 33

Borðstofan er fyrir framan eldhúsið en úr henni er útgengi …
Borðstofan er fyrir framan eldhúsið en úr henni er útgengi út á svalir.
mbl.is