Olga Hrafns keypti draumaíbúð í Vesturbænum á yfirverði

Heimili | 11. apríl 2024

Olga Hrafns keypti draumaíbúð í Vesturbænum á yfirverði

Listamaðurinn Olga Hrafnsdóttir hefur fest kaup á einstaklega heillandi draumaíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 124 fm íbúð í fjölbýlishúsi við Kvisthaga í Reykjavík. Fal­leg­ir loftlist­ar, rúm­góð al­rými og sjarmer­andi glugg­ar ein­kenna eign­ina sem er á ann­arri hæð húss­ins. Ásett verð var 119.000.000 kr. en Olga greiddi 122.000.000 kr. fyrir íbúðina. Það ætti ekki að koma á óvart því slegist er um hæðir í Vesturbænum.  

Olga Hrafns keypti draumaíbúð í Vesturbænum á yfirverði

Heimili | 11. apríl 2024

Olga Hrafnsdóttir hefur fest kaup á draumaíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur.
Olga Hrafnsdóttir hefur fest kaup á draumaíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Samsett mynd

Listamaðurinn Olga Hrafnsdóttir hefur fest kaup á einstaklega heillandi draumaíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 124 fm íbúð í fjölbýlishúsi við Kvisthaga í Reykjavík. Fal­leg­ir loftlist­ar, rúm­góð al­rými og sjarmer­andi glugg­ar ein­kenna eign­ina sem er á ann­arri hæð húss­ins. Ásett verð var 119.000.000 kr. en Olga greiddi 122.000.000 kr. fyrir íbúðina. Það ætti ekki að koma á óvart því slegist er um hæðir í Vesturbænum.  

Listamaðurinn Olga Hrafnsdóttir hefur fest kaup á einstaklega heillandi draumaíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 124 fm íbúð í fjölbýlishúsi við Kvisthaga í Reykjavík. Fal­leg­ir loftlist­ar, rúm­góð al­rými og sjarmer­andi glugg­ar ein­kenna eign­ina sem er á ann­arri hæð húss­ins. Ásett verð var 119.000.000 kr. en Olga greiddi 122.000.000 kr. fyrir íbúðina. Það ætti ekki að koma á óvart því slegist er um hæðir í Vesturbænum.  

Stíl­hrein hvít inn­rétt­ing prýðir eld­húsið sem er bjart og með góðu vinnu- og skápaplássi. Flott­ur háf­ur fyr­ir ofan hellu­borðið vek­ur án efa at­hygli í rým­inu, en hann er skemmti­leg­ur í lag­inu og gef­ur rým­inu karakt­er. 

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hillurnar í stofunni eru mikil prýða og er fallega raðað …
Hillurnar í stofunni eru mikil prýða og er fallega raðað í þær. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Form­fagr­ir stól­ar prýða bæði borðstof­una og stof­una. Þeir eru mis­mun­andi í lag­inu en eiga það sam­eig­in­legt að vera með dökka um­gjörð. Fjallað var um íbúðina þegar hún var sett á sölu í byrjun ársins. 

Franskir gluggar prýða íbúðina við Kvisthaga.
Franskir gluggar prýða íbúðina við Kvisthaga. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Smartland hefur nokkrum sinnum fjallað um fasteignir sem Olga hefur selt og eiga þær það sameiginlegt að búa yfir einstakri smekkvísi. Um tíma bjó hún í raðhúsi við Nesbala í Reykjavík og var fjallað um húsið þegar það fór á sölu. 

Verk eftir Kristinn Má Pálmason prýddi heimilið.
Verk eftir Kristinn Má Pálmason prýddi heimilið. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Arinn úr sjónsteypu setti svip sinn á stofuna.
Arinn úr sjónsteypu setti svip sinn á stofuna. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Einu sinni bjó hún líka í húsi sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins en það hús er staðsett við Túngötu 34. Húsið hefur nokkrum sinnum verið keypt og selt á síðustu árum en Smartland fjallaði um húsið þegar Olga og fjölskylda seldu það 2015. 

Smartland óskar Olgu til hamingju með íbúðina! 

mbl.is