Tímalausar og einfaldar skreytingar á fermingarborðið

Heimili | 10. mars 2024

Tímalausar og einfaldar skreytingar á fermingarborðið

Það þarf ekki að vera flókið að töfra fram tímalausar og einfaldar skreytingar á fermingarborðið. Efniviður úr náttúrunni klikkar aldrei, fallegur borðbúnaður getur gert kraftaverk og skemmtileg kerti geta skapað skemmtilega stemningu.

Tímalausar og einfaldar skreytingar á fermingarborðið

Heimili | 10. mars 2024

Hugmyndir að einföldum skreytingum fyrir fermingarborðið!
Hugmyndir að einföldum skreytingum fyrir fermingarborðið! Samsett mynd

Það þarf ekki að vera flókið að töfra fram tímalausar og einfaldar skreytingar á fermingarborðið. Efniviður úr náttúrunni klikkar aldrei, fallegur borðbúnaður getur gert kraftaverk og skemmtileg kerti geta skapað skemmtilega stemningu.

Það þarf ekki að vera flókið að töfra fram tímalausar og einfaldar skreytingar á fermingarborðið. Efniviður úr náttúrunni klikkar aldrei, fallegur borðbúnaður getur gert kraftaverk og skemmtileg kerti geta skapað skemmtilega stemningu.

Kræsingar í skrautbúningi

Settu kræsingarnar í skrautbúning með því að bera þær fram á fallegum borðbúnaði og notaðu jafnvel hluti eins og þurrkuð eða æt blóm, litríkt kökuskraut, ber, fræ og jurtir til að gera þær skrautlegri og litríkari.

Gulur kökudiskur á fæti. Fæst hjá Fakó og kostar 7.900 …
Gulur kökudiskur á fæti. Fæst hjá Fakó og kostar 7.900 kr. Ljósmynd/Fako.is
Fallegt kökuskraut. Fæst hjá Epal og kostar 1.900 kr.
Fallegt kökuskraut. Fæst hjá Epal og kostar 1.900 kr. Ljósmynd/Epal.is
Bakki á fæti undir skreytingar eða kræsingar. Fæst hjá Fakó …
Bakki á fæti undir skreytingar eða kræsingar. Fæst hjá Fakó og kostar 19.995 kr. Ljósmynd/Fako.is

Skreytingar úr náttúrunni

Þú getur alltaf treyst á að finna fallegar skreytingar í náttúrunni, en blóm, bæði lifandi og þurrkuð, greinar og strá bjóða upp á ótal möguleika í skreytingum. Hægt er að leika sér með mismunandi liti, áferð og samsetningu.

Þurrkaður vöndur með bleikum blómum. Fæst hjá Módern og kostar …
Þurrkaður vöndur með bleikum blómum. Fæst hjá Módern og kostar 3.990 kr. Ljósmynd/Modern.is
Vasi fyrir blóm, greinar eða strá. Fæst hjá Dimm og …
Vasi fyrir blóm, greinar eða strá. Fæst hjá Dimm og kostar 6.490 kr. Ljósmynd/Dimm.is
Gulur blómavasi. Fæst hjá Söstrene Grene og kostar 2.490 kr.
Gulur blómavasi. Fæst hjá Söstrene Grene og kostar 2.490 kr. Ljósmynd/Sostrenegrene.is
Þurrkaður vöndur með bláum blómum. Fæst hjá Purkhús og kostar …
Þurrkaður vöndur með bláum blómum. Fæst hjá Purkhús og kostar 2.990 kr. Ljósmynd/Purkhus.is
Fermingarkerti eftir grafíska hönnuðinn Vaiva Straukaité. Fæst hjá Studio Vast …
Fermingarkerti eftir grafíska hönnuðinn Vaiva Straukaité. Fæst hjá Studio Vast og kostar 6.900 kr Ljósmynd/Vast.is

Fullkomin stemning með kertaljósum

Mörgum þykir ómissandi að vera með fallegt fermingarkerti. Það er hins vegar hægt að nota kerti meira í skreytingar, til dæmis með fallegum kertastjökum og skemmtilegum kertum í mismunandi stærðum og með mismunandi áferð. Svo er líka hægt að skreyta kertin og stjakana með fallegum satínborða sem er bundinn í slaufu.

Fallegur kertastjaki. Fæst hjá Bast og kostar 4.995 kr.
Fallegur kertastjaki. Fæst hjá Bast og kostar 4.995 kr. Ljósmynd/Bast.is
Ljósblá mjó kerti fást hjá Söstrene Grene. Koma fjögur í …
Ljósblá mjó kerti fást hjá Söstrene Grene. Koma fjögur í pakka sem kostar 590 kr. Ljósmynd/Sostrenegrene.is
Sprittkertaglas. Fæst hjá Söstrene Grene og kostar 1.570 kr.
Sprittkertaglas. Fæst hjá Söstrene Grene og kostar 1.570 kr. Ljósmynd/Sostrenegrene.is
Há „rustic“ kerti. Fást hjá Dimm og kosta 990 kr.
Há „rustic“ kerti. Fást hjá Dimm og kosta 990 kr. Ljósmynd/Dimm.is

Klassíkin sem er ómissandi

Það má ekki gleyma þessum klassísku hlutum eins og servíettum, dúkum og gestabók sem geta vel verið notaðir sem skreytingar. Það er klassískt að vera með hvítan dúk með fallegri áferð og bæta svo smá litagleði við borðið með borðrenningi í flottum lit. Úrvalið af servíettum og gestabókum hefur svo sjaldan verið meira, en þar er hægt að leika sér með alls kyns liti og mynstur sem setja svip á fermingarborðið.

Gestabók eftir Tobbu Ólafsdóttur. Fæst hjá Farva og kostar 2.900 …
Gestabók eftir Tobbu Ólafsdóttur. Fæst hjá Farva og kostar 2.900 kr. Ljósmynd/Farvi.is
Servíettur frá Marimekko. Fæst hjá Heima Decor og pakkinn kostar …
Servíettur frá Marimekko. Fæst hjá Heima Decor og pakkinn kostar 995 kr. Ljósmynd/Heimadecor.is
Servíettur með bláu blómamynstri. Fást hjá Söstrene Grene og pakkinn …
Servíettur með bláu blómamynstri. Fást hjá Söstrene Grene og pakkinn kostar 448 kr. Ljósmynd/Sostrenegrene.is
Servíettur frá Reykjavík Letterpress. Fást hjá Epal og kosta frá …
Servíettur frá Reykjavík Letterpress. Fást hjá Epal og kosta frá 1.250 til 1.350 kr. Skjáskot/Instagram
Ólífugrænn borðrenningur fæst hjá Partý vörum og kostar 1.990 kr.
Ólífugrænn borðrenningur fæst hjá Partý vörum og kostar 1.990 kr. Ljósmynd/Partyvorur.is
Ljósasería á brúnu snæri. Fæst hjá Mimosa og kostar 2.790 …
Ljósasería á brúnu snæri. Fæst hjá Mimosa og kostar 2.790 kr. Ljósmynd/Mimosa.is
Klassískur hvítur dúkur. Fæst hjá Snúrunni og kostar 8.990 kr.
Klassískur hvítur dúkur. Fæst hjá Snúrunni og kostar 8.990 kr. Ljósmynd/Snuran.is
mbl.is