Sveitaperla frá árinu 1906 undir Eyjafjöllum

Heimili | 25. mars 2024

Sveitaperla frá árinu 1906 undir Eyjafjöllum

Á Skógum í Rangárþingi-eystra er að finna heillandi 117 fm einbýli á þremur hæðum sem reist var árið 1906. Glæsilegt útsýni er frá húsinu sem stendur á fallegum stað undir Eyjafjöllunum. 

Sveitaperla frá árinu 1906 undir Eyjafjöllum

Heimili | 25. mars 2024

Sannkölluð sveitaperla á besta stað!
Sannkölluð sveitaperla á besta stað! Samsett mynd

Á Skógum í Rangárþingi-eystra er að finna heillandi 117 fm einbýli á þremur hæðum sem reist var árið 1906. Glæsilegt útsýni er frá húsinu sem stendur á fallegum stað undir Eyjafjöllunum. 

Á Skógum í Rangárþingi-eystra er að finna heillandi 117 fm einbýli á þremur hæðum sem reist var árið 1906. Glæsilegt útsýni er frá húsinu sem stendur á fallegum stað undir Eyjafjöllunum. 

Húsið hefur verið innréttað á sjarmerandi máta og óhætt að segja að skandínavískur blær sé yfir því. Það sést meðal annars á hvítu viðargólfinu og máluðum panil á veggjum sem gefa húsinu mikinn sjarma og karakter. 

Útsýnið frá húsinu er stórbrotið, enda þykir svæðið undir Eyjafjöllum …
Útsýnið frá húsinu er stórbrotið, enda þykir svæðið undir Eyjafjöllum með fegurri svæðum á Íslandi. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Eignin státar af fjórum svefnherbergjum og einu baðherbergi.
Eignin státar af fjórum svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Fallegar ljósakrónur setja punktinn yfir i-ið

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í opnu rými með fallegum gluggum á fyrstu hæð hússins. Í eldhúsi má sjá stílhreina hvíta innréttingu, en í stað efri skápa eru hillur notaðar sem gerir rýmið opnara og bjartara. 

Á sömu hæð má einnig finna tvö af fjórum svefnherbergjum sem eignin státar af, en þar af er hlýlegt og sjarmerandi svefnherbergi sem hefur verið málað að hluta með mjúkum sandtón og að hluta með dekkri lit sem skapar skemmtilegan kontrast. Í báðum svefnherbergjunum má svo sjá fallegar ljósakrónur sem setja punktinn yfir i-ið. 

Óskað er eftir tilboði í eignina, en fasteignamatið er 22.900.000 kr. og brunabótamatið 40.650.000 kr.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Ytri-Skógar

Fallegt hvítt viðargólf og málaður panill á veggjum gefur eigninni …
Fallegt hvítt viðargólf og málaður panill á veggjum gefur eigninni mikinn sjarma. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Húsið er á þremur hæðum og var reist árið 1906.
Húsið er á þremur hæðum og var reist árið 1906. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is