Óvænt og hressandi endurkoma á íslensk heimili

Heimili | 10. mars 2024

Óvænt og hressandi endurkoma á íslensk heimili

Á undanförnum mánuðum hefur skemmtileg áferð eins og stál, ál og króm verið með endurkomu og fegrað ófá íslensk heimili.

Óvænt og hressandi endurkoma á íslensk heimili

Heimili | 10. mars 2024

Stálið er komið aftur í tísku!
Stálið er komið aftur í tísku! Samsett mynd

Á undanförnum mánuðum hefur skemmtileg áferð eins og stál, ál og króm verið með endurkomu og fegrað ófá íslensk heimili.

Á undanförnum mánuðum hefur skemmtileg áferð eins og stál, ál og króm verið með endurkomu og fegrað ófá íslensk heimili.

Svartur og gylltur hefur verið í tísku þegar kemur að blöndunartækjum, handklæðaofnum og hnífapörum undanfarin ár, en nú er stálið komið aftur í tísku og teygir sig nú yfir í húsgögn og óhefðbundna muni sem koma skemmtilega á óvart.

Augnakonfekt í eldhúsið

Stálið er ekki nýtt í eldhúsinu en það sem hefur þó sést í auknu mæli eru að falleg eldhústæki með stáláferð séu notuð sem skraut í eldhúsinu. Þar koma til dæmis kaffivélarnar sterkt inn, en það þykir fátt flottara en að vera með fallega kaffivél uppi á borði um þessar mundir. 

Það er ekki leiðinlegt að drekka kaffi úr tímalausri skandinavískri …
Það er ekki leiðinlegt að drekka kaffi úr tímalausri skandinavískri hönnun. Kaffivélin fæst hjá Sjöstrand og kostar 59.990 kr. Ljósmynd/Sjostrand.is
Sódatæki geta sannarlega glatt augað. Þetta fallega tæki er frá …
Sódatæki geta sannarlega glatt augað. Þetta fallega tæki er frá Aarke, en það fæst í Elko og kostar 48.995 kr Ljósmynd/Elko.is
Falleg kanna frá Audo Copenhagen poppar upp matarborðið. Hún fæst …
Falleg kanna frá Audo Copenhagen poppar upp matarborðið. Hún fæst í Epal og kostar 23.900 kr. Ljósmynd/Epal.is

Stærri húsmunir og húsgögn

Stál, ál og króm áferð hefur komið skemmtilega á óvart í stærri húsmunum og húsgögnum, enda áferð sem passar sérlega vel við allskyns efnivið eins og steypu, við og marmara. 

Þessi fallegi stóll er gerður úr nátt úrulegu áli sem …
Þessi fallegi stóll er gerður úr nátt úrulegu áli sem bætir skemmtilegri áferð inn í hvaða rými sem er. Hann er frá danska merkinu Frama og fæst í Mikado þar sem hann kostar 139.990 kr. Ljósmynd/Mikado.store
Þessi spegill er eins og listaverk, en hann er gerður …
Þessi spegill er eins og listaverk, en hann er gerður úr uppblásnu stáli sem er pólerað og hitameðhöndlað. Spegillinn fæst í Haf Store og kostar 390.000 kr. Ljósmynd/Hafstore.is
Split-borðið frá danska hönnunarhúsinu Hay er afar formfagurt, en speglunin …
Split-borðið frá danska hönnunarhúsinu Hay er afar formfagurt, en speglunin í stálinu gefur borðinu og skrautmunum sem prýða borðið mikinn karakter. Borðið fæst í Epal og kostar frá 30.900 til 83.900 kr. Ljósmynd/Epal.is

Klassík sem klikkar ekki

Silfrið hefur einnig verið að koma sterkt inn í smærri húsmunum sem eru klassískir eins og kertastjakar, lampar, ljós og borðskraut. Það er auðvelt að poppa heimilið upp með þessum húsmunum sem gefa hvaða rými sem er skemmtilegan karakter. 

Hinn geysivinsæli Flowerpot-lampi fæst með krómaðri áferð. Klassísk og tímalaus …
Hinn geysivinsæli Flowerpot-lampi fæst með krómaðri áferð. Klassísk og tímalaus hönnun eftir Verner Panton. Lampinn fæst í Epal og kostar frá 27.900 til 69.500 kr. Ljósmynd/Epal.is
Silfruðu Dripkertastjakarnir frá Pols Potten eru með skemmtilegri áferð sem …
Silfruðu Dripkertastjakarnir frá Pols Potten eru með skemmtilegri áferð sem fangar augað. Þeir fást í Norr 11 og kosta frá 10.490 til 31.990 kr. Ljósmynd/Norr11.is
Virkilega skemmtilegar glasamottur eftir Sophie Lou Jacobsen. Þær fást hjá …
Virkilega skemmtilegar glasamottur eftir Sophie Lou Jacobsen. Þær fást hjá Norr11 og pakki með fjórum glasamottum kostar 14.900 kr. Ljósmynd/Norr11.is
mbl.is