Davíð keypti höll Skúla Mogensen

Húsið stendur við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi og er 609 fm.
Húsið stendur við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi og er 609 fm. mbl.is

Davíð Helgason hefur fest kaup á Hrólfsskálavör 2 sem áður var í eigu Skúla Mogensen. Húsið þykir eitt glæsilegasta hús landsins og stendur það á besta stað við sjóinn úti á Seltjarnarnesi. Húsið er 609 fm að stærð og var ekkert til sparað þegar það var byggt. 

Davíð er 43 ára og efnaðist á hugbúnaðargeiranum en hann er stofnandi fyrirtækisins Unity. Hann hefur búið mikið erlendis en átt látlaust húsnæði í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann hefur dvalið þegar hann er á landinu. Þess má geta að Davíð er bróðir Egils Helgasonar fjölmiðlamanns. 

Húsið hönnuðu Steve Christer og Mar­grét Harðardóttiur hjá Studio Granda og er fast­eigna­mat þess 261 millj­ón króna. Gríma Björg Thorarensen, unnusta Skúla, hannaði húsið að innan ásamt Selmu Ágústsdóttur innanhússhönnuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál