Björgólfur og Davíð á meðal þeirra ríkustu í heimi

Björgólfur Thor Bórgólfsson og Davíð Helgason eru að gera það …
Björgólfur Thor Bórgólfsson og Davíð Helgason eru að gera það gott. Samsett mynd

Tveir Íslendingar eru á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Athafnamennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Davíð Helgason sitja á listanum en alls komast 2.668 nöfn á lista Forbes sem kom út í gær. 

Fjárfestirinn Björgólfur Thor situr í 1.238 sæti á listanum og eru eignir hans metnar á 2.5 milljarða Bandaríkjadala. Björgólfur rauk upp listann en í fyrra var hann í sæti númer 1.444 og voru eignir hans þá metnar á 2,2 millj­arða Banda­ríkja­dala. 

Davíð Helgason stofnandi Unity rétt nær inn á listann en hann situr í 2.448 sæti. Hann færist þó ofar á listann frá því í fyrra en í fyrra var hann í sæti númer 2.674 á lista Forbes. Eignir Davíðs eru metnar á 1,1 milljarða Bandaríkjadala. 

Efstur á lista Forbes situr Elon Musk, stofnandi Tesla. Í öðru sæti er Jeff Bezos stofnandi Amazon og í þriðja sæti er Bernard Arnault og fjölskylda en fjölskyldan á tískufyrirtæki á borð við Louis Vuitton. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál