10 hlutir sem koma þér í alvöru hlaupagír

Fatastíllinn | 7. mars 2024

10 hlutir sem koma þér í alvöru hlaupagír

Í síðustu viku var kominn smá vorfílingur í landsmenn og það þýðir aðeins eitt – nú er hlaupadellan að yfirtaka landann. Hvort sem markmiðið er að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, hlaupa Laugaveginn eða einfaldlega skokka í kringum Rauðavatn þá finnur þú allt sem þú þarft til að koma þér í hlaupagírinn á óskalista vikunnar!

10 hlutir sem koma þér í alvöru hlaupagír

Fatastíllinn | 7. mars 2024

Það styttist í hlaupasumarið!
Það styttist í hlaupasumarið! Samsett mynd

Í síðustu viku var kominn smá vorfílingur í landsmenn og það þýðir aðeins eitt – nú er hlaupadellan að yfirtaka landann. Hvort sem markmiðið er að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, hlaupa Laugaveginn eða einfaldlega skokka í kringum Rauðavatn þá finnur þú allt sem þú þarft til að koma þér í hlaupagírinn á óskalista vikunnar!

Í síðustu viku var kominn smá vorfílingur í landsmenn og það þýðir aðeins eitt – nú er hlaupadellan að yfirtaka landann. Hvort sem markmiðið er að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, hlaupa Laugaveginn eða einfaldlega skokka í kringum Rauðavatn þá finnur þú allt sem þú þarft til að koma þér í hlaupagírinn á óskalista vikunnar!

Númer eitt, tvö og þrjú!

Ef það er eitthvað eitt sem þú verður að vera með á hreinu fyrir hlaupin þá eru það hlaupaskórnir. Þeir eru algjört lykilatriði og geta skipt sköpum bæði í æfingarferlinu sjálfu og á keppnisdegi.

Það er því mikilvægt að vanda valið, en úrvalið af hlaupaskóm hefur sjaldan verið betra en það er í dag. Þessir skór frá On Running henta fyrir fjölbreytt götuhlaup, en þeir eru með geggjaðri dempun sem dekrar við fæturna. 

ON Cloudmonster 2 skórnir fást hjá Sportvörum og kosta 30.990 …
ON Cloudmonster 2 skórnir fást hjá Sportvörum og kosta 30.990 kr. Ljósmynd/Sportvorur.is

Hlý og létt!

Það getur verið snúið að finna góðan hlaupafatnað sem hentar íslenskri veðráttu, enda óþægilegt að verða of heitt eða of kalt í miðju hlaupi. Þessi flísjakki frá Metta Sport er fullkominn fyrir veturinn og vorið, en hann er í senn mjúkur, léttur og hlýr.

Flísjakki fæst hjá Metta Sport og kostar 11.990 kr.
Flísjakki fæst hjá Metta Sport og kostar 11.990 kr. Ljósmynd/Mettasport.is

Einfalt og gott!

Þegar hlaupin fara að lengjast er algjör snilld að eiga gott hlaupavesti eins og þetta með góðum vatnsbrúsum, enda mikilvægt að vökva sig rétt í hlaupunum! 

Hlaupavesti frá Terrex fæst hjá Músik og Sport og kostar …
Hlaupavesti frá Terrex fæst hjá Músik og Sport og kostar 26.990 kr. Ljósmynd/Musikogsport.is

Hlýrri buxur sem bjarga lærunum!

Á köldum dögum er nauðsynlegt að eiga hlýjar hlaupabuxur eins og þessar. Þær eru frá merkinu Arc'tyrex og eru léttar, teygjanlegar og hlýjar með góðri öndun og tveimur vösum á hliðunum. Fullkomnar í vetrarhlaupin!

Hlýjar hlaupabuxur frá Arc'tyrex fást hjá Fjallakofanum og kosta 24.995 …
Hlýjar hlaupabuxur frá Arc'tyrex fást hjá Fjallakofanum og kosta 24.995 kr. Ljósmynd/Fjallakofinn.is

Hinn fullkomni hlaupajakki!

Allir hlauparar verða að eiga góðan hlaupajakka. Þessi tikkar í ansi mörg box, sérstaklega fyrir okkur sem búum á Íslandi, en hann er léttur, vatnsfráhrindandi, með endurskini allan hringinn og hentar fyrir allt að -5 °C.

Hlaupajakki frá Fusion fæst hjá Fætur toga og kostar 31.990 …
Hlaupajakki frá Fusion fæst hjá Fætur toga og kostar 31.990 kr. Ljósmynd/Faeturtoga.is

Óskiljanlega töff!

Síðan hvenær eru litrík hlaupasólgleraugu svona fáránlega töff? Það er eitthvað við þau – hvort þau láti mann hlaupa hraðar er ekki vitað, en þau virðast búa yfir einhverjum töfrum fyrir heildarlúkkið. 

Sólgleraugu frá Julbo fást í Hlaupár og kosta 31.700 kr.
Sólgleraugu frá Julbo fást í Hlaupár og kosta 31.700 kr. Ljósmynd/Hlaupar.is

Ull fyrir hálsinn!

Hér er enn ein varan sem er ómissandi að eiga á Íslandi – strokkur úr 100% Merino-ull sem hlýjar hálsinum á köldum dögum!

Strokkur úr Merino-ull fæst hjá 66° Norður og kostar 6.000 …
Strokkur úr Merino-ull fæst hjá 66° Norður og kostar 6.000 kr. Ljósmynd/66north.com

Í sól, rigningu og snjókomu!

Það virðast gilda öðruvísi reglur fyrir hlaupaderhúfur en venjulegar derhúfur, því það þykir ekkert eðlilegra en að nota þær sama hvernig viðrar – ekki bara í sól, heldur líka í rigningu og snjókomu!

Derhúfa frá Aim'n fæst hjá Wodbúð og kostar 3.990 kr.
Derhúfa frá Aim'n fæst hjá Wodbúð og kostar 3.990 kr. Ljósmynd/Wodbud.is

Létt og gott til að henda yfir sig!

Þetta flotta og létta vesti frá Aim'n er góð viðbót í fataskáp hlauparans og þarf ekki betri útskýringu en það!

Vesti frá Aim'n fæst hjá Wodbúð og kostar 11.990 kr.
Vesti frá Aim'n fæst hjá Wodbúð og kostar 11.990 kr. Ljósmynd/Wodbud.is

Ástaróður til hlaupa!

Heimsfrægi rithöfundurinn Haruki Murakami hefur stundað langhlaup um langt árabil. Hann skrifar um reynslu sína í bókinni What I Talk About When I Talk About Running.

Bókin fæst hjá Pennanum Eymundsson og kostar 3.299 kr.
Bókin fæst hjá Pennanum Eymundsson og kostar 3.299 kr. Ljósmynd/Penninn.is
mbl.is