10 hugmyndir að ástargjöfum frá þér til þín

Snyrtibuddan | 8. febrúar 2024

10 hugmyndir að ástargjöfum frá þér til þín

Valentínusardagurinn er handan við hornið. Á þessum fallega degi er um að gera að fagna ástinni, en þótt dagurinn snúist oft um ást á milli tveggja einstaklinga þá má hann líka snúast um ástina sem er líklega hve mikilvægast að við finnum í þessu lífi – sjálfsástina!

10 hugmyndir að ástargjöfum frá þér til þín

Snyrtibuddan | 8. febrúar 2024

Óskalisti vikunnar er afar skemmtilegur!
Óskalisti vikunnar er afar skemmtilegur! Samsett mynd

Valentínusardagurinn er handan við hornið. Á þessum fallega degi er um að gera að fagna ástinni, en þótt dagurinn snúist oft um ást á milli tveggja einstaklinga þá má hann líka snúast um ástina sem er líklega hve mikilvægast að við finnum í þessu lífi – sjálfsástina!

Valentínusardagurinn er handan við hornið. Á þessum fallega degi er um að gera að fagna ástinni, en þótt dagurinn snúist oft um ást á milli tveggja einstaklinga þá má hann líka snúast um ástina sem er líklega hve mikilvægast að við finnum í þessu lífi – sjálfsástina!

Óskalista vikunnar prýða því 10 hugmyndir að fallegum ástargjöfum frá þér til þín.

Blómstrandi ást!

Ef það er eitthvað eitt sem þú ættir að gera á degi ástarinnar þá er það að kaupa draumablómavöndinn þinn. Það eru margar fallegar blómabúðir sem bjóða upp á litríka og glaðlega blómvendi sem gleðja augað. 

Hjá 4 Árstíðum er gott úrval af fallegum blómum sem …
Hjá 4 Árstíðum er gott úrval af fallegum blómum sem gleðja augað. Skjáskot/Instagram

Tímalaus klassík í fataskápinn!

Blazer-jakkar eru ómissandi í alla fataskápa, enda tímalsaus flík með mikið notagildi. Gerðu vel við þig og splæstu í draumajakkann í tilefni dagsins!

Blazer-jakki frá Co'Couture fæst hjá Andrea by Andrea og kostar …
Blazer-jakki frá Co'Couture fæst hjá Andrea by Andrea og kostar 32.900 kr. Ljósmynd/Andrea.is

Inni- eða útiskór?

Þessir skór eru extra kósí og geta nýst sem inniskór allan ársins hring, en á góðum sumardegi er vel hægt að skella sér í þeim út!

Inniskór frá Flattered fást í Andrá og kosta 29.900 kr.
Inniskór frá Flattered fást í Andrá og kosta 29.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

Sápan sem alla dreymir um!

Vissir þú að það væri hægt að láta sér dreyma um handsápu? Þessi fallega handsápa frá Aesop er á óskalistra margra fagurkera, en hún dekrar við hendurnar um leið og hún gleður augað. 

Handsápa frá Aesop fæst hjá Madison ilmhúsi og kostar 6.500 …
Handsápa frá Aesop fæst hjá Madison ilmhúsi og kostar 6.500 kr. Ljósmynd/Madison.is

Morgunbollinn!

Stundum þarf ekki meira en nýjan fallegan kaffibolla til að gera daginn margfalt betri, sérstaklega yfir vetrartímann þegar við treystum á kaffið til að hlýja okkur í frostinu. Þessir fallegu bollar eru framleiddir af Guðbjörgu Káradóttur fyrir Haf Store. 

Espresso bolli frá KER fæst hjá Haf Store og kostar …
Espresso bolli frá KER fæst hjá Haf Store og kostar 3.900 kr. Ljósmynd/Hafstore.is

Vertu tilbúin í sumarið!

Nú er langur janúarmánuður með fimm mánudögum liðinn og þá má byrja að hlakka til sumarsins! Þessir trylltu Adidas skór verða skotheldir í sumar og munu fríska upp á lúkkið. 

Handball Spezial skór frá Adidas fást í Húrra og kosta …
Handball Spezial skór frá Adidas fást í Húrra og kosta 22.990 kr. Ljósmynd/Hurrareykjavik.is

Ilmandi ró!

Það er fátt betra en falleg ilmkerti á köldum vetrarkvöldum. Þetta fallega ilmkerti er frá Audo Copenhagen og passar inn í hvaða rými sem er. 

Ilmkerti frá Audo Copenhagen fæst í Epal og kostar 8.500 …
Ilmkerti frá Audo Copenhagen fæst í Epal og kostar 8.500 kr. Ljósmynd/Epal.is

Draumarúmið!

Það er tilvalið að nýta dag ástarinnar í að kaupa eitthvað sem er búið að vera lengi á óskalistanum, til dæmis rúmbotn!

Rúmbotninn fæst hjá Myrk Store og kostar 374.990 kr.
Rúmbotninn fæst hjá Myrk Store og kostar 374.990 kr. Ljósmynd/Myrkstore.is

TaskAN!

Þessa tösku dreymir marga um að eignast, enda fáránlega flott en samt svo einföld og klassík. Fullkomin ástargjöf frá þér til þín!

Taskan fæst hjá Kalda og kostar 66.600 kr.
Taskan fæst hjá Kalda og kostar 66.600 kr. Ljósmynd/Kalda.com

Krúttgjöfin!

Þó það sé gaman að splæsa í eitthvað í dýrari kantinum sem er búið að vera lengi á óskalistanum þarf ástargjöfin ekki að kosta mikið. Þessir sætu sokkar eru fullkomnir fyrir þá sem vilja krúttgjöf í tilefni dagsins!

Sokkarnir fást hjá Mjöll og kosta 3.200 kr.
Sokkarnir fást hjá Mjöll og kosta 3.200 kr. Ljósmynd/Mjoll.is
mbl.is