Með stóra drauma en engin framtíðarplön

Framakonur | 10. febrúar 2024

Með stóra drauma en engin framtíðarplön

Gerða Jónsdóttir hefur verið einn vinsælast þjálfari landsins að undanförnu og er oft kennd við námskeiðin INSHAPE. Gerða stóð á tímamótum fyrir áramót þegar hún tók ákvörðun um að hætta með námskeiðin í World Class. Hún segir að síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverðar og lærdómsríkar. 

Með stóra drauma en engin framtíðarplön

Framakonur | 10. febrúar 2024

Gerða Jónsdóttir fylgir innsæinu.
Gerða Jónsdóttir fylgir innsæinu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Gerða Jónsdóttir hefur verið einn vinsælast þjálfari landsins að undanförnu og er oft kennd við námskeiðin INSHAPE. Gerða stóð á tímamótum fyrir áramót þegar hún tók ákvörðun um að hætta með námskeiðin í World Class. Hún segir að síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverðar og lærdómsríkar. 

Gerða Jónsdóttir hefur verið einn vinsælast þjálfari landsins að undanförnu og er oft kennd við námskeiðin INSHAPE. Gerða stóð á tímamótum fyrir áramót þegar hún tók ákvörðun um að hætta með námskeiðin í World Class. Hún segir að síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverðar og lærdómsríkar. 

„Námskeiðin voru búin að ganga vel frá upphafi og því var þetta ekki auðveld ákvörðun en hárrétt engu að síður. Ég fylgdi innsæinu þrátt fyrir að engin framtíðarplön lægju fyrir; nema það að fara í langþráða kviðaðgerð eftir þrjár meðgöngur,“ segir Gerða um ákvörðunina. 

Gott að fá fjarlægð

Að undanförnu hefur hún verið að byggja upp styrk eftir aðgerðina. 

„Bataferlið eftir aðgerðina er svo búið að ganga töluvert hægara en ég bjóst við og það hefur reynt mest á andlegu hliðina. Núna, tveimur mánuðum eftir aðgerð, er ég rétt byrjuð að synda og fara í léttar göngur og hef einmitt náð að draga hluta af INSHAPE hópnum með mér! Það sem var dýrmætast fyrir mig í gegnum námskeiðin, var að eignast dásamlegar vinkonur sem deila sömu markmiðum og eru alltaf til í allskonar vitleysu með mér,“ segir Gerða. 

„Ég hef lært alveg helling á þessu ferli og er mjög þakklát fyrir að hafa haft möguleika á að staldra við, hlúa að sjálfri mér og endurskoða hvert leiðin liggur. Ég mun taka mér þann tíma sem ég þarf til þess að ná góðum bata og bæti því svo í reynslubankann. Það er gott að horfa á heildarmyndina úr smá fjarlægð til að geta þroskast og vaxið enn meira og á nýja vegu.“

Situr ekki auðum höndum

Gerða er alltaf með mörg járn í eldinum þó svo að dagurinn hennar hafi breyst aðeins. Framtíðin er spennandi. 

„Þrátt fyrir að hafa hætt með námskeiðin, þá sit ég ekki auðum höndum og var nýverið að taka að mér spennandi verkefni sem þjálfari fyrir Miss Universe Iceland sem fer fram í haust.
Hvað INSHAPE varðar þá er endurbætt heimasíða á leið í loftið – með allskyns heilsutengdum vörum og er stefnan tekin á að stækka hana með tímanum. Mig langar líka að halda fleiri heilsutengda viðburði og er með nokkrar hugmyndir á teikniborðinu fyrir 2024.

Hvað þjálfun varðar, sem er líklega algengasta spurningin sem ég fæ, þá hefur mér boðist að þjálfa hjá ýmsum stöðvum en planið var ekki að fara úr einni stöð í aðra. Það er ekki þar með sagt að ég fari ekki að þjálfa aftur. Ég á mér stóra drauma og elska að þjálfa svo ég útiloka ekki að fara aftur af stað þegar rétti tíminn kemur.“

Gerða er með mörg járn í eldinum.
Gerða er með mörg járn í eldinum. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is