„Ég er alltaf til í að stökkva í frekar djúpar laugar“

Framakonur | 13. mars 2024

„Ég er alltaf til í að stökkva í frekar djúpar laugar“

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikstýrði og skrifaði handrit að söngleiknum Rocketman sem settur var upp í Verslunarskóla Íslands á dögunum. Hún er afar kunn staðháttum í Verslunarskóla Íslands en þar stundaði hún sjálf nám sem unglingur en hún sótti um að komast inn til þess að geta leikið. Hún fékk þó ekki kjarkinn til að láta ljós sitt skína fyrr en hún var komin á þriðja ár. 

„Ég er alltaf til í að stökkva í frekar djúpar laugar“

Framakonur | 13. mars 2024

Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkona hefur staðið í ströngu síðustu mánuði …
Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkona hefur staðið í ströngu síðustu mánuði en hún gerði handrit og leikstýrði söngleiknum Rocketman.

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikstýrði og skrifaði handrit að söngleiknum Rocketman sem settur var upp í Verslunarskóla Íslands á dögunum. Hún er afar kunn staðháttum í Verslunarskóla Íslands en þar stundaði hún sjálf nám sem unglingur en hún sótti um að komast inn til þess að geta leikið. Hún fékk þó ekki kjarkinn til að láta ljós sitt skína fyrr en hún var komin á þriðja ár. 

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikstýrði og skrifaði handrit að söngleiknum Rocketman sem settur var upp í Verslunarskóla Íslands á dögunum. Hún er afar kunn staðháttum í Verslunarskóla Íslands en þar stundaði hún sjálf nám sem unglingur en hún sótti um að komast inn til þess að geta leikið. Hún fékk þó ekki kjarkinn til að láta ljós sitt skína fyrr en hún var komin á þriðja ár. 

Landsmenn þekkja Júlíönu Söru úr þáttunum Venjulegt fólk sem sýndir hafa verið í Sjónvarpi Símans Premium. Í söngleiknum Rocketman er líka stutt í húmorinn líkt og í Venjulegu fólki, þótt verkið sé sorglegt á köflum. Söngleikurinn fjallar um líf og störf tónlistarmannsins Elton John og er alveg nýtt af nálinni því Júlíana gerði handritið að söngleiknum ásamt því að leikstýra verkinu.

„Nemó nefndin er skipuð af svo bilað flottum krökkum sem komu með þessa frábæru hugmynd. Rocketman hefur ekki verið sett á svið áður og því fannst mér sjálfri tilvalið að stökkva í djúpu laugina og skrifa handrit að sýningu sem væri glæný. Það var einmitt það sem sem heillaði okkur mest, að setja upp söngleikrit sem ekki hefur verið sett upp áður,“ segir Júlíana sem hefur leikstýrt nokkrum menntaskólaskýningum. Þar á meðal Listó leikriti Verslunarskóla Íslands, Back to the future. Hún segist alltaf vera óhrædd við áskoranir. 

„Ég er alltaf til í að stökkva í frekar djúpar laugar,“ segir hún og hlær. 

Hér er hópurinn sem leikur, dansar og syngur í söngleiknum …
Hér er hópurinn sem leikur, dansar og syngur í söngleiknum Rocketman.

Hvað tekur svona ferli langan tíma?

„Það er misjafnt en ég sjálf byrjaði ferlið í ágúst. Þá byrjaði ég að leggja drög að handriti en æfingarnar byrjuðu síðan um mánaðarmótin október/nóvember. Við frumsýndum verkið í lok febrúar, svo þetta eru nokkrir mánuðir af stanslausri gleði.“

Hver var mesta áskorunin í þessu verkefni?

„Mér finnst alltaf mest krefjandi að setja upp stykki sem ég sjálf hef skrifað þar sem þá er ég ekki bara leikstjórinn á hlaupum í hausnum heldur líka handritshöfundurinn. Það sem gerði þó áskorunina svo skemmtilega og auðveldaði mér ferlið til muna var allt listræna teymið sem unnu með mér að sýningunni en ég hefði ekki getað þetta án þeirra. Þvílíkir fagmenn, þau Helga Margrét söngstjóri, Aníta Rós danshöfundur og Snorri Beck tónlistarstjóri. Ég verð líka að nefna hann Friðrik Sturluson en hann þýddi öll lögin og kom sýningunni á annað level með þessum stórkostlega fallegu söngtextum,“ segir Júlíana. 

Júlíana Sara og Andri Jóhannesson trúlofuðu sig um áramótin.
Júlíana Sara og Andri Jóhannesson trúlofuðu sig um áramótin.

Hvað stóð upp úr í ferlinu?

„Það er svo mikið. Mig langar að segja, þegar ég sá allt smella í lokavikunni en þá trylltist ég úr stolti af krökkunum mínum. En það var reyndar ofsalega oft sem ég trylltist úr stolti yfir þeim svo það eru aðeins of mörg móment til að ég geti hreinlega valið úr,“ segir hún. 

Gerðist eitthvað fyndið á æfingatímabilinu?

„Ég hlæ upphátt á því að segja frá þessu en í leikritinu eru oft hraðaskiptingar og í þessu tiltekna rennsli var með fyrstu skiptunum sem við vorum að renna með öllum búningum. Leikkonan sem leikur fyrrverandi konu Elton kemur fram og á að vera öfga alvarleg í dramatískri senu með Elton. Nema það að hún kemur fram hálf haltrandi þar sem hún náði bara að fara úr öðrum hælaskónum áður en hún kom inn á svið. Þau leika síðan stórkostlega alla senuna, hún labbandi eins og mörgæs, í hælaskó á hægri en inniskó á vinstri en nær samt með óskiljanlegum hætti að halda andliti en við listræna teymið náðum náttúrulega ekki andanum af hlátri.“

Júlíana var sjálf í Verslunarskóla Íslands og var einu sinni í sömu sporum og unga fólkið sem hún leikstýrði í Rocketman. 

„Ég er að sjálfsögðu gamall Verslingur en fór einmitt í skólann út af leikritunum þar sem draumurinn var alltaf leiklistin. Þorið hjá mér kom síðan ekki fyrr en á þriðja árinu mínu en þá fór ég á fullt í leikritin og mikið sem ég er þakklát fyrir það. Reynsla sem nýttist mér vel fyrir leiklistarskólann,“ segir hún. 

Júlíana Sara hefur hlotið lof fyrir leik sinn og handritsgerð …
Júlíana Sara hefur hlotið lof fyrir leik sinn og handritsgerð í þáttaröðinni Venjulegt fólk sem sýnd hefur verið í Sjónvarpi Símans Premium.

Ertu mikill Elton John aðdáandi?

„Áður en ég byrjaði í „research“ vinnunni fyrir skrifin þá held ég að ég hafi hreinlega ekki áttað mig á því hversu mikill aðdáandi ég væri en þá fyrst komst ég að því að öll, bókstaflega öll lögin hans væru tryllt. Svo já. Mikill aðdáandi í dag.“

Sérðu fyrir þér að stjörnur sýningarinnar munu snúa sér að leiklist í framtíðinni?

„Ég get allavega sagt það að hver einn og einasti í sýningunni á framtíðina fyrir sér í listinni. Það er eiginlega ruglað hvað það eru miklir hæfileikar þarna. Þannig ég get ekki trúað öðru.“

Hvað um þig sjálfa– hvað tekur nú við þegar þessari vinnu lýkur?

„Nú kem ég með svona „týpískt“ svar. Það verður bara að koma í ljós. Mörg spennandi verkefni. Ég get þó allavega sagt það að eins og staðan er akkúrat núna að þá er ég á fullu í skrifum.“

Er meira Venjulegt fólk væntanlegt í sjónvarpið?

„Ekki í bili en hver veit? Kannski kemur meira einn daginn. Ég veit bara að ég er alveg ofboðslega þakklát fyrir þetta 6 ára ævintýri.“

Hvað gerir þú til þess að halda þér á tánum í vinnunni?

„Veistu ég eiginlega bara veit það ekki. Ég er með „athyglissnilld“ eins og hannKrissi úr já-kastinu orðar svo snilldarlega um athyglisbrest en ég held að það hjálpi mér alltaf í vinnum sem þessum. Þá fæ ég einhvernúltra fókus þannig að ég gef mig alla í vinnuna. Alveg þannig að það er oftar en ekki sem ég er að leysa úr einhverjum flækjum sem tengist vinnunni í draumum mínum.“

Hér er Júlíana Sara með Andra og börnunum tveimur.
Hér er Júlíana Sara með Andra og börnunum tveimur.

Hvernig er rútínan þín í lífinu?

„Það er í rauninni enginn dagur eins hjá mér en þannig finnst mér lífið einmitt skemmtilegast. Ég vinn í törnum sem þýðir líka það að ég get tekið því rólega á milli tarna. Það er einmitt skemmtilegt að segja frá því að það er staðan núna. Nú er ég akkúrat á milli tarna og er stödd með fjölskyldunni minni í íbúðinni okkar á Alicante í dásamlegu fríi á meðan að ég svara þessum spurningum.“

Hvað gerir þú til þess að halda þér í andlegu og líkamlegu formi?

„Það sem heldur mér í andlegu jafnvægi og gerir mig jafnframt hamingjusama á hverjum degi eru börnin mín, fjölskylda og vinir. Ég held líka fast í trúna og bið á hverjum degi en það jarðbindur mann og nærir. Mér finnst það líka svo ofboðslega góð áminning um það sem skiptir mestu máli í lífinu. Ég hleyp líka mikið en þannig losa ég um einhverja útrás en hlaupin hafa m.a verið mín þerapía í mörg ár.“

Hvað drífur þig áfram?

„Ætli það sé ekki bara það að mig langar til þess að verða betri með hverjum deginum.“

Hvað hefðir þú viljað vita þegar þú varst 20 ára sem þú veist í dag?

„Ég eyddi svo mörgum dögum í óþarfa áhyggjur. Ég hefði viljað vita að ég gæti bara treyst. Treyst vegferðinni, því það reddast alltaf allt.“

Júlíana Sara kýs að vera sólarmegin í lífinu.
Júlíana Sara kýs að vera sólarmegin í lífinu.
mbl.is