Harpa Hjálmtýs nýr samskiptaskapari Sigríðar Hrundar

Framakonur | 14. febrúar 2024

Harpa Hjálmtýs nýr samskiptaskapari Sigríðar Hrundar

Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra.

Harpa Hjálmtýs nýr samskiptaskapari Sigríðar Hrundar

Framakonur | 14. febrúar 2024

Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra.

Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra.

Harpa Björg er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur bætt við sig námskeiðum í viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga frá sama háskóla.

„Harpa er drífandi, eldklár, snögg að hugsa og leitar nýrra lausna sem ég kann afar vel við. Hún hefur jákvæðan og nærandi persónuleika og hrífur fólk með sér. Hún er frábær viðbót við framboð mitt og mun á næstu mánuðum reynast framboðsteyminu afar vel. Það lýsir Hörpu vel að hún var fyrst til að sækja um auglýsta stöðu Samskiptaskapara og kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera,“ segir Sigríður Hrund.

Harpa hefur reynslu úr fjármálageiranum sem m.a. sérfræðingur í eignastýringu og viðburðastjórnun. 

„Ég hlakka til að takast á við næstu mánuði við hlið Sigríðar og þau fjölbreyttu verkefni sem eðlilega munu koma upp á leiðinni. Forsetaframboð Sigríðar er einstakt tækifæri til að nálgast hlutina á nýja skapandi vegu, nýta fyrirliggjandi einstaka þekkingu og reynslu Sigríðar okkur öllum til góðs og það verður afar gefandi að finna nýjar leiðir til að nálgast þjóðina. Sigríður Hrund hefur einstakan hæfileika til að tengjast fólki og sameina til aðgerða.Ég hlakka til að vera hennar bakland á þessu framúrskarandi ferðalagi,“ segir Harpa Björg.

mbl.is