„Ég pæli mjög lítið í fatamerkjum“

Fatastíllinn | 16. mars 2024

„Ég pæli mjög lítið í fatamerkjum“

Helena María Davíðsdóttir er 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands, en hún er á þriðja ári í skólanum og mun útskrifast þaðan í vor. Helena er mikill tískuunnandi og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku. Sjálf lýsir hún fatastíl sínum sem mjög fjölbreyttum, en hún segist pæla mjög lítið í fatamerkjum og verslar aðallega notuð föt.

„Ég pæli mjög lítið í fatamerkjum“

Fatastíllinn | 16. mars 2024

Helena María Davíðsdóttir er með flottan fatastíl, en hún segist …
Helena María Davíðsdóttir er með flottan fatastíl, en hún segist lítið pæla í merkjum og verslar aðallega notuð föt. Samsett mynd

Helena María Davíðsdóttir er 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands, en hún er á þriðja ári í skólanum og mun útskrifast þaðan í vor. Helena er mikill tískuunnandi og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku. Sjálf lýsir hún fatastíl sínum sem mjög fjölbreyttum, en hún segist pæla mjög lítið í fatamerkjum og verslar aðallega notuð föt.

Helena María Davíðsdóttir er 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands, en hún er á þriðja ári í skólanum og mun útskrifast þaðan í vor. Helena er mikill tískuunnandi og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku. Sjálf lýsir hún fatastíl sínum sem mjög fjölbreyttum, en hún segist pæla mjög lítið í fatamerkjum og verslar aðallega notuð föt.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Stíllinn minn er mjög fjölbreyttur. Stundum klæðist ég hversdagslegum eða kósí fötum, en aðra daga er ég mjög „extra“ – það er afar mismunandi eftir dögum. Ef ég ætti að lýsa fatastílnum mínum í þremur orðum væri það líklegast „fancy“, „bling“ og drama.

Ég er ávallt til í að klæða mig upp og mæta í því sem ég vil í skólann, þó það teljist vera mjög fínt. Mér þykir það einfaldlega sjúklega gaman og eykur sjálfstraustið.“

Helenu þykir gaman að klæða sig upp og segir það …
Helenu þykir gaman að klæða sig upp og segir það auka sjálfstraustið. Elín Freyja Andradóttir, sem rekur fyrirtækið Project Torp, hannaði og saumaði kjólinn.

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Oftar en ekki er ég í víðum gallabuxum og þægilegri peysu en bæti síðan „outfittið“ með miklu skarti og aukahlutum. Ég er til dæmis alltaf með belti, stóra eyrnalokka, í flottum skóm og nettum jakka – það gerir öll „outfit“ betri.“

Dagsdaglega er Helena oftast í víðum gallabuxum og flottri peysu.
Dagsdaglega er Helena oftast í víðum gallabuxum og flottri peysu.

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Þegar ég fer eitthvað fínt elska ég að vera smá „extra“ og prufa mig áfram. Ég elska hæla og er oft með mikið og stórt skart, sem og flotta tösku, belti og hárspöng. Ég er oft í buxum, bol og flottum hakka en það fer mjög svo eftir tilefninu. 

Ég fer jafnframt oft í síðkjóla eða pils, og á það til að setja þetta allt saman og vera í stuttum kjól yfir gallabuxur. eins og ég hef sagt áður þá er ég mjög opin fyrir öllu sem við kemur tísku og er oft að dunda mér við það að setja saman föt fyrir skemmtileg tilefni.“

Helenu þykir skemmtilegt að setja saman dress fyrir skemmtileg tilefni …
Helenu þykir skemmtilegt að setja saman dress fyrir skemmtileg tilefni og er óhrædd við að prófa sig áfram.

Hvert sækir þú tískuinnblástur?

„Ég sæki tískuinnblástur minn mikið frá Pinterest og mömmu minni. Þrátt fyrir að ég og mamma séum með afar ólíkan fatastíl þá eru margar gersemar sem leynast í fataskápnum hennar og ég lít afar mikið upp til hennar þegar að það kemur að tísku.“

Helena sækir tískuinnblástur til móður sinnar og segir margar gersemar …
Helena sækir tískuinnblástur til móður sinnar og segir margar gersemar leynast í fataskápnum hennar.

Hver eru bestu fatakaupin?

„Uppáhaldsflíkin mín eru gráar buxur sem ég keypti í Spúútnik. Þær henta vel fyrir öll tilefni og eru afar þægilegar. stundum er ég í kjól og hælum við buxurnar eða einfaldlega í þægilegum strigaskóm og bol, það fer eftir dögum. 

Við fyrstu sýn eru þetta afar „venjulegar“ gráar gallabuxur, en hins vegar eru mörg falleg mynstur saumuð í þær sem gera þær einstakar á sinn hátt.“

Helena keypti uppáhaldsflíkina í Spúútnik.
Helena keypti uppáhaldsflíkina í Spúútnik.

En verstu fatakaupin?

„Ég sé ekki eftir neinum kaupum en það er margt sem ég hef keypt og mundi ekki vera í núna. Þá átti ég einfaldlega eftir að móta minn eigin stíl og átti það til að kaupa það sama og allir aðrir, jafnvel þó mér hafi ekki fundist flíkin neitt sérlega flott.“

Áttu þér uppáhaldsskó?

„Ég elska hælana mína og á líka einstaklega marga! Uppáhaldshælarnir mínir eru hins vegar svartir með gylltum steinum og kross mynstri að graman. Ég keypti þá í Extraloppunni á 3.000 kr.“

Uppáhaldshælana keypti Helena í Extraloppunni á 3.000 kr.
Uppáhaldshælana keypti Helena í Extraloppunni á 3.000 kr.

Áttu þér uppáhaldsmerki? Hvar verslar þú oftast?

„Ég pæli mjög lítið í fatamerkjum, en uppáhaldsbuxurnar mínar fást til dæmis í G-Star og ég dýrka skóna frá Golden Goose. Yfirleitt versla ég hins vegar notuð föt.

Á Íslandi versla ég því oftast í Spúútnik, Extraloppunni, Verzlanahöllinni, B12, Mammamia Vintage og Wasteland. Úrvalið þar er mjög fjölbreytt og alltaf hægt að finna eitthvað einstakt.“

Helena verslar aðallega notuð föt og á nokkrar uppáhaldsbúðir á …
Helena verslar aðallega notuð föt og á nokkrar uppáhaldsbúðir á Íslandi.

Hvað er efst á óskalistanum þínum?

„Það eru allan daginn Bekett-strigaskórnir frá Isabel Marant, þeir eru sjúklega flottir!“

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Svarta MiuMiu leðurtösku með gull saumum, hún er mjög passleg fyrir skólann.“

Hver finnst þér vera best klæddi einstaklingurinn í heiminum í dag?

„Mia Regan.“

Helena í flottu dressi þar sem hún parar saman víðar …
Helena í flottu dressi þar sem hún parar saman víðar gallabuxur og fínan pallíettutopp.
Helenu dreymir um að eignast Bekett-strigaskó frá Isabel Marant og …
Helenu dreymir um að eignast Bekett-strigaskó frá Isabel Marant og MiuMiu leðurtösku.
mbl.is