Logi Geirsson: Mér þykir þetta mjög leitt

Heilsurækt | 7. mars 2024

Logi Geirsson: Mér þykir þetta mjög leitt

Logi Geirsson, segir að sér þyki mjög leitt að hann hafi ekki svarað öllum þeim viðskiptavinum sem hann hafði í einkaþjálfun. Hann lofar bót og betrun og hvetur alla til að hafa samband við sig í gegnum tölvupóstfang til að leysa málin.  

Logi Geirsson: Mér þykir þetta mjög leitt

Heilsurækt | 7. mars 2024

Logi Geirsson.
Logi Geirsson. Ljósmynd/Skjáskot RÚV

Logi Geirsson, segir að sér þyki mjög leitt að hann hafi ekki svarað öllum þeim viðskiptavinum sem hann hafði í einkaþjálfun. Hann lofar bót og betrun og hvetur alla til að hafa samband við sig í gegnum tölvupóstfang til að leysa málin.  

Logi Geirsson, segir að sér þyki mjög leitt að hann hafi ekki svarað öllum þeim viðskiptavinum sem hann hafði í einkaþjálfun. Hann lofar bót og betrun og hvetur alla til að hafa samband við sig í gegnum tölvupóstfang til að leysa málin.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Loga þar sem er hann bregst við umfjöllun sem birtist í Smartlandi þar sem ósáttir meðlimir í Facebook hópnum „Moti­vati­on stelp­ur“ deildu óánægju sinni með sinnuleysi Loga. 

Þær sem tóku þátt í umræðu á Facebook deildu svipaðri reynslu af Loga og sögðu flest­ar að það væri hálf ómögu­legt að ná í hann, en reglu­leg sam­skipti þjálf­ara og viðskipta­vin­ar eru stór hluti af pró­gramm­inu sem Fjar­Form kynn­ir. 

Logi segir hins vegar að Fjarform heyri sögunni til og að hann hafi talið sig vera búinn að láta sína viðskiptavini vita af því að hann hafi að öllu leyti fært sig yfir í netþjálfun.

Alfarið rafræn þjálfun  

„Ég hætti/breytti FjarForm öllu eftir frábær 14 ár í þjálfun á síðasta ári og færði mig alfarið yfir í Netþjálfun. Munur fyrirtækjanna liggur í því að öll þjálfun fer fram rafrænt en mælingar og fundir með kúnnum heyra því sögunni til.

Ég lét alla kúnna vita í gegnum mína miðla að breytingin tæki gildi frá og með áramótum. Mér þykir mjög miður ef tilkynningin hefur farið framhjá hluta hópsins,“ segir Logi. 

Hann segir að sökum anna hafi hann ekki náð að sinna öllum þeim viðskiptavinum sem hann hafi gert áður og honum þyki það miður. 

Bað um að haft yrði samband á Instagram 

„Ég hef því miður ekki náð að svara öllum þeim fyrirspurnum sem ég hef fengið en það stendur til bóta. Þykir mjög miður að aðilar hafi orðið fyrir óþægindum vegna þess og ég tek það til mín. Hluti skýringar á svarleysi á sér einnig rætur að rekja til þess að tölvupóstfangið tengt FjarForm hætti að virka þegar ég lokaði léninu á því félagi. Ég setti um hæl mynd af því í story hjá mér í upphafi ársins (sjá hér meðfylgjandi) og bað fólk vinsamlegast um að hafa samband við mig í gegnum instagram. Það hafa eflaust ekki allir séð þá tilkynningu og það þykir mér mjög leitt,“ segir Logi. 

Geti fengið endurgreitt 

Logi hvetur þá sem eiga inni svör hjá honum að senda honum tölvupóst á netfangið logi.geirsson@icloud.com.  „Við leysum allt þar,“ segir Logi. 

„Ég ítreka aftur að mér þykir þetta mjög leitt. Mun gera mitt allra besta til að svara öllum fljótt og örugglega. Hafi einhver fengið rukkun sem ekki hafi átt rétt á sér, muni það að sjálfsögðu verða endurgreitt,“ segir Logi. 

mbl.is