BBC mælir með Everest

Everest kvikmyndin | 29. ágúst 2015

BBC mælir með Everest

Breska ríkisútvarpið BBC birti í dag á vef sínum lista yfir kvikmyndir sem fólk er hvatt til að sjá á árinu. Meðal þeirra er mynd Baltasars Kormáks, Everset.

BBC mælir með Everest

Everest kvikmyndin | 29. ágúst 2015

Breska ríkisútvarpið BBC birti í dag á vef sínum lista yfir kvikmyndir sem fólk er hvatt til að sjá á árinu. Meðal þeirra er mynd Baltasars Kormáks, Everset.

Breska ríkisútvarpið BBC birti í dag á vef sínum lista yfir kvikmyndir sem fólk er hvatt til að sjá á árinu. Meðal þeirra er mynd Baltasars Kormáks, Everset.

Í umsögn BBC um myndina segir að myndin hafi opnað kvikmyndahátíðina í Feneyjum í ár, en sömu sögu er að segja af myndinni Birdman, sem nældi í óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmyndina. Blaðamenn The Guardian hafa af þeim sökum velt upp hvort Everest muni krækja í verðlaunin eftirsótti.

Myndin segir frá mannskæðum leiðangri á Eversetfjall, sem er í myndinni sagður hættulegasti staður á jörðinni, sem farinn var árið 1996. Leiðangurinn var sá mannskæðasti á fjallið til ársins 2014. Myndin skartar stórleikurum á borð við Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Keira Knightley Robin Wright, Josh Brolin og Emily Watson. Myndin er meðal annars byggð á bókinni Into Thin Air.

mbl.is