5 uppeldisráð Steins Jónssonar

5 uppeldisráð | 24. september 2018

5 uppeldisráð Steins Jónssonar

Steinn Jónsson, ráðgjafi hjá Pieta-samtökunum, og eiginkona hans Kristín Dögg Höskuldsdóttir, mannauðsstjóri hjá Subway, eiga saman tvo syni, þá Jón Leví Steinsson 17 ára og Þór Leví Steinsson, 14 ára. Steinn þykir nauðalíkur bróður sínum Pétri Jóhanni sem eitt sinn var kosinn fyndnasti maður landsins. Vinir fjölskyldunnar eru á því að Steinn komist nálægt bróður sínum í skemmtilegheitum. Hann sé frábær fjölskyldumaður, einlægur og góður pabbi. Spurður um fimm góð uppeldisráð nefnir Steinn eftirfarandi atriði sem hafa virkað með ágætum árangri hjá þeim hjónum til þessa. 

5 uppeldisráð Steins Jónssonar

5 uppeldisráð | 24. september 2018

Jón Leví, Kristín Dögg, Þór Leví og Steinn Jónsson.
Jón Leví, Kristín Dögg, Þór Leví og Steinn Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Steinn Jónsson, ráðgjafi hjá Pieta-samtökunum, og eiginkona hans Kristín Dögg Höskuldsdóttir, mannauðsstjóri hjá Subway, eiga saman tvo syni, þá Jón Leví Steinsson 17 ára og Þór Leví Steinsson, 14 ára. Steinn þykir nauðalíkur bróður sínum Pétri Jóhanni sem eitt sinn var kosinn fyndnasti maður landsins. Vinir fjölskyldunnar eru á því að Steinn komist nálægt bróður sínum í skemmtilegheitum. Hann sé frábær fjölskyldumaður, einlægur og góður pabbi. Spurður um fimm góð uppeldisráð nefnir Steinn eftirfarandi atriði sem hafa virkað með ágætum árangri hjá þeim hjónum til þessa. 

Steinn Jónsson, ráðgjafi hjá Pieta-samtökunum, og eiginkona hans Kristín Dögg Höskuldsdóttir, mannauðsstjóri hjá Subway, eiga saman tvo syni, þá Jón Leví Steinsson 17 ára og Þór Leví Steinsson, 14 ára. Steinn þykir nauðalíkur bróður sínum Pétri Jóhanni sem eitt sinn var kosinn fyndnasti maður landsins. Vinir fjölskyldunnar eru á því að Steinn komist nálægt bróður sínum í skemmtilegheitum. Hann sé frábær fjölskyldumaður, einlægur og góður pabbi. Spurður um fimm góð uppeldisráð nefnir Steinn eftirfarandi atriði sem hafa virkað með ágætum árangri hjá þeim hjónum til þessa. 

Virðing, umburðarlyndi og ást og umhyggja

„Það sem við hjónin höfum meðal annars lagt upp með í uppeldi drengja okkar er að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, sýna umburðarlyndi og hafa það að leiðarljósi að allir séu einhvern veginn og koma fram við aðra eins og þeir vilja að það sé komið fram við þá. Við höfum aldrei sparað okkar drengjum ást og umhyggju eða að segja þeim hversu mikið við elskum þá. Við teljum að ekkert veiti barni meiri öryggistilfinningu en þegar það veit hversu mikið það er elskað og er umvafið ást og umhyggju.“

Samverustundir

„Á okkar heimili, sérstaklega á virkum dögum, þar sem hraðinn er mikill er mikið um að vera að setjast alltaf saman við kvöldverðarborðið án allra snjalltækja (núorðið) og sjónvarps, borða saman og fara yfir daginn. Við tölum um hvað við höfum upplifað og hvað varð á vegi okkar þann daginn. Við reynum, þó að drengirnir séu komnir á fimmtánda og átjánda ár, að halda í þessa hefð enda finnst okkur þetta öllum ein dýrmætasta stund dagsins.“

Að bera ábyrgð og taka þátt í heimilishaldi

„Við höfum reynt að kenna okkar drengjum að bera ábyrgð með því að gefa þeim föst verkefni inni á heimilinu sem þeir þurfa að sinna alla virka daga. Svo sem að viðra hundana, taka úr uppþvottavélinni, ganga alltaf frá eftir sig og fara út með sorpið. Með þessum hætti taka þeir virkan þátt í heimilishaldinu og uppskera vasapening fyrir. Við byrjuðum á þessu snemma og voru þá verkefnin lítil og þeir fengu að ráða oft verkefnunum sjálfir. Það er alltaf gaman að eiga fyrsta verkefnalistann sem sá yngri rissaði upp sjálfur 6 ára gamall á töflu í eldhúsinu. Sú tafla hangir enn þá uppi.“

Gleði, húmor og alvara lífsins

„Við viljum hafa gleði og húmor stóran part í okkar lífi. Fjölskyldan hlær mikið saman. Við höfum húmor fyrir okkur sjálfum og tökum okkur ekki of hátíðlega. Svona stundir eru ómetanlegar en þó að við séum svo lánsöm að gleði og húmor ráði oftast ríkjum þá er alvaran ekki oft langt undan. Við höfum alið okkar drengi upp við það að við treystum þeim og þeir okkur og þegar eitthvað bjátar á eða eitthvað kemur upp á er alltaf hægt að leita til okkar og ræða málin á rólegum nótum. Okkar skoðun er sú að vinátta og traust er mikilvægur þáttur í uppeldi barna. Eitt það mikilvægasta sem foreldrar og börn geta átt saman er vinátta og traust. Það má þó ekki skyggja á að barnið þarf líka aga og skýr mörk. Við höfum reynt eftir okkar bestu getu að horfa til þessara hluta við uppeldið.“

Gera eitthvað saman sem fjölskylda

„Það sem okkur finnst gefa lífinu gildi og gera okkur samheldnari sem fjölskyldu er að gera skemmtilega hluti saman sem öllum finnst gaman. Þá er hægt að nefna ferðalög innan- sem utanlands þar sem öll fjölskyldan tekur þátt í að skipuleggja þannig að allir geti fundið sér eitthvað við hæfi og notið ferðalagsins sem best. Ferð erlendis að minnsta kosti einu sinni á ári og fleiri ferðir innanlands. Einnig höfum við reynt að hafa fyrir reglu svokölluð fjölskyldukvöld þar sem hver fjölskyldumeðlimur kemur með uppástungu hvað skal gera, síðan er eitt valið sem dæmi út að borða, bíóferð, keiluferð, leikhús eða kósýkvöld heima þar sem horft er á bíómynd, spilað eða bara talað saman.“

 

 

 

mbl.is