Fimm uppeldisráð Siggu Birnu

5 uppeldisráð | 11. júní 2020

Fimm uppeldisráð Siggu Birnu

Sigríður Birna Valsdóttir er fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Þá starfar Sigríður einnig í Hagaskóla þar sem hún kennir leiklist og er í nemendaþjónustunni. Hún hefur starfað með börnum og unglingum í nær 30 ár og er því hokin af reynslu. Sigríður á einn strák, Kára Val sem er sjö ára. Sigríður er því hokin af reynslu þegar kemur að starfi með börnum og unglingum. Henni finnst mikilvægt að kenna börnum að sýna hvert öðru virðingu og samkennd. Fordómar stafi oftast af ótta við það sem við þekkjum ekki.

Fimm uppeldisráð Siggu Birnu

5 uppeldisráð | 11. júní 2020

Sigríður Birna Valdsdóttir.
Sigríður Birna Valdsdóttir. Heiðrún Fivelstad

Sigríður Birna Valsdóttir er fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Þá starfar Sigríður einnig í Hagaskóla þar sem hún kennir leiklist og er í nemendaþjónustunni. Hún hefur starfað með börnum og unglingum í nær 30 ár og er því hokin af reynslu. Sigríður á einn strák, Kára Val sem er sjö ára. Sigríður er því hokin af reynslu þegar kemur að starfi með börnum og unglingum. Henni finnst mikilvægt að kenna börnum að sýna hvert öðru virðingu og samkennd. Fordómar stafi oftast af ótta við það sem við þekkjum ekki.

Sigríður Birna Valsdóttir er fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Þá starfar Sigríður einnig í Hagaskóla þar sem hún kennir leiklist og er í nemendaþjónustunni. Hún hefur starfað með börnum og unglingum í nær 30 ár og er því hokin af reynslu. Sigríður á einn strák, Kára Val sem er sjö ára. Sigríður er því hokin af reynslu þegar kemur að starfi með börnum og unglingum. Henni finnst mikilvægt að kenna börnum að sýna hvert öðru virðingu og samkennd. Fordómar stafi oftast af ótta við það sem við þekkjum ekki.

Kyn barna stýrir ekki áhugasviði þeirra eða tjáningu.

„Það er langt síðan við byrjuðum að berjast gegn því að til væru t.d. „stelpulitir“ eða „strákalitir“ en samt er þetta enn mjög rótgróið í menningu barna, það sama á við um leikföng, sjónvarpsefni, föt og ýmsar tómstundir. Mörg börn eru með ódæmigerða kyntjáningu, þ.e. passa ekki í þá kassa sem samfélagið hefur sett þau í og því miður þá er það staðreynd að þessi börn og þá kannski sérstaklega strákar með sýnilega ódæmigerða kyntjáningu verða frekar fyrir áreiti í skólum en önnur börn.

Þessu breytum við heima. Við breytum því þegar við kennum börnunum okkar að öll börn megi leika sér, klæða sig, velja sér áhugamál og vera eins og þau vilja. Öll börn mega dansa, syngja, spila á hljóðfæri, stunda listir eða íþróttir eða gera hvað það sem gerir þau hamingjusöm. Strákurinn minn passar vel í sinn kassa, en hann velur sér samt föt og fylgihluti hvar sem er í barnadeildinni og í okkar hugum eru ekki til „stelpuföt“ eða „strákaföt“. Á tímabili þegar hann var yngri fór hann í smá uppreisn og þá varð til mantra á heimilinu „ekki strákadót ekki stelpudót bara krakkadót“ og hann fékk að kynnast því að mamma gefst ekki upp svo auðveldlega“.

Virðing fyrir öðrum, fordómaleysi og samkennd

„Minn helsti ótti í tengslum við uppeldið er að barnið mitt verði ekki gott við aðra, mér er alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur í lífinu svo framarlega sem hann sýnir öðru fólki virðingu og setur sig í spor annarra. Ég held að við getum aldrei talað of mikið um gildi þess að vera góð við aðra, vera heiðarleg og sýna öllum virðingu, líka þeim sem eru ósammála og ólík okkur. Við gleymum oft að segja upphátt það sem er augljóst, og svona hlutir gleymast því stundum.

Það er hins vegar ekki nóg að segja þetta við þurfum líka að vera fyrirmyndir og það er oft aðeins erfiðara. Það er enginn alveg fordómalaus og ég hef þurft að takast á við alls konar fordóma, hins vegar verðum við að muna í uppeldinu að fordómar stafa yfirleitt af ótta við það sem við þekkjum ekki. Ég vinn mikið með trans börnum og ungmennum og þau upplifa því miður enn fordóma í samfélaginu, en þau hafa líka útrýmt haug af fordómum bara með því að vera þau sjálf og sýna fólki að það er ekkert að óttast. Þau eru hugrökkustu börnin sem ég þekki. Hvetjum börnin okkar til þess að kynna sér alls konar mál og fræðast um það sem þau þekkja ekki.“

Allar tilfinningar eru réttmætar

Stundum hræðumst við tilfinningar barnanna, og ósjálfrátt reynum við að gera gott úr öllu, reynum t.d. að koma börnunum í gott skap þegar þau eru leið og gerum lítið úr reiði og öðrum erfiðum tilfinningum af því okkur finnst þær óþægilegar. Mér líður oft illa þegar ég skil ekki tilfinningar barnsins míns, ég geri samt mitt besta til þess að gefa honum rými til þess að upplifa tilfinninguna og reyni að gera ekki lítið úr henni, það tekst ekki alltaf og stundum missi ég stjórn en við tölum um tilfinningarnar og vinnum með þær þegar hann er orðinn rólegur, t.d. er gott að tala um tilfinningar fyrir svefninn, foreldrar verða líka að geta viðurkennt að hafa brugðist rangt við. Það eru líka til margar góðar bækur fyrir börn um tilfinningar sem er hægt að nota í umræður.

Lesum fyrir börnin 

„Með lestrinum aukum við málskilning, orðaforða, tilfinningaþroska, hugmyndaauðgi og víðsýni barna. Lesum alls konar bækur fyrir þau, sýnum þeim fjölbreytileikann, draumana og ævintýraheimana. Það skilar sér margfalt til þeirra í lífinu. Þetta eru mjög mikilvægar stundir á mínu heimili og strákurinn minn getur ekki farið að sofa fyrr en búið er að lesa. Núna er lestur eitt af áhugamálum hans, hann elskar að lesa „inni í sér“ eins og hann segir en ég les líka fyrir hann enn þá og ætla ekki að hætta því neitt á næstunni.“

Leyfum sjálfstæði og skoðanir, hlustum á börnin

„Þegar ég var barn var alltaf hlustað á mig, ég fékk að tjá mig og hafa skoðanir. Mamma mín kenndi 6-9 ára börnum í yfir 40 ár, mér fannst alltaf aðdáunarvert að hún talaði alltaf við nemendur og reyndar mig líka eins og við værum fullorðið fólk, hún breytti aldrei rödd eða talaði niður til barna. Ég bý að þessu og vil að barnið mitt upplifi lýðræði á heimilinu, ég vil að hann upplifi að hans rödd skipti máli. Stundum finnst mér reyndar að hann sé aðeins of sjálfstæður og öruggur. En ég veit að þetta skiptir miklu máli í framtíðinni. Ég tala líka mikið við unglinga í vinnunni minni, hvet þau til að segja skoðun sína og hafa hátt á réttum stöðum en ég finn að það er mjög erfitt fyrir mörg þeirra, við megum ekki þagga niður í skoðunum barna, þær skipta máli.“

„Að lokum þá er mikilvægast að hafa í huga að það er enginn fullkominn, við gerum öll fullt af mistökum, bæði börn og foreldrar,“ segir Sigríður Birna.

Kári Valur sonur Sigríðar Birnu er sjö ára á bara …
Kári Valur sonur Sigríðar Birnu er sjö ára á bara krakkaföt. Ljósmynd/Aðsend


 

mbl.is