Ekkert mannfall í árásum Írana

Soleimani ráðinn af dögum | 8. janúar 2020

Ekkert mannfall í árásum Írana

Alls hæfðu 22 eldflaugar tvær byggingar í herstöð Bandaríkjahers í Írak en engan Íraka sakaði, samkvæmt tilkynningu frá íranska hernum. Ekkert er minnst á Íran í tilkynningunni en stjórnvöld í Íran hafa lýst ábyrgð á árásunum á Ain al-Asad-herstöðina. Um hefndaraðgerð er að ræða eftir að Bandaríkjamenn drápu Qa­sem So­leimani herforingja í drónaárás. 

Ekkert mannfall í árásum Írana

Soleimani ráðinn af dögum | 8. janúar 2020

Alls hæfðu 22 eldflaugar tvær byggingar í herstöð Bandaríkjahers í Írak en engan Íraka sakaði, samkvæmt tilkynningu frá íranska hernum. Ekkert er minnst á Íran í tilkynningunni en stjórnvöld í Íran hafa lýst ábyrgð á árásunum á Ain al-Asad-herstöðina. Um hefndaraðgerð er að ræða eftir að Bandaríkjamenn drápu Qa­sem So­leimani herforingja í drónaárás. 

Alls hæfðu 22 eldflaugar tvær byggingar í herstöð Bandaríkjahers í Írak en engan Íraka sakaði, samkvæmt tilkynningu frá íranska hernum. Ekkert er minnst á Íran í tilkynningunni en stjórnvöld í Íran hafa lýst ábyrgð á árásunum á Ain al-Asad-herstöðina. Um hefndaraðgerð er að ræða eftir að Bandaríkjamenn drápu Qa­sem So­leimani herforingja í drónaárás. 

Árásirnar í nótt voru gerðar á tímabilinu 1:45 til 2:15 að staðartíma (22:45 til 23:15 að íslenskum tíma). 17 eldflaugar hæfðu Ain al-Asad-flugherstöðina og fimm hæfðu borgina Arbil. Ekki kemur fram í tilkynningu hersins hvort mannfall hafi orðið meðal útlendra hermanna.

Ain al-Asad er stærsta herflugstöðin í Írak þar sem bandarískir hermenn eru. Arbil er höfuðstaður héraðs Kúrda og samkvæmt upplýsingum frá héraðsstjórninni hæfðu eldflaugarnar hvorki herstöð Bandaríkjamanna né skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna. Enginn hafi meiðst í árásunum á Arbil. 

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir á Twitter að verið sé að kanna manntjón og skemmdir.

mbl.is