Umræður „um að hafa fólk á ákveðnu svæði“

Flóttafólk á Íslandi | 5. október 2020

Umræður „um að hafa fólk á ákveðnu svæði“

„Það er auðvitað alltaf, við þurfum að skoða úrræði,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, í svari við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem sagt hafði að svo virtist sem lögregla hefði ekki eftirlit með fólki sem ákveðið hefur verið að vísa eigi úr landi.

Umræður „um að hafa fólk á ákveðnu svæði“

Flóttafólk á Íslandi | 5. október 2020

Áslaug Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

„Það er auðvitað alltaf, við þurfum að skoða úrræði,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, í svari við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem sagt hafði að svo virtist sem lögregla hefði ekki eftirlit með fólki sem ákveðið hefur verið að vísa eigi úr landi.

„Það er auðvitað alltaf, við þurfum að skoða úrræði,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, í svari við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem sagt hafði að svo virtist sem lögregla hefði ekki eftirlit með fólki sem ákveðið hefur verið að vísa eigi úr landi.

„Það hafa verið umræður í Evrópulöndum um ákveðin úrræði, um að hafa fólk á ákveðnu svæði, sem við höfum ekki til dæmis framfylgt með breytingum á okkar lögum, en það er víða í löndunum í kringum okkur þar sem þessu er háttað þannig að aðilar eru á ákveðnu svæði eftir að þeir fá til dæmis neitun frá þá báðum stjórnsýslustigum til þess að það sé hægt að framkvæma þetta með auðveldari hætti, og það gerist þá ekki að aðilar séu týndir inni í samfélaginu og ekki sé hægt að framfylgja því,“ sagði ráðherrann.

„Það eru þá lagabreytingar sem þyrfti að ráðast í en annars erum við auðvitað að skoða verklagið í heild sinni í þessu eins og öðru,“ bætti Áslaug við.

Fyrirspurn Þorsteins kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Hari

Lögreglan rekist á aðila

Þorsteinn hafði vísað til skriflegs svars rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Frétta­blaðsins, þar sem sagði að stoðdeild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ði 64 ein­stak­linga á skrá sem ekki hafa fund­ist þegar vísa átti þeim úr landi und­an­far­in tvö ár.

Það segir líka í svari embættisins, með leyfi forseta „að ekki sé hægt að segja til um nákvæmlega hve margir eru enn hér á landi en margir hafi yfirgefið landið, hugsanlega með fölsuðum skilríkjum“, sem þeir hafa þá væntanlega orðið sér úti um hér. Síðan segir: „Í einhverjum tilfellum hafa menn fundist hér á landi og þeim þá vísað úr landi“,“ sagði Þorsteinn.

Maður hefur á tilfinningunni að þetta hafi væntanlega gerst þannig að lögreglan hafi verið að ganga niður Laugaveginn og rekist á einhverja slíka aðila, orðið áskynja um dvöl þeirra hér samkvæmt því og vísað þeim úr landi. En þetta er flóknara en svo vegna þess að þetta fólk þarf jú húsaskjól og mat til að komast af og maður veltir fyrir sér við hvaða kringumstæður og aðstæður þetta fólk dvelur hér.

Sjáist ekki á vappi á Laugaveginum

Áslaug var ekki sammála því sem Þorsteinn sagðist hafa á tilfinningunni:

„Það er ekki þannig fólk sjáist á vappi á Laugaveginum, eins og háttvirtur þingmaður vill vera láta. Það getur haldið sig annars staðar, brotið síðan af sér og þess vegna komist í kast við lögin og verið vísað á brott í kjölfarið. Það þarf auðvitað alltaf að fara yfir verklagið og þess vegna átti ég nýlega fund með stoðdeild ríkislögreglustjóra þar sem tíu manns vinna einungis við þetta. En það er auðvitað ljóst að það fer fjölgandi í þeim hópi sem þarf að brottvísa, enda sjaldan fleiri sem hingað hafa leitað,“ sagði ráðherrann.

Skoða hvað má gera betur

Þorsteinn benti einnig á að fólki í þessum kringumstæðum væri hættara við mansali, „við því að verið sé að hýrudraga það og svo framvegis. Þess vegna spyr ég ráðherra aftur hvort ekki standi til að gera gangskör að því að efla eftirlit þannig að þessir aðilar séu ekki á þennan ólöglega hátt á Íslandi“.

Áslaug sagði að verið væri að skoða hvað hægt væri að gera betur hvað varðar skipulagða brotastarfsemi og mansal, „og við sitjum nú yfir því með öllum lögregluembættunum“.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir athugasemd ráðherra um að ekki hefði verið rétt haft eftir.

mbl.is