Þetta veldur Ingibjörgu Sólrúnu ennþá sársauka

Með Loga | 7. febrúar 2021

Þetta veldur Ingibjörgu Sólrúnu ennþá sársauka

„Þetta var mjög sársaukafullt, kannski ekki eitthvað sem ég er alveg búin að klára. Það er sár þarna og það þarf lítið til að rífa ofan af því,” segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um vilja pólitískra andstæðinga hennar, sem og samherja, um að draga hana fyrir Landsdóm í kjölfar efnahagshrunsins. 

Þetta veldur Ingibjörgu Sólrúnu ennþá sársauka

Með Loga | 7. febrúar 2021

„Þetta var mjög sársaukafullt, kannski ekki eitthvað sem ég er alveg búin að klára. Það er sár þarna og það þarf lítið til að rífa ofan af því,” segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um vilja pólitískra andstæðinga hennar, sem og samherja, um að draga hana fyrir Landsdóm í kjölfar efnahagshrunsins. 

„Þetta var mjög sársaukafullt, kannski ekki eitthvað sem ég er alveg búin að klára. Það er sár þarna og það þarf lítið til að rífa ofan af því,” segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um vilja pólitískra andstæðinga hennar, sem og samherja, um að draga hana fyrir Landsdóm í kjölfar efnahagshrunsins. 

Í nýrri þáttaröð Með Loga, sem framleidd er af Skot Productions og sýnd í Sjónvarpi Símans, segir hún þetta hafa verið það erfiðasta sem hún hafi nokkurn tíma upplifað í pólitík.

„Þetta var hræðilegt í rauninni. Sérstaklega að sjá pólitíska samherja inni í Samfylkingunni vilja gera þetta.“

„Hafa margir beðið þig fyrirgefningar?” spyr Logi og á þá við það fólk sem greiddi atkvæði með því að draga Ingibjörgu fyrir Landsdóm. „Nei, bara einn. Það er Ögmundur Jónasson. Enginn annar,“ segir Ingibjörg Sólrún. 

Þátturinn kemur inn í Sjónvarp Símans Premium fimmtudaginn 11. febrúar og verður sýnduropinni dagskrá þann sama dag.

mbl.is