Yfir 150 þúsund ferðamenn til Íslands í sumar

Ferðamenn á Íslandi | 6. september 2021

Yfir 150 þúsund ferðamenn til Íslands í sumar

Yfir 150 þúsund ferðamenn hafa komið til Íslands með Icelandair í sumar. Þá flugu um 45 þúsund fleiri með félaginu í ágúst en júlí.

Yfir 150 þúsund ferðamenn til Íslands í sumar

Ferðamenn á Íslandi | 6. september 2021

Yfir 150 þúsund ferðamenn hafa komið til Íslands með Icelandair …
Yfir 150 þúsund ferðamenn hafa komið til Íslands með Icelandair í sumar. mbl.is/Sigurður Bogi

Yfir 150 þúsund ferðamenn hafa komið til Íslands með Icelandair í sumar. Þá flugu um 45 þúsund fleiri með félaginu í ágúst en júlí.

Yfir 150 þúsund ferðamenn hafa komið til Íslands með Icelandair í sumar. Þá flugu um 45 þúsund fleiri með félaginu í ágúst en júlí.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Ríflega 264.000 farþegar flugu með félaginu í ágúst, samanborið við tæplega 80.000 farþega á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi rúmlega 241.000 samanborið við um 67.000 í ágúst 2020.

Farþegar í innanlandsflugi voru 22.600 samanborið við 12.400 á sama tíma í fyrra. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 55% það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra.

mbl.is