Ferðamenn á Íslandi

Eyða 38 þúsund á sólarhring í borginni

14.12. Hver erlendur ferðamaður í Reykjavík eyðir nærri fimm sinnum hærri upphæð á hverjum sólarhring en ferðamaður á Hvammstanga. Þetta er meðal niðurstaðna sem kynntar voru í dag úr ferðavenjukönnun sem gerð var á átta stöðum á landinu síðastliðið sumar. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

12.12. Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Veiking krónu örvar ferðaþjónustuna

10.12. Útlit er fyrir að næsta ár verði gott í ferðaþjónustunni. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir að bókunartímabilið fyrir árið 2019 fari betur af stað en það gerði fyrir árið 2018. Meira »

Ísland áfangastaður ársins

5.12. Ísland er áfangastaður ársins 2018 samkvæmt lesendum bandaríska ferðatímaritsins Travel+Leisure, en Ísland hlaut alls 14,5% atkvæða í rafrænni könnun tímaritsins. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

13.11. Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »

Bandaríkjamenn hafa borið uppi aukningu haustsins

7.11. Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í október voru um 200 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 17.700 fleiri en í október á síðasta ári. Meira »

Loka hótelinu í vetur vegna aðsóknar

3.11. Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði verður lokað næstu þrjá mánuði eða fram til 1. febrúar næstkomandi vegna lítillar aðsóknar. Meira »

10 milljarðar af akstri ferðamanna

2.11. Erlendir ferðamenn óku um 640 milljón km í bílaleigubílum hérlendis í fyrra. Sé miðað við að bensínlítrinn hafi kostað í kringum 200 kr. og eyðslu nálægt 8 lítrum á hverja 100 km má reikna með að það hafi skilað um 10 milljörðum króna í þjóðarbúið. Þetta kom fram á ráðstefnu Vegagerðarinnar í dag. Meira »

Gistináttafjölgun aftur hraðari

1.11. Það sem helst kemur á óvart í nýjum tölum Hagstofunnar um gistinætur í september er, að mati Þorsteins Andra Haraldssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka, að gistinóttum á hótelum er að fjölga aftur hraðar en ferðamönnum. Meira »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

23.10. Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »

Verðum að ná áttum með greinina

18.10. Þegar launakostnaður hjá hótelum er orðinn um og yfir 50% af tekjum þeirra er ljóst að sá rekstur er ekki sjálfbær til lengri tíma, segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við mbl.is. Ný skýrsla KPMG sýnir fram á versnandi afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

„Bullandi tap“ í landsbyggðunum

18.10. Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

18.10. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »

Erlendum farþegum fjölgaði um 13,6%

11.10. Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í september síðastliðnum voru tæplega 232 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 28 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Meira »

Mikill samdráttur í gistingu á hálendinu

13.9. Um 15-20% færri ferðamenn gengu Laugaveginn í ár en í fyrra og um 15% samdráttur var á komu ferðamanna í Landmannalaugar. Gisting í skálum Ferðafélags Íslands dróst saman um 15-20% frá því í fyrra og hjá ferðafélagsdeildum á landsbyggðinni var samdrátturinn allt að 40%. Meira »

Ferðamönnum fækkaði um 2,8% í ágúst

7.9. Ferðamönnum fækkaði um 2,8% í ágúst frá sama mánuði í fyrra, en fækkunin nemur tæplega átta þúsund manns. Þjóðverjum fækkaði mikið, eða um 25,9% í ágúst. Á móti hefur Bandaríkjamönnum fjölgað mikið, eða um 23,8%. Meira »

Búa sér náttstað við Keldur

6.9. Ferðamenn á Íslandi veigra sér ekki við að leggja bílaleigubílum sínum hvar sem þá lystir, en þessi sjón blasti við starfsfólki Keldna, tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði, í morgun. Meira »

„Gistiheimili“ í brottfararsal Leifsstöðvar

30.8. „Það er mjög einkennilegt að sjá þetta,“ segir Gils Jóhannsson sem var misboðið vegna fjölda sofandi ferðafólks í Leifsstöð þegar hann kom til landsins eftir utanlandsferð seint í gærkvöldi. „Þetta á ekki að vera gistiheimili.“ Þá höfðu nærföt verið lögð til þerris á ofn í flugstöðinni. Meira »

68% jákvæð í garð ferðamanna

29.8. Í nýrri könnun frá MMR sögðust 68% aðspurðra vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að viðhorf til erlendra ferðamanna sé jákvæðara en í fyrra, þar sem hlutfallið var fjórum prósentustigum lægra í sambærilegri könnun MMR sem gerð var í fyrra. Meira »

Betra sumar en spáð var

24.8. Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir meiri eftirspurn hjá hótelkeðjunni í sumar en útlit var fyrir eftir vorið. Þá sé bókunarstaðan í haust góð. Hann segir veltuna hjá Íslandshótelum aukast milli ára. Meira »

Flugfélögin hafi áhrif á ferðamannastraum

12.8. Breytingar á leiðakerfum flugfélaganna hafa ekki minni áhrif á ferðamannastraum en sveiflur á gengi krónunnar og eru áhrif sem af þeim stafa jafnvel meiri en hækkandi verðlag hér á landi. Íslensku flugfélögin bættu hvort um sig við sig fimm áfangastöðum í Bandaríkjunum í sumar. Meira »

Samdráttur finnst víða um land

10.8. Merki eru um samdrátt hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni, segir ferðamálastjóri. Heildarfjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í júlí var 2,5%, en fjölgunin virðist ekki skila sér út á land. Því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu, því meiri er samdrátturinn, að því er virðist. Meira »

Þriðji hver frá Norður-Ameríku

9.8. Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi voru rúmlega 278.600 í júlí sem er 2,5% fjölgun miðað við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin byggir að mestu leyti á Bandaríkjamönnum sem hafa aukið hlutdeild sína til muna. Meira »

Ástralskir ferðamenn ánægðastir

26.7. Ferðamannapúls júnímánaðar mældist 1,7 stigum hærri en í sama mánuði á síðasta ári, eða 83,4 stig af 100 mögulegum. Ástralar voru ánægðastir ferðamanna og mældist púlsinn hjá þeim 89,2 stig. Þar á eftir komu Kanadabúar með 85,4 stig. Meira »

Lokuðu gönguleið við Brúará

24.7. Eigendur jarðar við Brúará hafa bannað alla umferð um land sitt og þar með aðgengi að Hlauptungufossi. Þetta segja þau neyðarúrræði til að vernda viðkvæma náttúru. Annar landeigandi hafði í samvinnu við sveitarfélagið hafið framkvæmdir við uppbyggðan göngustíg meðfram ánni. Meira »

Hótelþorp við Stöðvarfjörð

24.7. Hópur fjárfesta með aðsetur í Mónakó er að láta hanna hótelþorp við Heyklif við Stöðvarfjörð.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

21.7. Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ferðamenn voru 2,7 milljónir í fyrra

20.7. Fjöldi ferðamanna á síðasta ári var tæplega 2,7 milljónir og fjölgaði þeim um 25,4% á milli ára. Er hlutur ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu 8,6% og hækkar úr 8,1% árið áður og 6,2% árið 2015. Erlendir ferðamenn standa undir 46% af veltu veitingaþjónustu hér á landi. Meira »

Bandaríkjamenn 40% ferðamanna

9.7. Brottförum erlendra ferðamanna frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní fjölgaði um 5,4% milli ára, eða um 12 þúsund. Var heildarfjöldinn 234 þúsund og voru Bandaríkjamenn langfjölmennastir eða um 40% af heildarfjöldanum. Meira »

Líklegir til að mæla með Íslandsför

3.7. Erlendir ferðamenn sem sækja Ísland heim eru mjög líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. Þetta kemur fram í niðurstöðum Ferðamannapúlsins í maímánuði. Meira »