Ferðamenn á Íslandi

Útlit er fyrir harða lendingu

17.4. Um 13% færri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í mars en í sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn er tæp 9% fyrstu þrjá mánuði ársins. Meira »

Hámenntað fólk í láglaunastörfum

11.4. Sá uppgangur sem orðið hefur í ferðaþjónustu á Íslandi undanfarin ár hefði aldrei getað orðið að veruleika ef ekki væri fyrir innflytjendur, en innflytjendum á vinnumarkaði hefur fjölgað hratt á síðustu árum og töldu þeir nærri 40 þúsund árið 2018. Meira »

Dvöldu skemur og eyddu minna

4.4. Samsetning ferðamanna sem flugu með WOW air eftir markaðssvæðum var ólík samsetningu ferðamanna Icelandair og annarra flugfélaga. Hlutfall ferðamanna í yngri aldurshópum var hærra hjá WOW air en hjá öðrum flugfélögum og útgjöld farþega WOW air voru lægri en annarra. Meira »

Spáir 15% samdrætti í sumar

4.4. Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta hótels, reiknar með 15% samdrætti í sumar vegna gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Hótelið muni einkum finna fyrir minni sölu hópferða til Bandaríkjamanna. Til samanburðar spáir greiningardeild Arion banka 16% fækkun erlendra ferðamanna í ár. Meira »

Þurfa að sækja um leyfi í þjóðgarðinum

3.4. Ferðaþjónustufyrirtæki sem starfa innan Vatnajökulsþjóðgarðs þurfa að gera samning um starfsemina og sækja um leyfi fyrir henni þar. Þau þurfa meðal annars að uppfylla reglur um öryggi starfsmanna og ferðamanna og uppfylla reglur um umgengni. Meira »

Gistinætur dragast saman um 1,5%

1.4. Fjöldi gistinátta á skráðum gististöðum í febrúar dróst saman um 1,5% milli ára. Samdráttur var í fjölda gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en fjölgun í öðrum landshlutum. Um 64% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Strandaglópar fá gestakort að gjöf

30.3. Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða þeim erlendu farþegum WOW air sem eru strandaglópar hér á landi vegna gjaldþrots flugfélagsins ókeypis gestakort fram í næstu viku. Meira »

Super Break flýgur áfram til Akureyrar

27.3. Breska ferðaskrif­stof­an Super Break mun halda áfram áætlunarflugi til Akureyrar næsta vetur og verður þetta þriðja árið í röð sem Super Break mun fljúga til Akureyrar. Meira »

Útsýnispallar og hjólastígar á áætlun

27.3. Tröppur niður í fjöruna við Hvítserk, hjólastígur við Jökulsárgljúfur og útsýnispallar við Dynjanda og Saxhól eru meðal þeirra verkefna sem veitt verður fé til af rúmlega þriggja milljarða úthlutun til uppbyggingar innviða og framkvæmda við ferðamannastaði. Meira »

Veita 3,5 milljörðum í uppbyggingu

27.3. Verja á 1,3 milljörðum króna til landvörslu og leggja hjólaleið við Jökulsárgljúfur sem liggur frá Ásbyrgi í átt að Dettifossi. Þetta er meðal þeirra verkefna sem þau Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynntu í Hannesarholti í dag Meira »

Meirihlutinn gisti á Íslandi

15.3. Áætlað er að ferðamenn sem gistu a.m.k. eina nótt á Íslandi hafi verið 89% af þeim erlendu farþegum sem taldir voru í gegnum öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í febrúar. Talið er að ferðamenn hafi verið ríflega 132 þúsund í febrúar og fækkað um 8% samanborið við febrúar 2018. Meira »

Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní

12.3. Umhverfisráðherra hefur staðfest lokun Umhverfisstofnunar á ferðamannasvæði við Fjaðrárgljúfur og verður lokunin framlengd til 1. júní. Er lokunin framkvæmd í öryggisskyni fyrir gesti og til að vernda náttúruna sem liggur undir skemmdum vegna tíðarfars og álags. Meira »

Hafna lögbanni á ferðir að flakinu

11.3. Héraðsdómur hefur hafnað kröfum Arcanum ferðaþjónustu ehf. og tíu landeigenda við Sólheimasand um að fella úr gildi synjun sýslumanns á lögbannsbeiðni og leggja á lögbann vegna skipulagðra hjólaferða sem ferðaskrifstofan Tröllaferðir var með á sandinum að flugvélaflakinu sem þar er að finna. Meira »

Verkfallið „ekki aðalumfjöllunarefnið“

8.3. Þessa dagana fer fram stærsta ferðakaupstefna heims í Berlín í Þýskalandi. Verkefnastjóri Íslandsstofu segir verkföll og stöðu fluggeirans vera lítið sem ekkert í umræðunni og að ferðaheildsalar séu áfram jákvæðir gagnvart Íslandi sem áfangastað. Meira »

Hálf milljón farþega í febrúar

8.3. Rúmlega 500 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar. Það er 6,5% minna en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Meira »

Bandarískum ferðamönnum fækkar verulega

7.3. Á meðan farþegum Icelandair fjölgar milli ára, fækkar farþegum WOW air umtalsvert. Bandarískum ferðamönnum fækkaði um 19% í febrúar. Meira »

Skaðleg Bieber-áhrif við Fjaðrárgljúfur

6.3. „Þetta eru hreinar gróðurskemmdir sökum ágangs á viðkvæmu svæði,“ segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í Facebook-færslu á vef samtakanna sem sýnir tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur sem teknar eru með rúmlega tveggja ára millibili. Meira »

Veldur milljarða tapi árlega

5.3. Brotastarfsemi í ferðaþjónustu skekkir samkeppnismarkað og veldur fyrirtækjum og samfélaginu milljarða tekjutapi árlega. Þetta kemur fram í kynningu Samtaka ferðaþjónustunnar sem vilja m.a. átak gegn skattsvikum, aukna nýtingu refsiheimilda og miðlæga skrá fyrir erlenda bíla. Meira »

8% færri gistinætur á hótelum

28.2. Heildarfjöldi gistinátta í janúar dróst saman um 4,1% milli ára, þar af var 4,5% samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 6% samdráttur á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður. 8% fækkun er í gistingum á hótelum á milli ára. Meira »

Ekki rétt að hér sé ekki ferðamálastefna

26.2. „Ferðaþjónustan er sveiflukennd atvinnugrein í eðli sínu og þróun hennar ræðst af mörgum utanaðkomandi þáttum sem stjórnvöld geta ekki alltaf haft áhrif á, t.a.m. stjórnmála- og efnahagsástandi í öðrum löndum, heimsmarkaðsverði á olíu og slíkum þáttum,“ sagði ráðherra ferðamála á Alþingi í dag. Meira »

75 brýr = 3.000 skilti

20.2. Umferð bíla um suðurströnd Íslands er farin að nálgast þá sem fer norður í land. Munurinn á þessum leiðum felst hins vegar m.a. í því að á norðurleiðinni er enga einbreiða brú lengur að finna en á Suðurlandi eru þær fjölmargar. Meira »

Þarf að flytja kýr að Dettifossi?

19.2. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi velta fyrir sér hver eigi að fara með kýr upp að Dettifossi svo mokað verði fyrir mjólkurbílinn. Þó að þetta sé meira í gríni sagt en alvöru er það ekki ásættanlegt fyrir ferðaþjónustuna að vegurinn sé lokaður mánuðum saman yfir vetrartímann. Meira »

Sætaframboð til Bandaríkjanna hrynur

18.2. Heildarframboð flugsæta hjá WOW air í sumar mun dragast saman um 44% samkvæmt sumaráætlun Keflavíkurflugvallar sem kynnt var í dag. Þegar horft er til allra flugfélaga sem ætla að fljúga hingað til lands nemur samdrátturinn um 800 þúsund flugsætum og fer úr 7,9 milljónum í fyrra niður í 7,1 milljón. Meira »

Ferðamaður á hálum ís

11.2. Erlendur ferðamaður var svo sannarlega á hálum ís á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær þegar hann varð strandaglópur uppi á ísjaka í miklum öldugangi. Meira »

Bjartari spá en viðbúið var

30.1. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála segir að henni þyki „bjartara yfir“ spá Isavia um farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli en hún bjóst við, með tilliti til væntrar fækkunar erlendra ferðamanna. Meira »

Óvissa um fleira en bara flugið

30.1. Isavia gerir ráð fyrir að erlendum ferðamönnum sem komi hingað til lands fækki um 56 þúsund frá fyrra ári og Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við mbl.is að hún hefði sjálf skotið á eitthvað svipað. Innan greinarinnar búist þó margir við frekari fækkun. Meira »

„Við óttuðumst miklu, miklu verra“

29.1. „Það kom okkur svolítið á óvart hérna innandyra að þetta var mun betra en við óttuðumst. Við óttuðumst miklu, miklu verra,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia um farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019, sem kynnt var á fjölmennum fundi á Hilton Nordica í morgun. Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

23.1. Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Lítið um norðurljós í vetur

18.1. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

18.1. „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »