Ferðamenn á Íslandi

Mikill samdráttur í gistingu á hálendinu

13.9. Um 15-20% færri ferðamenn gengu Laugaveginn í ár en í fyrra og um 15% samdráttur var á komu ferðamanna í Landmannalaugar. Gisting í skálum Ferðafélags Íslands dróst saman um 15-20% frá því í fyrra og hjá ferðafélagsdeildum á landsbyggðinni var samdrátturinn allt að 40%. Meira »

Ferðamönnum fækkaði um 2,8% í ágúst

7.9. Ferðamönnum fækkaði um 2,8% í ágúst frá sama mánuði í fyrra, en fækkunin nemur tæplega átta þúsund manns. Þjóðverjum fækkaði mikið, eða um 25,9% í ágúst. Á móti hefur Bandaríkjamönnum fjölgað mikið, eða um 23,8%. Meira »

Búa sér náttstað við Keldur

6.9. Ferðamenn á Íslandi veigra sér ekki við að leggja bílaleigubílum sínum hvar sem þá lystir, en þessi sjón blasti við starfsfólki Keldna, tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði, í morgun. Meira »

„Gistiheimili“ í brottfararsal Leifsstöðvar

30.8. „Það er mjög einkennilegt að sjá þetta,“ segir Gils Jóhannsson sem var misboðið vegna fjölda sofandi ferðafólks í Leifsstöð þegar hann kom til landsins eftir utanlandsferð seint í gærkvöldi. „Þetta á ekki að vera gistiheimili.“ Þá höfðu nærföt verið lögð til þerris á ofn í flugstöðinni. Meira »

68% jákvæð í garð ferðamanna

29.8. Í nýrri könnun frá MMR sögðust 68% aðspurðra vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að viðhorf til erlendra ferðamanna sé jákvæðara en í fyrra, þar sem hlutfallið var fjórum prósentustigum lægra í sambærilegri könnun MMR sem gerð var í fyrra. Meira »

Betra sumar en spáð var

24.8. Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir meiri eftirspurn hjá hótelkeðjunni í sumar en útlit var fyrir eftir vorið. Þá sé bókunarstaðan í haust góð. Hann segir veltuna hjá Íslandshótelum aukast milli ára. Meira »

Flugfélögin hafi áhrif á ferðamannastraum

12.8. Breytingar á leiðakerfum flugfélaganna hafa ekki minni áhrif á ferðamannastraum en sveiflur á gengi krónunnar og eru áhrif sem af þeim stafa jafnvel meiri en hækkandi verðlag hér á landi. Íslensku flugfélögin bættu hvort um sig við sig fimm áfangastöðum í Bandaríkjunum í sumar. Meira »

Samdráttur finnst víða um land

10.8. Merki eru um samdrátt hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni, segir ferðamálastjóri. Heildarfjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í júlí var 2,5%, en fjölgunin virðist ekki skila sér út á land. Því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu, því meiri er samdrátturinn, að því er virðist. Meira »

Þriðji hver frá Norður-Ameríku

9.8. Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi voru rúmlega 278.600 í júlí sem er 2,5% fjölgun miðað við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin byggir að mestu leyti á Bandaríkjamönnum sem hafa aukið hlutdeild sína til muna. Meira »

Ástralskir ferðamenn ánægðastir

26.7. Ferðamannapúls júnímánaðar mældist 1,7 stigum hærri en í sama mánuði á síðasta ári, eða 83,4 stig af 100 mögulegum. Ástralar voru ánægðastir ferðamanna og mældist púlsinn hjá þeim 89,2 stig. Þar á eftir komu Kanadabúar með 85,4 stig. Meira »

Lokuðu gönguleið við Brúará

24.7. Eigendur jarðar við Brúará hafa bannað alla umferð um land sitt og þar með aðgengi að Hlauptungufossi. Þetta segja þau neyðarúrræði til að vernda viðkvæma náttúru. Annar landeigandi hafði í samvinnu við sveitarfélagið hafið framkvæmdir við uppbyggðan göngustíg meðfram ánni. Meira »

Hótelþorp við Stöðvarfjörð

24.7. Hópur fjárfesta með aðsetur í Mónakó er að láta hanna hótelþorp við Heyklif við Stöðvarfjörð.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

21.7. Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ferðamenn voru 2,7 milljónir í fyrra

20.7. Fjöldi ferðamanna á síðasta ári var tæplega 2,7 milljónir og fjölgaði þeim um 25,4% á milli ára. Er hlutur ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu 8,6% og hækkar úr 8,1% árið áður og 6,2% árið 2015. Erlendir ferðamenn standa undir 46% af veltu veitingaþjónustu hér á landi. Meira »

Bandaríkjamenn 40% ferðamanna

9.7. Brottförum erlendra ferðamanna frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní fjölgaði um 5,4% milli ára, eða um 12 þúsund. Var heildarfjöldinn 234 þúsund og voru Bandaríkjamenn langfjölmennastir eða um 40% af heildarfjöldanum. Meira »

Líklegir til að mæla með Íslandsför

3.7. Erlendir ferðamenn sem sækja Ísland heim eru mjög líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. Þetta kemur fram í niðurstöðum Ferðamannapúlsins í maímánuði. Meira »

Kom að bíl á hvolfi á miðjum vegi

28.6. „Þetta eru ferðamenn sem voru mjög líklega að keyra of hratt,“ segir Hannes Lárus Hjálmarsson sem kom að fólki sem hafði velt bíl við á á Möðrudalsöræfum síðdegis í gær. Meira »

Tugir útkalla fylgja opnun fjallvega

27.6. Björgunarsveitum Landsbjargar hafa borist um tuttugu útköll á þeirri viku sem liðin er síðan opnað var á fjallvegi að Landmannalaugum og Fimmvörðuhálsi, en með því opnast á tvær vinsælustu gönguleiðir landsins, um Fimmvörðuháls og Laugaveg. Þetta segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg. Meira »

Hlutur ferðaþjónustunnar 8,1%

21.6. Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 8,1% árið 2016. Til samanburðar nam hlutur ferðaþjónustunnar 6,2% árið 2015 og 5,2% árið 2014. Bráðabirgðatölur um áætlaða hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu ársins 2017 verða birtar 20. júlí næstkomandi. Meira »

Fagna hertu eftirliti með heimagistingu

15.6. „Þetta er mjög jákvætt skref, að það sé verið að leggja upp í að taka á þessum vanda,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um nýsamþykkt átak ríkisstjórnarinnar sem snýr að hertu eftirliti með heimagistingu. Stjórn samtakanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Meira »

Dregur verulega úr fjölgun farþega

6.6. Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 165 þúsund talsins í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 19.200 fleiri en í maí á síðasta ári. Dregið hefur verulega úr fjölgun farþega. Meira »

Afþreying á Íslandi fær 8,53

1.6. Ný gögn úr landamærarannsókn Ferðamálastofu sýna að ferðamenn gefa hestaferðum hæstu einkunn meðal afþreyingar sem þeir sækja, en norðurljósaskoðun fær lægstu einkunn. Gögnin staðfesta líka mikla árstíðarsveiflu í komu ferðamanna í ákveðna landshluta. Meira »

Kúkú ferðamenn sátu fastir í Krossá

31.5. „Traffíkin er ekki almennilega byrjuð en þetta er búið að koma nokkrum sinnum fyrir síðastliðna viku,“ segir Halla Einarsdóttir, skálavörður í Langadal í Þórsmörk. Ferðafélag Íslands deildi á dögunum myndum af fræknum ferðalöngum sem ætluðu sér yfir Krossá. Meira »

Smalaði ferðamönnum daglega

31.5. Landvörður í Fjaðrárgljúfrum þurfti að smala ferðamönnum út af svæðinu á hverjum morgni eftir að Umhverfisstofnun greip til þess ráðs að loka því vegna gróðurskemmda. Á morgun verður það opnað að nýju og geta ferðamennirnir þá með góðri samvisku skoðað þessa mögnuðu náttúrusmíð. Meira »

„Þetta getur orðið sársaukafullt“

30.5. „Við erum að horfa á það að ferðamenn í sumar verði eitthvað færri og þegar ástandið er svona með verðlagið hef ég persónulega mestar áhyggjur af landsbyggðinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við mbl.is. Meira »

Færri ferðamenn um KEF í sumar

30.5. Útlit er fyrir að ferðamenn sem koma hingað til lands í gegnum Keflavíkurflugvöll verði færri í sumar en þeir voru í fyrra, samkvæmt uppfærðri ferðamannaspá Isavia, sem kynnt var á fjölsóttum morgunverðarfundi á Hótel Nordica í morgun. Meira »

Bjórinn dýrastur á Íslandi

25.5. Bjórinn er dýrastur á Íslandi samkvæmt könnun sem ferðaskrifstofan Intrepid framkvæmdi. Ódýrastur er bjórinn hins vegar í Víetnam, þar sem hann kostar um 109 kr., á meðan sá íslenski er sagður kosta um 1.200 krónur. Meira »

Ísland í 3. sæti hjá Bandaríkjamönnum

25.5. Þó að London og París séu enn vinsælustu viðkomustaðir bandarískra ferðamanna þetta sumarið, hefur Reykjavík tekið stórt stökk upp á við. Borgin er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu viðkomustaðina en var í því 17. áður. Meira »

„Verðlag á Íslandi verður aldrei lágt“

12.5. „Það þarf að fara varlega í að draga of miklar ályktanir út frá þessari einu mínustölu. Þegar tölur frá maí og júní koma þá höfum við betri vísbendingu um þróunina.“ Þetta segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri, en í gær var sagt frá fækkun ferðamanna í apríl samanborið við fyrra ár. Meira »

Hland og klósettpappír í heimreiðinni

11.5. „Þetta er nú kannski minna heldur en að koma að mannaskít en þetta er nú samt ekki þrifalegt,“ segir Helgi Laxdal sem kom að hlandpolli og klósettpappír í afleggjaranum að heimili sínu að Túnsbergi á Svalbarðaströnd í vikunni. Meira »