Ferðamenn á Íslandi

Fagna hertu eftirliti með heimagistingu

15.6. „Þetta er mjög jákvætt skref, að það sé verið að leggja upp í að taka á þessum vanda,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um nýsamþykkt átak ríkisstjórnarinnar sem snýr að hertu eftirliti með heimagistingu. Stjórn samtakanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Meira »

Dregur verulega úr fjölgun farþega

6.6. Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 165 þúsund talsins í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 19.200 fleiri en í maí á síðasta ári. Dregið hefur verulega úr fjölgun farþega. Meira »

Afþreying á Íslandi fær 8,53

1.6. Ný gögn úr landamærarannsókn Ferðamálastofu sýna að ferðamenn gefa hestaferðum hæstu einkunn meðal afþreyingar sem þeir sækja, en norðurljósaskoðun fær lægstu einkunn. Gögnin staðfesta líka mikla árstíðarsveiflu í komu ferðamanna í ákveðna landshluta. Meira »

Kúkú ferðamenn sátu fastir í Krossá

31.5. „Traffíkin er ekki almennilega byrjuð en þetta er búið að koma nokkrum sinnum fyrir síðastliðna viku,“ segir Halla Einarsdóttir, skálavörður í Langadal í Þórsmörk. Ferðafélag Íslands deildi á dögunum myndum af fræknum ferðalöngum sem ætluðu sér yfir Krossá. Meira »

Smalaði ferðamönnum daglega

31.5. Landvörður í Fjaðrárgljúfrum þurfti að smala ferðamönnum út af svæðinu á hverjum morgni eftir að Umhverfisstofnun greip til þess ráðs að loka því vegna gróðurskemmda. Á morgun verður það opnað að nýju og geta ferðamennirnir þá með góðri samvisku skoðað þessa mögnuðu náttúrusmíð. Meira »

„Þetta getur orðið sársaukafullt“

30.5. „Við erum að horfa á það að ferðamenn í sumar verði eitthvað færri og þegar ástandið er svona með verðlagið hef ég persónulega mestar áhyggjur af landsbyggðinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við mbl.is. Meira »

Færri ferðamenn um KEF í sumar

30.5. Útlit er fyrir að ferðamenn sem koma hingað til lands í gegnum Keflavíkurflugvöll verði færri í sumar en þeir voru í fyrra, samkvæmt uppfærðri ferðamannaspá Isavia, sem kynnt var á fjölsóttum morgunverðarfundi á Hótel Nordica í morgun. Meira »

Bjórinn dýrastur á Íslandi

25.5. Bjórinn er dýrastur á Íslandi samkvæmt könnun sem ferðaskrifstofan Intrepid framkvæmdi. Ódýrastur er bjórinn hins vegar í Víetnam, þar sem hann kostar um 109 kr., á meðan sá íslenski er sagður kosta um 1.200 krónur. Meira »

Ísland í 3. sæti hjá Bandaríkjamönnum

25.5. Þó að London og París séu enn vinsælustu viðkomustaðir bandarískra ferðamanna þetta sumarið, hefur Reykjavík tekið stórt stökk upp á við. Borgin er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu viðkomustaðina en var í því 17. áður. Meira »

„Verðlag á Íslandi verður aldrei lágt“

12.5. „Það þarf að fara varlega í að draga of miklar ályktanir út frá þessari einu mínustölu. Þegar tölur frá maí og júní koma þá höfum við betri vísbendingu um þróunina.“ Þetta segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri, en í gær var sagt frá fækkun ferðamanna í apríl samanborið við fyrra ár. Meira »

Hland og klósettpappír í heimreiðinni

11.5. „Þetta er nú kannski minna heldur en að koma að mannaskít en þetta er nú samt ekki þrifalegt,“ segir Helgi Laxdal sem kom að hlandpolli og klósettpappír í afleggjaranum að heimili sínu að Túnsbergi á Svalbarðaströnd í vikunni. Meira »

Ferðamönnum fækkaði í apríl

11.5. Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 147 þúsund talsins í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða sex þúsund færri en í apríl á síðasta ári. Meira »

Ferðamaður hreiðraði um sig í torfkofa

7.5. Lögreglan á Suðurnesjum hafði nýverið afskipti af erlendum ferðamanni sem var búinn að hreiðra um sig í gömlum torfkofa við rústir gömlu byggðarinnar í Hópsnesi. Þar hafði hann komið fyrir pjönkum sínum sem samanstóðu af svefnpoka og bakpoka. Meira »

Ferðamönnum í Dimmuborgum fjölgar

30.4. Í vetur hefur ferðamönnum í Mývatnssveit haldið áfram að fjölga þó að vöxturinn sé hægari en undanfarin ár, að sögn Davíðs Örvars Hanssonar, stöðvarstjóra Umhverfisstofnunar á svæðinu. Meira »

Fækkar um 20-30% frá bestu mörkuðunum

16.4. Á þessu ári gæti stefnt í 20-30% samdrátt á ferðamönnum frá ákveðnum kjarnamörkuðum í Mið-Evrópu. Þetta sýnir bókunarstaða þessa hóps í dag og fram á sumarið samkvæmt formanni Samtaka ferðaþjónustunnar. Þrátt fyrir dvínandi áhuga á Íslandi í gegnum Google er hótelrekandi bjartsýnn. Meira »

Íslandsáhugi á Google fer dvínandi

16.4. Áhugi á Íslandi hefur farið dvínandi undanfarið sé tekið mið af tölum frá netfyrirtækinu Google yfir fjölda leitarfyrirspurna þar sem leitað er að flugi til Íslands. Áhuginn náði hæstu hæðum í fyrra eftir samfellda uppsveiflu árin þar á undan, en í ár er staðan svipuð og árið 2016. Meira »

Spánverjar ánægðastir með Íslandsdvölina

10.4. Spánverjar eru sá hópur ferðamanna sem er ánægðastur með Íslandsdvöl sína samkvæmt mælingu Gallup á ánægju ferðamanna í febrúarmánuði. Lítil breyting var á ánægju erlendra ferðamanna milli mánaða, en lækkaði mat ferðamanna á því hvort að Íslandsferðin hefði uppfyllt væntingar um þrjú stig. Meira »

Ferðamenn hættu sér út á ís á Langá

31.3. Vegfarandi á leið fram hjá Sjávarfossi í Langá tók mynd af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á ís sem hafði safnast saman í ánni. Hann segir að aðstöðuskortur skapi hættu á svæðinu. Meira »

Hélt ég væri að mynda síðustu andartökin

30.3. „Ég hélt að ég væri að mynda síðustu andartök þessa manns,“ segir Páll Jónsson, leiðsögumaður hjá Experience Iceland, sem í dag varð vitni að því er erlendur ferðamaður fór út á Jökulsárlón með selfie-stöngina og myndavél á lofti. Meira »

Ferðamenn í norðurljósaleit ollu hættu

27.3. Erlendir ferðamenn í leit að norðurljósunum sköpuðu hættu á Grindavíkurvegi um síðustu helgi með því að leggja ljóslausum bifreiðum í vegakanti, en lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fólkinu og benti þeim á að þessi umferðarhegðun væri ekki í boði hér á landi. Meira »

Veruleg fækkun leyfa fyrir heimagistingu

16.3. Alls eru 726 með leyfi fyrir skammtímaleigu á húsnæði á Íslandi en um síðustu áramót voru leyfin tæplega 1.100 talsins.   Meira »

Pólskum ferðamönnum fjölgar mest

9.3. Erlendum ferðamönnum sem komu um Keflavíkurvöll fjölgaði um 8% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra. Voru þeir samtals 160.078 samkvæmt brottfarartalningu Ferðamálastofu og Isavia, en það er um 11.700 fleirum en í febrúar í fyrra. Meira »

Bandaríkjamenn ánægðastir á Íslandi

2.3. Bandaríkjamenn voru ánægðastir erlendra ferðamanna með dvöl sína á Íslandi í janúar, samkvæmt niðurstöðum Ferðamannapúlsins. Mældust þeir efstir með 84,5 stig. Meira »

Þekkingarleysi ferðamanna í umferðinni

26.2. Lögreglan á Austurlandi hafði um helgina afskipti af erlendum ökumanni sem hafði ekið utan í umferðarmerki sem var staðsett á miðjum vegi á blindhæð. Vakti það athygli lögreglunnar að bifreiðin var skemmd á hægri hlið en ekki á þeirri vinstri. Meira »

„Algjört kaos“ við Gullfoss

16.2. „Þetta er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Ég held að þetta hafi verið margir dagsskammtar því margir biðu af sér veðrið og drifu sig af stað á sama tíma,“ segir Sigurjón Einarsson sem tók myndband af margra kílómetra langri bílalest um klukkan 15 í gær við Gullfoss. Meira »

Innviðir ferðamannastaða bættir

12.2. Í nýrri landsáætlun er gert ráð fyrir að um tveimur milljörðum króna verði varið til uppbyggingar á innviðum á ferðamannastöðum næstu þrjú árin. Meira »

Hættu við flugið vegna hótelleysis

2.2. Breska ferðaskrifstofan Super Break sem hefur í vetur verið með beint flug tvisvar í viku frá Bretlandi til Akureyrar hefur hætt við áform sín um beint sumarflug. Ástæðan er ekki lélegar viðtökur farþega, heldur einfaldlega að ekki er hægt að tryggja nægjanlegt gistirými á Akureyri og nágrenni. Meira »

Stígurinn verður áfram lokaður

29.1. „Við lokum stígnum þegar við teljum öryggi vegfarenda ógnað,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, við mbl.is. Ferðamenn virtu viðvör­un­ar­skilti að vett­ugi við Gull­foss í fyrradag þar sem varað er við hættu­leg­um aðstæðum. Meira »

Þurfum vonandi ekki að reisa múra

28.1. Ferðamálastjóri segir áhyggjuefni hve margir ferðamenn virða að vettugi viðvaranir og lokanir á ferðamannastöðum. mbl.is birti fyrr í dag mynd­band af hópi ferðamanna sem fór inn á lokað svæði við foss­inn þrátt fyr­ir viðvar­an­ir rútu­bíl­stjóra og skýr­ar merk­ing­ar um lok­un. Meira »

Þyrfti ekki að spyrja að leikslokum

28.1. Diðrik Halldórsson veitingamaður við Gullfoss segir alltaf vera til fólk sem lætur ekkert stoppa sig. mbl.is birti fyrr í dag myndband af hópi ferðamanna sem fór inn á lokað svæði við fossinn þrátt fyrir viðvaranir rútubílstjóra og skýrar merkingar um lokun. Meira »