Ferðamenn á Íslandi

„Algjört kaos“ við Gullfoss

16.2. „Þetta er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Ég held að þetta hafi verið margir dagsskammtar því margir biðu af sér veðrið og drifu sig af stað á sama tíma,“ segir Sigurjón Einarsson sem tók myndband af margra kílómetra langri bílalest um klukkan 15 í gær við Gullfoss. Meira »

Hættu við flugið vegna hótelleysis

2.2. Breska ferðaskrifstofan Super Break sem hefur í vetur verið með beint flug tvisvar í viku frá Bretlandi til Akureyrar hefur hætt við áform sín um beint sumarflug. Ástæðan er ekki lélegar viðtökur farþega, heldur einfaldlega að ekki er hægt að tryggja nægjanlegt gistirými á Akureyri og nágrenni. Meira »

Þurfum vonandi ekki að reisa múra

28.1. Ferðamálastjóri segir áhyggjuefni hve margir ferðamenn virða að vettugi viðvaranir og lokanir á ferðamannastöðum. mbl.is birti fyrr í dag mynd­band af hópi ferðamanna sem fór inn á lokað svæði við foss­inn þrátt fyr­ir viðvar­an­ir rútu­bíl­stjóra og skýr­ar merk­ing­ar um lok­un. Meira »

Ferðamenn á hættuslóðum við Gullfoss

28.1. Ferðamenn virtu viðvörunarskilti að vettugi við Gullfoss í gær þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, eins og sjá má í myndbandi sem ökumaður hjá fyrirtækinu Grayline sem var staddur á svæðinu sendi mbl.is. Meira »

535 milljarðar í tekjur á þessu ári

27.12. Gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna ferðaþjónustu á þessu ári munu nema um 535 milljörðum króna á þessu ári gangi spá Samtaka ferðaþjónustunnar eftir. Það nemur um 40% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og 15,5% aukningu milli ára. Meira »

Ferðamenn fóru langt út á Jökulsárlón

26.11. Lögreglan hafði um hádegisbil afskipti af nokkrum tugum ferðamanna sem höfðu gengið út á ísilagt Jökulsárlón. Ragnar Unnarsson leiðsögumaður segir frá málinu á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag, en hann hafði samband við Vatnajökulsþjóðgarð vegna málsins sem svo kallaði á lögreglu Meira »

Gistinóttum fjölgar mest á Suðurnesjum

31.10. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 3% í september frá sama mánuði í fyrra. Fjölgunin var mest á Suðurnesjum eða um 10%.   Meira »

Segja bókanastöðuna í góðu horfi

27.10. Ferðaþjónustufólk á Íslandi segir gengissveiflur og óvissu um gjaldtökur gera ferðaiðnaðinum erfitt fyrir.  Meira »

Kynna mælaborð ferðaþjónustunnar

20.10. Mælaborð ferðaþjónustunnar var formlega kynnt til sögunnar í morgun. Mælaborðið er ný vefsíða þar sem tölulegar upplýsingar um atvinnugreinina eru birtar með myndrænum hætti. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar upplýsingar eru aðgengilegar á einum og sama stað. Meira »

Frá þremur í tólf á sex árum

18.10. Fyrir sex árum buðu einungis þrjú flugfélög upp á ferðir til og frá Íslandi allt árið. Nú er gert ráð fyrir að tólf flugfélög fljúgi allt árið til og frá Keflavíkurflugvelli. 17% af útlánum stóru viðskiptabankanna til fyrirtækja eru til ferðaþjónustunnar. Meira »

Gæðavottorð ferðaþjónustu

5.10. „Siðareglurnar eru ekki lagalega bindandi en undirritun þeirra er til marks um gæði og heilindi íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir dr. Taleb Rifai, aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO), en hann kom hingað til lands til að vera viðstaddur undirritun alþjóðlegra siðareglna UNWTO fyrir ferðaþjónustu á Ferðamálaþingi 2017, sem nú hafa verið þýddar á íslensku. Meira »

Fjölgun gistinátta úr 27% í 2%

28.9. Gistinætur á hótelum í ágúst voru 457.600 hér á landi í ágúst og jókst fjöldi þeirra um 2% frá því í sama mánuði í fyrra. Þetta er talsvert minni aukning en hefur verið undanfarin ár, en gistinóttum fjölgaði til að mynda um 27% í ágúst í fyrra og um 22% í ágúst árið 2015. Meira »

Flugfélögin orðin hlekkur í stöðugleika

26.9. Ekkert annað þróað ríki reiðir sig í jafnmiklum mæli á tekjur af farþegaflutningum og Ísland. Vekur sú staðreynd spurningu um hvort flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvæg fyrirtæki fyrir efnahagslegan stöðugleika í svipuðum skilningi og stóru viðskiptabankarnir þrír eru fyrir fjármálastöðugleika. Meira »

Spá vatnaskilum í ferðaþjónustu

26.9. Fjölgun ferðamanna verður undir sögulegum meðalvexti árið 2019 gangi spá hagfræðideildar Landsbankans eftir. Líkur á engri fjölgun og jafnvel fækkun hafa aukist verulega á síðustu mánuðum og eru komin fram skýr merki þess að spurnin eftir Íslandi sem áfangastað sé að vaxa hægar en áður. Meira »

Bretar eyddu mest

14.9. Bretar skera sig úr í erlendri kortaveltu sem vekur sérstaka athygli í ljósi þess hve veikt breska pundið er gagnvart krónunni. Ólíkt meðal-ferðamanninum sækja fleiri Bretar Ísland heim að vetri til en sumri og heldur færri breskir ferðamenn hafa komið hingað til lands í sumar samanborið við 2016. Meira »

Innviðir ferðamannastaða bættir

12.2. Í nýrri landsáætlun er gert ráð fyrir að um tveimur milljörðum króna verði varið til uppbyggingar á innviðum á ferðamannastöðum næstu þrjú árin. Meira »

Stígurinn verður áfram lokaður

29.1. „Við lokum stígnum þegar við teljum öryggi vegfarenda ógnað,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, við mbl.is. Ferðamenn virtu viðvör­un­ar­skilti að vett­ugi við Gull­foss í fyrradag þar sem varað er við hættu­leg­um aðstæðum. Meira »

Þyrfti ekki að spyrja að leikslokum

28.1. Diðrik Halldórsson veitingamaður við Gullfoss segir alltaf vera til fólk sem lætur ekkert stoppa sig. mbl.is birti fyrr í dag myndband af hópi ferðamanna sem fór inn á lokað svæði við fossinn þrátt fyrir viðvaranir rútubílstjóra og skýrar merkingar um lokun. Meira »

„Þá vil ég heldur borga!“

20.1. Þegar Bruno Bisig kom fyrst til Íslands 1991 ferðaðist hann einn um landið á hjóli og fékk að njóta einveru á hálendinu. Í dag er hann forstjóri Kontiki reisen og kemur með ferðamenn til landsins. Hann segir áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda náttúrudýrðinni við núverandi vinsældir. Meira »

Færri gistinætur ferðamanna í nóvember

22.12. Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 304.000, sem er sami fjöldi og í nóvember í fyrra. Þegar aðeins er litið á fjölda gistinátta sem skráðar voru á erlenda ferðamenn fækkaði þeim um 1% milli ára. Meira »

19% gistu ekki í Reykjavík

15.11. Tæpur helmingur þeirra erlendu ferðamanna sem þátt tóku í könnun bílaleigunnar Geysis dvöldust aðeins 1 til 2 nætur í Reykjavík og um fjórðungur 3 til 5 nætur. Meðaltalið var hins vegar rúmlega 2 nætur. Meira »

Hagnaðurinn minnkaði um 42,5%

31.10. Hagnaður hjá ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu minnkaði um 42,5% milli ára 2015 til 2016. Þetta má lesa úr nýrri greiningu Hagstofu Íslands á afkomu félaga. Meira »

Með 47 Airbnb-eignir á sínum snærum

24.10. Umsvifamesti leigusalinn á Airbnb á Íslandi er með 47 eignir á sínum snærum og námu tekjur hans af leigunni 236 milljónum króna á tólf mánaða tímabili. Meira »

Óánægðari með ferðina til Íslands

20.10. Ferðamenn sem sækja Ísland heim eru óánægðari með ferðina í sumar miðað við sumarið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallup. Meira »

Vöxturinn er ævintýralegur

18.10. Seðlabankinn metur það svo að lánveitingar í ferðaþjónstu og til fasteignakaupa hafi ekki náð hættumörkum. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur, segir í nýju riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika. Meira »

Áfram hægt að selja norðurljósin

4.10. „Ég tel að minnkandi virkni muni ekki hafa afgerandi áhrif á ákvörðun ferðamanna um að koma til að skoða norðurljós á Íslandi,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi, en fyrirtækið er eitt margra sem þróað hafa norðurljósaferðir fyrir erlenda ferðamenn. Meira »

Einstök þversögn í ferðaþjónustunni

27.9. Ísland sker sig frá öðrum þjóð hvað varðar samband gengisbreytinga og fjölda ferðamanna en greining hagfræðideildar Landsbankans á 39 ríkjum sýnir að Ísland er eina landið þar sem marktæk jákvæð fylgni hefur verið milli gengisstyrkingar og fjölgunar ferðamanna á liðnu ári. Meira »

Tekjur Airbnb af Íslandi námu 900 milljónum

26.9. Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti um 46 milljónum evra á síðasta ári sem jafngilda 6,1 milljarði íslenskra króna. Ætla má að þar af hafi um 900 milljónir króna runnið í vasa fyrirtækisins Airbnb en óvíst er hvort það greiði nokkurn skatt af starfsemi hér á landi. Meira »

Mestur samdráttur hjá lundabúðum

14.9. Töluvert hefur dregið úr vexti í kortaveltu ferðamanna og í ágúst var meðalneysla á hvern erlendan ferðamann 10% minni en í ágúst í fyrra. Þeir útgjaldaliðir sem dragast helst saman á milli ára eru gjafa- og minjagripaverslun sem minnkar um 17,1% og flokkurinn önnur verslun sem lækkar um 10,5% Meira »

Hver ferðamaður eyðir 10% minna

14.9. Meðalneysla á hvern erlendan ferðamann var 10% minni í ágúst síðastliðnum en fyrir ári síðan en erlend greiðslukortavelta nam 32.9 milljörðum króna. Mánuðurinn var þó metmánuður í komu ferðamanna um Leifsstöð og samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu rúmlega 285 þúsund ferðamann á flugvöllinn í ágúst. Meira »