Fyrirliðinn talaði ekki við mig í þrjár vikur

Dagmál | 1. október 2021

Fyrirliðinn talaði ekki við mig í þrjár vikur

„Þetta var ákveðin tilfinning sem ég fékk og mér fannst ég þurfa gera smá breytingar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Fyrirliðinn talaði ekki við mig í þrjár vikur

Dagmál | 1. október 2021

„Þetta var ákveðin tilfinning sem ég fékk og mér fannst ég þurfa gera smá breytingar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Þetta var ákveðin tilfinning sem ég fékk og mér fannst ég þurfa gera smá breytingar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Þórður Ingason byrjaði tímabilið hjá Víkingum sem markvörður númer eitt en í ágúst ákvað Arnar að skipta Þórði út fyrir Ingvar Jónsson.

Ingvar var algjörlega magnaður í marki Víkinga og varði til að mynda vítaspyrnu á lokamínútunum í 2:1-sigri Víkinga gegn KR á Meistaravöllum í 21. umferð deildarinnar en sigurinn setti Víkingsliðið í bílstjórasætið í baráttunni um Íslandsbikarinn fyrir lokaumferðina.

„Við gerðum samt fleiri stórar breytingar og Sölvi [Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga] var líka tekinn úr byrjunarliðinu og hann talaði ekki við mig í einhverjar þrjár vikur eftir það,“ sagði Arnar í léttum dúr.

„Hann er náttúrulega gríðarlegur karakter og stríðsmaður og hann hundsaði mig í einhverjar þrjár vikur sem var skemmtilegt.

Við þurftum að finna taktinn og ég hef alltaf sagt það að góður þjálfari tekur fleiri réttar ákvarðanir en rangar en þetta hefði klárlega getað verið hörmuleg ákvörðun líka,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

mbl.is