Keypti Hvítasunnudag fyrir svimandi upphæð

Dagmál | 26. apríl 2024

Keypti Hvítasunnudag fyrir svimandi upphæð

Jóhann Ágúst Hansen mætti á uppboð Bruun Rasmussen í febrúar árið 2007. Með heimild frá Landsbankanum bauð hann ítrekað í verkið gegn öðrum áhugasömum og hreppti hnossið, Hvítasunnudag Kjarvals.

Keypti Hvítasunnudag fyrir svimandi upphæð

Dagmál | 26. apríl 2024

Jóhann Ágúst Hansen mætti á uppboð Bruun Rasmussen í febrúar árið 2007. Með heimild frá Landsbankanum bauð hann ítrekað í verkið gegn öðrum áhugasömum og hreppti hnossið, Hvítasunnudag Kjarvals.

Jóhann Ágúst Hansen mætti á uppboð Bruun Rasmussen í febrúar árið 2007. Með heimild frá Landsbankanum bauð hann ítrekað í verkið gegn öðrum áhugasömum og hreppti hnossið, Hvítasunnudag Kjarvals.

Hvítasunnudagur er 100x113 cm. á stærð og er talið málað …
Hvítasunnudagur er 100x113 cm. á stærð og er talið málað í Kaupmannahöfn árið 1917. Ljósmynd/Landsbankinn

Málað 1917 og gefið kaupmanni

Verkið reyndist eitt hið dýrasta sem selt hefur verið eftir íslenskan listamann. Það var málað árið 1917 og gaf það danska kaupsýslumanninum Nienstedt og konu hans í silfurbrúðkaupsgjöf en Kjarval hafði búið hjá þeim meðan hann var við nám í Kaupmannahöfn.

Verkið var á uppboðinu metið á 100-150 þúsund danskar krónur en þegar uppi  var staðið var það selt á 1,3 milljónir danskra króna. Heimkomið kostaði verkið um 25 milljónir króna.

Ein af perlum íslenskrar myndlistar

Í nýjasta viðskiptaþætti Dagmála fer Jóhann Ágúst yfir atburðarásina þegar hann keypti verkið fyrir hönd bankans. Það hangir nú uppi í nýjum höfuðstöðvum bankans. Hann segir verkið eitt af perlum íslenskrar myndlistar og eigi að eiga þar heiðurssess þar sem almenningur geti notið þess.

Viðtalið við Jóhann Ágúst má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is